Samvinnan - 01.02.1954, Page 18
V
STARFSSVIÐ SAMVINNUNNAR
(Framh. af bls. 8).
byggða og bæja. Byggðin þéttist og
vegalengdir skipta minna máli vegna
aukinnar samgöngutækni. Það verð-
ur talið sjálfsagt, að hvert byggt ból
eigi rétt á allri þjónustu ríkisvaldsins,
sem er undirstaða þess, að nútíma-
menningarlífi verði lifað. Allir menn
eru ríkinu skattskyldir og skyldir
til margháttaðrar þjónustu og kvaÖa,
hvar sem þeir búa. A sama hátt
ættu allir að eiga jafnan rétt til allr-
ar þjónustu ríkisins, sem er óendan-
lega margháttuð. Hér skal aðeins
bent á, að þegar ríkið leggur fé til
rafvirkjana, sem er erlend gjöf til al-
þjóðar, ættu allir vissulega að eiga
jafnan rétt til rafmagnsins, Iíkt og
nú er til póstsins, símans og vegarins.
VIII.
Hér að framan hefur verið reynt að
safna rökum þess að nauðsyn er, að
„rafalda“ sú sem reis í sveitunum í
haust, hjaðni ekki gárulaust í blíða-
logni við hina sléttu sanda flokka-
samtakanna og venjanna, hjá stjórn-
arvöldunum, heldur verði varanleg,
nokkurskonar andlegur golfstraumur,
sem geri sveitabyggðina blómlega á
næstu áratugum. Nú mun bent á
nokkrar kröfur, sem allir bændur
ættu að geta sameinast um í raforku-
málunum.
1. Bændur ættu að sameinast um
þá kröfu, að orku hinna nýju stór-
virkjana verði fyrst og fremst veitt
um þœr sveitir, sem þeirra geta not-
ið, og nálceg kauptún, sem ekki hafa
vatnsaflsstöðvar. Allt Suðurláglend-
ið mun geta notið Sogsins, og allur
Reykjanesskaginn, en Laxár öll
Þingeyjarsýsla austan Þistilfjarðar og
öll Eyjafjarðarsýsla, þegar frá eru
skildir í þessum héruðum öllum
nokkrir afskekktir bæir og byggðar-
hlutar. Samkvæmt þeim áætlunum,
sem raforkumálastjóri hefur leyft
blöðunum að birta, ætti þetta ekki
að vera fjárfrekara en svo, að fram-
kvæma mætti á næstu þrem árum.
Það er óforsvaranleg sóun á verð-
mætum að láta afl hinna nýju virkj-
ana lengi ónotað. Ef bæirnir eru látnir
gleypa þessa raforku og stofna með
henni nýjan atvinnurekstur, mun
sveitafólkið ennþá brott leita.
2. Ríkið hefur ekki gengið inn á,
að lagðar yrðu rafveitur um sveitir,
þar sem meira en einn kílómetri
Iínulengdar kemur á býli til jafnaðar.
Þessa reglu þarf að endurskoða.
Stórbýli, þar sem lengra er bæja á
milli, hafa meiri orkuþörf en smábýli.
Víða eru skilyrði til að byggð þétt-
ist á næstu árum, og mundi raflögn
að því stuðla.
3. Jafnframt því sem orka Sogs og
Laxár er fullnýtt fyrir nálæg héruð,
þarf að undirbúa og leggja fullnaðar-
ácetlun fyrir virkjanir í öðrum hér-
uðum. Skagfirðingar vilja fullnýta
orku Gönguskarðsár, ef til vill virkja
við Skeiðfossvirkjun í Fljótum, og
tengja síðan þessar virkjanir við
Skeiðfossvirkjun í Fljótum, og máske
við eyfirzkar taugar frá Laxá.
Borgfirðingar vilja fá raflagnir sem
fullnýta orku frá Andakíl, og ef til
vill tengsli við Sogið.
