Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Side 7

Samvinnan - 01.02.1954, Side 7
„Það eru kröfur bcenda, að sveitirnar eigi að sitja fyrir um rafmagn frá hinum nýju stórvirkjun■ um.“ Myndin er tekin við Laxárvirkjunina nýju. félögum virðist ganga treglega að nema lönd og ná valdi yfir viðskipt- um í bæjunum, nema bændur úr ná- grenni standi að bakhjalli. Ennþá munu bændur lengi standa í sóknar- broddi samvinnumanna. Þótt tækni hins nýja tíma komi búnaði til hjálpar og geri bústrit létt- ara en áður, eiga þó sveitirnar og sjálfstæð þjóðleg sveitamenning meira í vök að verjast en nokkru sinni fyrr. Ahrifavald bænda fer þverrandi í þjóðlífinu með vexti bæjanna, og á- hættan vex, að þeirra mál verði fyrir borð borin.Ekkert getur bjargað nema meiri samstaða, meiri samvinna, eigi aðeins á viðskiptasviði, heldur á öll- um sviðum. Hér að framan er á það bent, að sterk andleg hreyfing, óhlut- rænn félagsskapur áhugamanna, stóð að hinni sterku og hlutrænu sam- vinnuhreyfingu í Þingeyjarsýslu í upphafi og hélt kyndli hugsjónarinn- ar á lofti, svo að bjart var á vegi og auðrötuð Ieið fyrir fyrstu samvinnu- félögin. Sömu mennirnir, sem stóðu að stofnun Kaupfélags Þingeyinga, reistu Samband ísl. samvinnufélaga tuttugu árum síðar; þar var sama hugsjónin, sem á bak við lá, sami kyndillinn sem lýsti. Ennþá er okkur arftökum og upp- eldissonum frumherjanna ljóst, að ekkert hlutrænt starfsfélag getur orð- ið lángott, ef þessi kyndill slokknar, ef það á ekki innan vébanda sinna fastan kjarna áhugamanna, sem trúa á hugsjón þess og horfa fram hjá stundarhag. IV. Bændafélag Þingeyinga var stofnað 28. ágúst 1949. Stofnendurnir voru flestir rosknir menn og þó í fullum starfshuga. Þeir mundu störf K. Þ. meðan enn naut frumherjanna og var vel ljóst, að bak við þróun samvinn- unnar stóð sá áhuga- og hugsjóna- eldur, sem að framan er nefndur. Stofnendur bændafélagsins hugðu að endurvekja í héraðinu félagsskap áhugamanna, líkan þeim, sem stóð að stofnun kaupfélagsins og starfi þess á fyrstu áratugunum. Starfsaðferðum þessa félagsskapar vildu stofnendur bændafélagsins beita að viðfangsefn- um nútímans. Allir félagar bændafélagsins skulu mæta á fundum þess, einum eða fleir- um árlega; það eru héraðsfundir, þar sem eigi eru mættir kjörnir fulltrúar, heldur áhugamenn úr öllum sveitum. Þar eru rædd öll áhugamál fundar- manna, og þó sérstaklega allt, sem varðar hag bænda og menningarmál sveitanna. Fimm manna stjórn er í félaginu, er heldur marga fundi árlega, stjórn- inni er falin varðstaða um málin, sem rædd eru á almennu fundunum, hún getur einnig átt frumkvæði að mál- um. Félagið gerir sér far um að birta ályktanir sínar, bæði almennra funda og stjórnarinnar. Þær eru sendar við- komandi stjórnarvöldum og blöðum og fréttastofu útvarpsins. Það telur verst hin þöglu svik að þegja við öllu röngu. Á öðru starfsári sendi félagsstjórn- in áskoranir til fjölda bænda víðsveg- ar um land um það, að þeir gengjust fyrir líkum félagsskap í sínum héruð- um. Nokkur velviljuð svör komu. En flest voru bréfin þöguð í hel. Stjórn- málaflokkarnir voru hræddir við hreyfinguna, ef hún næði útbreiðslu. Þeir liéldu að hún gæti hrist steina úr flokksmúrunum, þar sem sízt skyldi. Bændafélag Þingeyinga fékk í bráðina engin bræðrafélög. Það hélt sínum starfsháttum og tók djarft á málum. Ymsum ályktunum þess var veitt mikil athygli. Félagið gekkst meðal annars fyrir undirbún- ingi að stofnun byggðasafns og hér- aðsskjalasafns. Menn úr stjórn þess beittu sér fyrir endurreisn hins gamla „Bókasafns Þingeyinga“, sem lá und- ir skemmdutn sakir illra húsakynna og vanhirðu. Nú hefur safnið fengið vegleg húsakynni í húsum K. Þ. og eljumikinn umsjónarmann, sem beit- ir sér fyrir þróun safnsins af alhuga. Stjórnarnefndarmaður úr bændafé- laginu situr á Búnaðarþingi og ann- ar á stéttarþingi bænda. Á báðum þingum hafa tillögur bændafélagsins vakið öldurót, sem hrært hefur heppi- lega hinn lygna sjó þessara vatna. V. Það bar til sumarið 1953, að tveir menn úr stjórn Bændafélagsins bittu að máli fulltrúa úr Árnessýslu á að- alfundi SÍS að Bifröst í Borgarfirði. Þar kom máli Þingeyinga og Árnes- inga, að þeir ákváðu að reyna að 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.