Samvinnan - 01.02.1954, Side 19
7. Rafnotenda samtökin verða að
geeta réttar þeirra sem rafmagn kaupa
í sveitum. Eins og allir eiga jafnan
rétt til vegar, pósts og síma, eins og
eitt skal bensínverð um land alit,
eins eettu allir að fá rafmagn sama
verði frá ríkisveitum og búa við sömu
kjör að öllu. En það er nú öðru nær.
Kauptúnsbúinn borgar fá hundruð
fyrir innlögn rafmagns í hús sitt.
Bóndinn verður að borga heimtauga-
gjald sem veltur á tugum þúsunda.
Auk þess eru reglur um álagningu
heimtaugagjalds mjög óréttlátar og
valda ósanngjörnu misrétti milli ein-
stakra bænda. Þessar reglur þarf
allar að endurskoða, áður en hafizt
er handa um raflagnir til sveita í
stórum stíl.
Rafmagnsverðið er reiknað eftir
allt öðrum reglum og oftast óhag-
stæðara til bænda en kaupstaðabúa.
Þetta þarf að leiðrétta og endur-
skoða, og vinna að jafnrétti. Sérstak-
lega má benda á óhóflega hátt verð
á rafmagni til súgþurrkunar, en það
er eingöngu notað um hásumarið,
þegar mikið rafmagn er aflögu.
IX.
Nú hefur verið bent á nokkur at-
riði, þar sem bændur ættu að gera
samstæðar kröfur til ríkisvaldsins.
Hins vegar hygg ég að héraðssam-
tök gætu nokkuð stuðlað að því, að
raflagnir um sveitir yrðu kostnaðar-
minni.
Raflagnir hér um sveitir hafa verið
lagðar af aðkomnum vinnuflokkum.
Bændum sem á horfa, þykir verkið
seint sækjast. Kunnugir telja, að
meir sé þó um að kenna slæmri til-
högun og verkstjórn, en slæpings-
hætti verkamanna. Oft hefur virzt
standa á efni, svo vinnan varð óhag-
anleg, en hinir aðkomnu menn þurftu
auðvitað kaup sitt, þótt verkefni
vantaði.
Byggingaframkvæmdir verða yfir-
leitt ódýrari í sveitum en kauptún-
um. I sveitum vinna oft engir að
byggingum á háu fagmannskaupi, og
ekkert er lagt á vinnu af verkhöfum.
Heimamenn og bóndinn sjálfur gæta
þess að hver vinnustund og allt efni
nýtist til fullnustu.
Hér um sveitir er fjöldi mjög verk-
snjallra ungra manna og fjölhæfra,
sem leggja sig alla fram um að nota
„RafmagniO flylur eigi aðeins sveitaheimilinu
jafnrétti til þceginela, heldur einnig nýja alvinnu
i sveitirnar." Rœktun við rafljós er enn á til-
raunastigi, en hefur þó gefið góða raun i garð-
yrkjuskólanum i Hveragerði. Myndin er af sykur-
mais i islenzku gróðurhúsi.
vélar og tæki til þess að létta öll
störf og gera bændum kleifar þær
stórframkvæmdir á byggingum og
ræktun, sem í flestum sveitum blasa
við augum vegfaranda. Bændur befðu
aldrei haft ráð á að standa í slíkum
framkvæmdum, ef þeir hefðu þurft að
sækja fagmenn í kauptúnin og borga
þeim taxtakaup, svo sem tilheyrir
hverri sérgrein, og álag iðnmeistara.
Ég hygg, að héraðsrafveitur gætu
orðið ódýrari, ef hinir verksnjöllu
ungu menn, sem reist hafa flestar
byggingar í sveitum, mynduðu
vinnuflokka innan héraðanna, sem
önnuðust raflagnir, og aðeins einn
sérfræðingur á hverjum stað. Ekki
yrði hafizt handa, fyrr en allar teg-
undir efnis væru við hendina. Hver
bóndi ætti að mega, ef hann vildi,
grafa í ákvæðisvinnu fyrir staurum
að sinni heimtaug, flytja staurana á
sinni dráttarvél, o. s. frv. Eg hygg að
flestir sveitamenn muni skilja, að
rafveitur yrðu ódýrari með þessu
móti, auk þess sem verkalaun koma
inn í héruðin, þau árin sem greiða
þarf heimtaugargjöldin. Ekki er ó-
eðlilegt að minna yrði unnið að öðr-
um framkvæmdum meðan héraðið
væri að rafvæðast, og væri því laust
vinnuafl.
X.
Við samvinnumenn skuldum kaup-
félögum okkar og sambandi þeirra
marga þjónustu, sem stundum vill
gleymast, af því hún þykir eins
sjálfsögð og umhyggja foreldra fyrir
barni. Þau eru allsherjar viðskipta-
miðill manna á milli, innan héraðs
og um allt land. Frá fyrstu tíð var
„kaupfélagsinnskrift“ talin jafngilda
peningum og svo er enn. T. d. fóru
nær allar greiðslur fjárskiptanna
gegnum kaupfélögin, og banka-
greiðslur bænda annast þau að
mestu. Oft lána þau byggingarefni,
unz lán koma frá bönkum. Þau ann-
ast um að skapa verðmæti úr öllu,
sem búin framleiða, og annast um
geymslu þess. Þau útvega með lítilli
álagningu áburð og fóðurvörur. Hér
norðanlands hafa birgðir kaupfélag-
anna oft verið aðal björgin í vorharð-
indum.
Þann veg mætti lengi telja. Auk
allrar þessarar þjónustu samvinnu-
verzlana, sem engum dettur í hug að
kaupmaður sé skyldur að sinna, selja
þau sömu vörur og kaupmennirnir, oft
lægra verði en þeir, og skila þó er
árin renna álitlegum fúlgum í sjóði
félagsmanna, og eiginsjóði félaganna,
er standa í mikilsverðum byggingum
og fyrirtækjum, sem eru sameign.
Þetta þykir okkur með réttu sjálf-
sagt og teljum það hlutverk félaganna
að styðja öfluglega hvert nauðsynja-
mál, hverjar hagnj'tar framkvæmdir
eða menningarmál héraðanna.
Kaupfélögin og S.I.S. eiga að veita
öfluga hjálp til þess að koma raf-
magni inn á hvert sveitaheimili á
sem skemmstu árahili.
Mikill kostnaðarliður við rafbún-
að hvers heimilis er efni og vinna að
rafleiðslum innan húss, og öll þau
mörgu tæki, sem nýting rafmagnsins
þarfnast. Þetta fá menn með ýmsu
verði frá heildsölum og smásölum.
Verkið annast dýrir fagmenn, sem
fæði heimta ókeypis og ferðakostnað,
og oft leggja rafvirkja-„firmu“ á
vinnu þeirra.
Ég hygg að kaupfélögin og S.I.S.
gætu þarna stórum létt: Keypt í stór-
kaupum allt innlagnarefni og nauð-
synlegustu raftæki, sem hvert heim-
ili þarfnast, og selja félagsmönnum
með kostnaðarverði, líkt og gert hef-
ur verið með fóðurvörur og áburð.
Félögin ættu síðan að hafa í þjón-
ustu sinni rafvirkja, sem stjórnuðu
innlögnum í hús manna og hagnýttu
hjálp heimamanna, svo sem unnt er.
19