Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Page 20

Samvinnan - 01.02.1954, Page 20
MeS þessu móti yrði gengið að því að rafvæða sveitirnar með samskonar eljuþrótti og hagsýni og beitt hefur verið síðasta áratuginn við bygging- ar og ræktun í sveitum landsins, og þar legðu vinnuflokkar héraðsbúa og kaupfélögin stóran skerf. I upphafi þessa máls benti ég á, hversu hin virka samvinnuhrevfing þróaðist í fyrstu upp úr hugrænum félögum áhugamanna. Eg sagði rrá hreyfingunni, sem leiddi að því, að bændafélagið var stofnað í Þingeyjar- sýslu eftir fyrirmynd hinna fornu þingeysku félaga. Bændafélagið fékk ekki bergmál sinnar hrópandi raddar í eyðimörkinni, fyrr en nú í sumar, að hin mikla rafalda reis, af lygnum sæ, og fór kringum landið allt. Það er trú mín, að hreyfing þessi verði að landssamtökum, sem í fyrstu hafa einvörðungu raforkumál sveit- anna á dagskrá og knýi þau fram til sigurs. En þegar stundir líða munu fleiri og fleiri hagsmunamál og menn- ingarmál sveitanna verða knúð fram af líkum samtökum. Samvinna bændanna hefur að þessu runnið í þrem aðgreindum far- vegum: E Samvinnufélög hafa annazt verzl- un og viðskipti. 2. Bimaðarfélög og sérgreinar þeirra hafa annazt ræktun jarðar og bú- fjár. 3. Stéttarsambandið fjallar um verðlag afurðanna. Ef raforku- samtök fara rétt að, munu þau verða að upptökum hinnarfjórðu meginkvíslar bændasamtakanna. 4. Frjáls og ólögbimdin félög áhugamanna um að vernda hagsmuni sveitanna og hrinda fram menningu þeirra munu rísa í hverju héraði og sameinast til átaka um allt land. Sú kvísl á enn eftir að brjóta sér farveg. En vaxið getur hún svo að straumþunga, ef bændur leggja í hana eljanþrótt sinn og þol- gæði, að engin öfl í þjóðfélaginu, sem sveitunum eru andstæð, megni að standa á móti. Þessar fjórar kvíslar bændasam- taka hafa allar sama upphaf og stefna að einum ósi. Milli þeirra þarf aldrei að gæta andstreymis. Grein þessari er lokið skemmstan daginn. Hálft ár hefur áhrifavald sól- annnar farið þverrandi. Nú tekur aft- ur að birta. I hálfa öld hefur áhrifavald sveit- anna farið þverrandi í þjóðlífinu. Að- eins með öflugum og alhliða samtök- um bændanna, er tækju sér æ ný verkefni með nýjum tímum, verður við snúið, svo að sveitirnar verði æ öflugri næsta aldarhelminginn. Yztafelli 22. des. 1953. Framleiðsla rafmótora (Framh. af bls. 5) setningarverkstæðið. Eftir að rafvélin hefur verið sett saman, fer fram ná- kvæmt eftirlit á henni og er hún síðan reynd ákveðinn tíma og mæld. Sé ekk- ert athugavert við vélina, er hún mál- uð, sett á hana merki framleiðanda og spjald, sem segir til um spennu vélar- innar, stærð, snúningshraða og ann- að, sem kaupandi þarf að vita um. Verksmiðjan tekur eins árs ábyrgð á öllum rafhreyflum, sem hún framleið- ir. og er í því mikið öryggi fyrir kaup- andann og jafnframt trygging fyrir því, að verksmiðjan framleiðir ein- ungis vélar af beztu gerð. Verulegur gjaldeyrissparnaður er það fyrir þjóðina að hægt er að fram- leiða rafhreyflana í landinu sjálfu. Ymislegt efni til framleiðslunnar þarf að kaupa erlendis, en það er þó að- eins lítill hluti af verðinu. Vinnan er stærsti liðurinn, og þrátt fyrir hátt kaupgjald í landinu, verða hreyflarn- ir samkeppnisfærir um verð við inn- flutta hreyfla. Verksmiðjan er starfrækt af Jötni h.f. og í húsakynnum hans í Reykja- vík, en eins og kunnugt er á Sam- bandið fyrirtækið. Verksmiðjunni veitir forstöðu þýzkur raffræðingur, Joachim Briiss, en hann hefur lengi unnið að framleiðslu rafhreyfla, og átti og starfrækti slíka verksmiðju í Berlín áður en hann kom hingað. I sambandi við verksmiðjuna verður einnig starfrækt verkstæði, sem ann- ast allar viðgerðir á rafhreyflum. Það ber að fagna því, að enn bæt- ist við iðnað landsmanna ný iðngrein, og fer vel á því að það skuli einmitt vera samvinnumenn, sem hér eiga frumkvæðið. L E CORBUSIER (Framh. af bls. 16) ÞESSI SÍÐARI húsagerð stendur í nánu sambandi við tillögur Corbusiers um skipulagningu stórborga. Eru þær kenningar svo gjörsamlega frá- brugðnar því, sem áður þekktist á því sviði, að heita má, að þar standi ekki steinn yfir steini. Hefur Corbusier og óhikað haldið því fram, að rifa ætti heilar borgir til grunna og byggja síð- an á nýjan leik. Hann leggur mikla áherzlu á, að borgarbúinn hafi sem bezt skilyrði til þess að njóta sólar og útiveru. íbúðarhúsnæði allt er í sam- byggingum, 17—20 hæða, en iðnaðar- og verzlunarhúsnæði í ennþá hærri byggingum. Fjarlægðir milli húsa eru mjög miklar, sjaldan minni en 400 metrar, húsin eru byggð á súlum og sama er að segja um vegi og akbraut- ir. Má því heita að allt borgarsvæðið sé óslitið garðlendi, þar sem menn geta reikað um óhindraðir sem á ber- svæði væri án þess að þurfa að leggja leið sína yfir umferðargötur eða krækja fyrir byggingar. NÚ MUNU MARGIR ÆTLA, að með þvílíku byggingarlagi hljóti byggðin að verða mjög dreifð og því óeðlilega mikill kostnaður við samgöngur, gatnagerð og þess háttar, en svo er þó ekki. T. d. má geta þess, að íbúafjöldi á hektara í slíkri borg er 1000 á móti 100 íbúum á hektara í hinum svo- nefndu „garðaborgum“ (broadacre cities), sem kenndar eru við bandar- íska byggingameistarann Frank Lloyd Wright. FRAM AÐ ÞESSU hafa hin nýtízku- legu áform Le Corbusiers um skipu- lagningu stórborga ekki náð fram að ganga, nema að tiltölulega litlu leyti. Hinu verður þó ekki neitað, að marg- ar eru þær borgir víða um heim, sem væru fögrum stórbyggingum fátæk- ari, ef hæfileika þessa frábæra lista- manns hefði ekki notið við. Má þar nefna Moskvu, Stuttgart, Genf, París, Marseilles, Algiers, Rio de Janeiro og New York, svo aðeins fá dæmi séu tek- in af handahófi. ÞESS SKAL að lokum getið, að þeg- ar til þess kom að skipuleggja aðal- stöðvar SÞ í New York og ýmsir fræg- ustu byggingameistarar heims voru kvaddir til þess verks, þá var Le Cor- busier að sjálfsögðu í þeirra hópi. 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.