Samvinnan - 01.02.1954, Side 15
lega, fagurlega — eins og henni sé engu síður umhugað
um það en mér, að allt gangi að óskum. Við verðum að
leggja allt okkar traust hvort á annað; eyðilegging ann-
ars hlýtur að kalla tortímingu yfir hitt. Við höfum lokið
þessu flugi yfir úthafið — hvorki ég né hún.
Eg er í 4000 feta hæð, þegar ég sé í bjarma á lofti fram
undan. Þegar nær dregur, er sem milljónir ljósa kvikni
í mj^rkrinu. Þetta eru ljósin í París. Stjörnubjartur reit-
ur undir stirndum himni. Smám saman sést móta fyrir
götum, görðum og byggingum; í miðjum reitnum gnæfir
upplýstur turn. Það er Eiffelturninn. Ég flýg einn hring
umhverfis hann.
Bourget-flugvöllur er ekki sýndur á kortinu mínu. Eng-
inn, sem ég talaði við heima, gat gefið mér ákveðnar upp-
lýsingar um staðsetningu hans. „Þetta er stór flugvöll-
ur,“ voru menn vanir að segja, „fljúgðu norðaustur fyrir
borgina, og þá er engin hætta á, að þú villist fram hjá
honum.“ Ég teikna hring á kortið mitt, þar sem völlur-
inn ætti að vera, og nú er flugvélin yfir úthverfum París-
ar og stefnir á miðju þessa hrings.
Ég kem auga á stóra, dökka skák til vinstri handar. En
getur það verið, að völlurinn sé staðsettur í svo miklu
þéttbýli? A aðra hönd eru þúsundir ljósa; sennilega stafa
þau frá stórri verksmiðju. Mér finnst að vísu ótrúlegt, að
völlurinn sé nærri þess konar byggingu, en ég má ekki
gleyma því, að ég er staddur í Evrópu, þar sem annar-
legir siðir ríkja.
Ég tek að draga úr benzíngjöfinni og lækka flugið. Ég
beini vasaljósinu mínu til jarðar og gef Ijósmerki. Ekk-
ert svar.
Þegar ég halla vélinni, sé ég betur til jarðar. Skuggarn-
ir fyrir neðan mig fá á sig ákveðna lögun. Víst er þetta
flugvöllur. Ég sé móta fyrir stórum flugskálum, sem
standa í röð, og nú kemst ég að raun um, að ljósin, sem
ég sá áðan, stafa ekki frá verksmiðju, heldur bílum, sem
virðast standa í þéttri röð á veginum handan skálanna.
Ég flýg í nokkra hringi, meðan ég er að lækka flugið,
og reyni að gera mér grein fyrir legu vallarins með því að
rýna út í myrkrið. Þegar ég er kominn niður í þúsund
feta hæð, kem ég auga á illa lýstan vindhana á þaki eins
skálans. Nú get ég glöggvað mig á vindáttinni, og mér
virðist, að ég verði að fljúga yfir ljóskastarana og renna
síðan vélinni skáhallt yfir völlinn í áttina frá flugskál-
unum. Upplýsta svæðið er tæplega nógu stórt til þess að
lenda á því, en þar sem Le Bourget er meiri háttar flug-
völlur, verð ég að treysta því, að dimma svæðið handan
við sé einnig autt.
Ég hækka flugið upp í 1000 feta hæð og flýg ofurlítið
til baka, áður en ég sný við og renni vélinni síðasta spöl-
inn niður á völlinn. En hvað þessi lending er undarleg.
Hreyfingar mínar eru vélrænar og óvissar, eins og ég
væri að koma úr fyrsta einfluginu mínu. Ég óttast þessa
annarlegu tilfinningu. Ég hef aldrei fundið til hennar áður.
Nú eru aðeins 100 metrar til flugskálanna, sem gnæfa
eins og björg upp úr myrkrinu. Ég er kominn niður fyrir
þök skálanna — beint áfram — hár hvellur í hreyflinum
— yfir lýsta svæðið — varlega nú — þú ert þreyttur. Ég
hef aldrei áður lent þessari vél í myrkri. Ennþá er hraðinn
of mikill — stélið of hátt. Á ég að hækka flugið og reyna
síðan á nýjan leik? Hjólin snerta jörðina mjúklega. Upp
aftur? Nei, áfram skal haldið. Niður — upp — og aftur
niður; nú snart afturhjólið líka. Þetta var ekki sem verst,
en nú er ég kominn yfir lýsta svæðið. The Spirit of St.
Louis snýst í hringi og staðnæmist síðan heilu og höldnu
á miðri flugbrautinni.
Ég sný vélinni og bý mig undir að aka henni í áttina
til ljósanna og flugskálanna, en þá sé ég, að brautin fram
undan er alþakin hlaupandi fólki.
Ég var alveg óviðbúinn þeim stórkostlegu viðtökum,
sem mér voru búnar á Bourget-flugvelli. Ég hafði enga
hugmynd um, að menn hefðu fylgzt svo vel með ferða-
lagi vélarinnar; mér kom heldur ekki til hugar, að nokk-
urt samband væri á milli komu minnar og bílaþvögunn-
ar, sem ég sá á veginum. Mig grunaði sízt, að á samri
stund og hjólin snertu flugbrautina, þustu tugþúsundir
manna og kvenna fram hjá herliði og varðmönnum inn
á völlinn, yfir girðingar og hvað sem fyrir varð.
Mér hafði tæplega gefizt tóm til að stöðva hreyfilinn,
þegar þá fyrstu bar að flugmannsklefunum. Okunn and-
lit í tugatali gægðust inn um gluggana. Nafn mitt var
hrópað aftur og aftur með annarlegum hreim. Flugvélin
titraði undan ágangi múgsins. Ég heyrði hljóð frá brotn-
um viði og rifnum striga, þegar minjagripasafnarar réð-
ust viti sínu fjær á vélina.
Ég opnaði dyrnar og bjóst til að stíga niður á jörðina.
En tugir handa hrifu mig til sín og hófu mig á loft. Eng-
inn gaf orðum mínum gaum. Þúsundir radda runnu sam-
an í kór. Ég Iá flatur ofan á mannfjöldanum. Mér fannst
ég vera að drukkna í mannhafinu, sem umkringdi mig
á allar hliðar svo langt sem augað eygði. Flugvélin hvarf
sjónum mínum.
Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir, hversu langur
tími leið, þangað til einhver tók flughúfuna af höfði mér
Traustar hendur þrifu til mín. Ég heyrði nafn mitt sagt
greinilegar. Og allt í einu stóð ég á eigin fótum — á evr-
ópskri grund. Einhver tók í handlegg minn, og ég hélt
hægt af stað gegnum þvöguna, án þess að nokkur tæki
eftir mér. (Framh. d bls. 23)
»>>
Franski visinda- og stjórnmálamaðurinn M. Paul Painlevé óskar Lindberg
til hamingju með afrekið.
15