Samvinnan - 01.02.1954, Page 8
vekja öfluga hreyfingu, bæði í Árnes-
sýslu og Þingeyjarsýslu, og krefjast
þess, að orku hinna nýju virkjana við
Sog og Laxá væri fyrst og fremst beint
til sveitanna, áður en atvinnuvegir
bæjanna glej^ptu bana alla til nýrra
fyrirtækja, sem drægju til sín fólkið
úr sveitunum. Þeim fannst eðlilegt og
sjálfsagt, að héruðin, sem legðu fram
vatnsorkuna til hinna nýju stöðva
og voru þeim næstar. Árnessýsla og
Þingeyjarsýsla, ættu forrétt orkunn-
ar að öðru jöfnu.
Bændafélag Þingeyinga boðaði til
almenns bændafundar fyrir allt hér-
aðið, í ágústmánuði, að Laugaskóla.
Þar voru mættir um 150 bændur, úr
öllum sveitum sýslunnar.
Nokkrir áhugamenn úr Norður-
Þingeyjarsýslu voru gestir fundarins.
Þessum fundi barst skeyti um odd-
vitafund í Árnesþingi, sem haldinn
var samtímis. Umræðuefni beggja
fundanna var hið sama: Rafmagn á
hvert heimili í sveitum. Kröfur beggja
voru fyrst og fremst, að sveitirnar
ættu að sitja fyrir um rafmagn frá
hinum nýju stórvirkjunum og lagnir
væru gerðar urn þéttbýli sveitanna hið
bráðasta.
Þingeyingar og Árnesingar hafa síð-
an hamrað á þessum málum fund eft-
ír fund. Bændur í öðrum héruðum
hafa farið að þeirra dæmi. Herópið
í ávarps-fundarboði Þingeyinga:
„Rafmagn á hvert heimili í sveit-
um“, bergmálaði um allt land. Ey-
firðingar og Norður-Þingeyingar
krefjast rafmagns frá Laxá. Rangæ-
ingar og Skaftfellingar vilja, að Sogið
lýsi og vermi allt Suðurláglendið,
Borgfirðingar krefjast nýrra lagna frá
Andakíl. I öllum öðrum héruðum er
hrópað á nýjar virkjanir.
Stjórnmálaflokkarnir voru að bræða
sig saman um nýja ríkisstjórn þessa
hlýju haustdaga, þegar hin sterka
„rafalda“ fór um landið. Undanfarin
ár hefur allt gengið hinn mesta seina-
gang um raflagnir til sveita. Það er
eins og þingið sé hrætt við að fá raf-
magnshögg, ef það snertir við að
leggja raflínu.
Það hefur tekið í ríkissjóð milljóna
tugi með tollum á vörum til rafstöðva
og raflagna, en veitt lítilf jörlega
styrki og lán, og kastað frá sér allri
ábyrgð um meðferð fjárins í hendur
óábyrgrar nefndar.
„Hcraðsrafveitur greta orðið ódýrari, ef brend-
ur mvhduðu sjálfir vinnuflohka innan hérað-
anna, sem önnuðust raflagnir."
Varla er það efamál, að hin sterka
,.rafalda“, sem Þingeyingar og Árnes-
ingar vöktu, hefur knúið stjórnar-
flokkana, sem nú eru, til stórra lof-
orða um raflagnir til sveita. En ekki
var þing fyrr komið saman en stjórn-
in hafði albúið fjárlagafrumvarp, þar
sem brigður voru á loforðunum, og
borið við fjárþröng. Hið sama frum-
varp hækkar þó enn einu sinni flestar
greinar til rekstrarútgjalda ríkisins.
Enn eru flutt frumvörp um nýjar
nefndir og ný embætti. Nefndir eru
nýir „Iagaprófessorar“ og nýr „skrán-
ingarstjóri“.
Auðséð er á öllu, að ekki veitir
þingi og stjórn af auknum þunga al-
mannaviljans í sveitunum, ef stór
spor á að stíga í raforkumálum. Vel
væri það, að þingið vissi, að þeir þing-
menn mega ekki vænta endurkjörs,
sem ráð hafa með aura til lagaprófess-
oranna nýju og „skráningarstjórans“,
en enga finna til efnda á raforkumál-
um. T fyrrakvöld kom í Ijós í þing-
fréttum, að ríkið hefur haft stórvirkj-
anirnar að féþúfu og tekið af þeim
hátt á þriðja tug milljóna í tolla auk
alls, sem það hefur tekið af smærri
virkjunum og öðrum raforkunotum;
það er sennilega miklu meira fé en
það hefur lagt fram til þeirra mála á
sama tíma.
VL
Á þessu hausti hafa gerzt þau
stórtíðindi í samvinnumálum bænda,
sem sagan mun geyma um aldur,
líkt og upphaf búnaðarfélaganna og
samvinnufélaganna um viðskipti. Á-
hugamenn úr bændastétt hafa í
mörgum héruðum samtímis bundizt
samtökum um að hrinda fram að-
stoð ríkisvaldsins í velfarnaðarmáli
fvrir héruð sín. Þegar til slíkra sam-
taka hefur einu sinni verið stofnað,
munu þau síðar taka fleiri mál.
En raforkuþörfin er brýnasta mál
sveitanna eins og nú stendur, og er
heppilegt að samtökin snúi sér að
því einu fyrst um sinn með þeirri
leikni, þrautseigju og eljuþrótti, sem
margir einstakir bændur hafa sýnt
á undanförnum árum um að gjör-
breyta búnaði sínum eftir kröfum
þeim, sem tækni nútímans gerir til
allra atvinnugreina. í Þingeyjarsýsl-
um og við Eyjafjörð eru slík félög
áhugamanna þegar komin á stað.
Þar er sarna Berurjóðrið og fyrstu
kaupfélaganna og sambands þeirra.
VII.
Hinar eldri virkjanir við Sog og
Laxá fóru nær einvörðungu til að
fullnægja raforkuþörf bæjanna.
Bændur þögðu og gleymdust. Raf-
orkan er nú á dögum afl þeirra hluta,
sem gera skal. Ný fyrirtæki og at-
vinnugreinar byggðu á þessari orku
í bæjunum og kölluðu til sín unga
fólkið úr sveitunum. Rosknu bænd-
urnir voru eftir aflvana og börðust
enn við kuldann og myrkrið.
Ef bændur þegja enn, munu þeir
aftur gleymast og allur nýi orku-
aukinn enn fara til bæjanna. Bæjar-
búar munu enn þá segja, að ekki
borgi sig „að leiða rafmagn um dreif-
býlið“. („Dreifbýli“ er nýyrði, háð-
ungarnafn Reykvíkinga á sveitun-
um. Líkingin er þó tekin úr sveita-
máli. Reykjavík er hin mikla og
góða heyfúlga, sveitirnar fánýtar
fokdreifar).
Hér dugar ekki, að hver bóndi
nöldri í barm sinn í sínu horni, radd-
irnar verða að vera háværar og
samhljóma, svo ekki gefist valdhöf-
um svefnfriður. Rafmagnið flytur
eigi aðeins sveitaheimilum jafnrétti
til þæginda heldur einnig nýja at-
vinnu í sveitirnar, þar mun rísa
iðnaður smærri og stærri, þar sem
iðnaðarmenn búa við olnbogarými.
Þróun framtíðarinnar getur orðið, að
munurinn fari minnkandi milli
(Framh. d bls. 18)
8