Samvinnan - 01.02.1954, Side 3
SAMVINNAN
V____________
Nýjar og betri íoábir
Þeir munu nú vera fáir, sem ekki vilja viðurkenna hinn
mikla þátt samvinnumanna í nýbyggingu atvinnulífsins
síðan í styrjaldarlok. Hins vegar heyrast þær raddir, sem
spyrja, hvort samvinnumenn hafi ekki gleymt sjálfri verzl-
uninni í ákafa sínum við starf á öðrum sviðum. Er í raun
og veru ekki óeðlilegt, að slík spurning vakni, því að jafn-
an ber meira á nýjungum og framkvæmdum þeirra starfs-
greina, sem nýjar eru af nálinni en hinna eldri.
*
Svarið við þessari spurningu er stutt og skýrt: Ekkert
getur verið fjær sanni en það, að samvinnumenn hafi misst
áhuga á sjálfri verzluninni eða vanrækt hana. Þvert á
móti má segja, að framkvæmdir þeirra á öðrum sviðum,
sérstaklega í skipaútgerð, séu til þess gerðar að greiða fyr-
ir verzluninni.
*
Arangur hinna nýju starfsgreina Sambands íslenzkra
samvinnufélaga: siglinga, trygginga, nýju verksmiðjanna,
bókaútgáfu o.s.frv. hefur verið ánægjulegur. En á sama
tíma má ekki gleyma því, að frumdeildir Sambandsins,
útflutnings- og innflutningsdeildirnar, hafa vaxið risa-
skrefum og eru að líkindum hvor um sig stærsta og næst
stærsta verzlunarfyrirtæki landsins. Þetta hefur gerzt á
árum hinna verstu erfiðleika í verzluninni, þegar vöru-
skortur ríkti árum saman. Síðan honum létti hefur skort-
ur á veltufé tekið við, en þó ekki orkað að skyggja á starf
deildanna.
Ef litið er til kaupfélaganna víðs vegar um land, verð-
ur hið sama uppi á teningnum varðandi verzlunina, enda
þótt félögin hafi unnið mörg stórafrek fyrir atvinnulíf
félagsmanna og þjóðarinnar allrar. Það má heita sama,
hvaða landsfjórðung farið er um; alls staðar blasa við
augum ný verzlunarhús kaupfélaga, alls staðar aka nýjar
og fullkomnari bifreiðar kaupfélaganna hlaðnar vörum
um héruð. Sjálfsagt geta flestir samvinnumenn fundið
einhvern galla á starfinu í sínu héraði. Seint verður það
fullkomið. En allt er þetta gert til þess að bæta dreifing-
arkerfið og koma vörum á fljótari hátt og ódýrari til fé-
lagsmanna eða frá þeim, og allt er þetta gert að ráði beztu
manna í hverju félagi, því að lýðræðislegri verzlunarskip-
an hefur enginn bent á enn.
*
Þótt vel hafi verið unnið fyrir verzlunina undanfarin ár,
blasa nú stærri verkefni við augum. Nýjar verzlunarað-
ferðir hafa verið teknar upp víða um lönd og hafa ger-
breytt skipulagi flestra smásölubúða. Þessar nýju búð-
ir, sjálfsafgreiðslubúðirnar svonefndu, hafa reynzt ódýr-
ari, þægilegri og skemmtilegri en gamla kerfið með sín-
um búðardiskum. Þessi nýja búðaskipan hlýtur því að
koma einnig hingað til lands, þar sem hún á við, og hafa
samvinnumenn, bæði forystumenn Sambandsins, einstak-
ir kaupfélagsstjórar og starfsmenn sýnt málinu mikinn
áhuga og aflað mikillar undirbúningsþekkingar.
3