Skemmra er komið áleiðis í öðrum
héruðum, en allsstaðar er hreyfing
vöknuð. Húnvetningar, Vestfirðingar,
Dalamenn, Snæfellingar, Austur-
Skaftfellingar og Múlsýslungar þurfa
að sækja fast að fullrannsakað verði
nú þegar, hversu hagfelldast sé að
fullnægja orkuþörf þeirra, og að
hafinn verði undirbúningur að virkj-
un fyrir öll héruð, bæði tæknilegur
og ákveðið verði, hversu afla skuli
fjármagns: Heildarskipulag og fram-
kvæmdaácetlun fyrir allt landið þarf
að finna.
4. I haust hafa bændur sameinazt
innan hvers héraðs og gert réttmæt-
ar kröfur um raforkuframkvæmdir,
hverjir hjá sér. En hreyfingin má
ekki staðna í togstreitu milli héraða,
þar sem allir yrðu slippifengir. Ef öll
þjóðin legst á eitt, ættu allar sveitir,
sem geta náð til rafmagns frá virkj-
unum, sem nú eru komnar, að geta
fengið rafmagn á næstu þrem árum.
Það tekur því þá varla að metast
um, hver sveitin verður árinu fyrri.
Þessi þrjú ár verður einnig að nota
til þess að undirbúa virkjanir í öðr-
um héruðum. Að þessu marki ættu
allir bændur Iandsins að sækja ein-
huga.
En það er margt fleira, sem lands-
samtök bænda í raforkumálum þurfa
að beita sér fyrir, svo takmarkið ná-
ist: Rafmagn á hvert sveitaheimili.
5. Ennþá er órannsakað, víða um
land, hvort betur hentar að veita
rafmagni frá stórvirkjun til ein-
stakra bæjahverfa eða byggja einka-
vatnsaflsstöðvar, þar sem nægt
vatnsafl er fyrir hendi. Þessi rann-
sókn þarf að fara fram nú þegar, og
leggja heildarácetlun um það í hverju
héraði, á hvern hátt hvert heimili á
að öðlast rafmagn.
A síðari árum hafa verið reistar
allmargar einkarafstöðvar. Lán úr
raforkusjóði hafa fengizt fyrir nokk-
urn hluta kostnaðar. Tollar á efni til
stöðvanna og vélum hafa verið svo
háir, að stundum hafa lánin gert
lítið betur en að ncegja fyrir tollun-
um. Samskonar tollafargan liggur á
stórvirkjunum. Ríkið hefur haft
allar raforkuframkvæmdir að féþúfu,
sennilega í talsvert stærri stíl en lagt
hefur verið fram beint úr ríkissjóði
til raforkumála seinni árin. Sumar
vörur sem nauðsynlegar eru til þess
að nýta rafmagn á heimilum munu
að vísu fást gegn bátagjaldeyri.
Þetta er skollaleikur, sem verður
að falla niður. Ef ríkisvaldinu er al-
vara með það að vilja gera raf-
magnsnotkun almenna, ætti fyrsta
skrefið að vera að fella tolla af öllu
efni til nýrra raforkuframkvcemda
hvort sem eru virkjanir, lagnir utan-
húss eða innan eða nauðsynleg tæki
innanhúss. Tollurinn hleður um sig,
verzlunin leggur á tollinn og toll-
heimtan er dýr svo betur notast að
fella tollinn en að borga hann aftur
úr ríkissjóði sömu aðilum og greiddu
hann.
6. Nú er margt býla víðsvegar um
land sem ekki geta vænzt rafmagns
frá vatnsorkustöðvum stærri eða
smærri. Þessum bcendum verður einn-
ig að hjálpa og það risnulegast, því
ætíð verða þeir að búa við meiri
reksturskostnað. Þetta má gera með
ódýrum lánum, með því að aflétta
tollum á efni til stöðva þeirra og
endurgreiða þeim tolla af eldsneyti.
18