Samvinnan - 01.02.1954, Síða 26
*
*
*
*
*
*
*
*
-K
*
C
E F T I R
ARMEN
PROSPER MÉRIMÉE
„Heyrðu kanarífugl; við munum hittast aftur, áður en
þú verður hengdur. Ég er á förum til Gibraltar í verzlun-
arerindum, en þú munt bráðlega fá fréttir af mér.“
Áður en við skildum, sagði hún okkur frá stað, þar sem
við gætum leitað hælis í nokkra daga. Þannig var Carmen
okkar forsjón. Bráðlega fengum við senda peninga frá
henni — og það sem dýrmætara var: þær fréttir, að tveir
enskir aðalsmenn myndu fara frá Gibraltar til Granada
á tilteknum degi eftir leið, sem Carmen tilgreindi. Þetta
reyndist orð að sönnu. Þessir heiðursmenn áttu næga
peninga. Garcia vildi drepa þá, en El Dancaire og ég
vorum því andvígir. Við tókum aðeins af þeim pening-
ana, úrin — og skyrturnar, en þeirra þörfnuðumst við
sárlega.
Herra minn; þannig geta menn gerzt ræningjar án þess
að vita sjálfir af því. Ég felldi ofurást til stúlku, barðist
við annan mann um ástir hennar, varð valdur að óhappa-
verki. Ég neyddist til að leggjast út og flýja til fjalla, og
fyrr en varði hafði ég breytzt úr smyglara í ræningja. Við-
skipti okkar við ensku aðalsmennina sýndu okkur fram
á, að ráðlegast væri að halda sig í nágrenni Gibraltar, og
eftir þetta höfðum við aðsetur í Sierra de Ronda. Ein-
hverju sinni minntust þér á José-María við mig. Það var
þar, sem fundum okkar bar saman. Hann var vanur að
hafa konu sína með sér á ránsferðum sínum. Hún var fög-
ur kona, hæggerð og lítillát, vel siðuð og orðvör, og hún
var honum mjög trú. Á hinn bóginn gerði hann henni líf-
ið mjög leitt með framkomu sinni. Hann var alltaf að
gera hosur sínar grænar fyrir öðru kvenfólki, hann fór
illa með hana, og stundum átti hann það til að verða af-
brýðissamur. Dag nokkurn særði hann hana með hnífi.
Hún varð honum aðeins ennþá fylgispakari fyrir bragðið!
Konur eru nú einu sinni þannig og sér í lagi þær andalús-
ísku. Þessi kona var hrifin af örinu á handlegg sínum, og
henni þótti gaman að sýna það, eins og það væri fegursti
skartgripur í heimi. Því fór fjarri, að José-María væri góð-
ur félagi.
í einni ránsferð, sem við fórum í félagi við hann, tókst
honum að hremma allan ágóðann, en við sátum uppi með
óþægindin og fyrirhöfnina. En nú verð ég að taka til við
frásögnina, þar sem frá var horfið. Við fengum engar
fréttir af Carmen. El Dancaire sagði: „Einhver okkar
verður að fara til Gibraltar til þess að fá fréttir af henni.
Hún hlýtur að hafa gert einhverjar ráðstafanir. Ég mundi
ekki víla fyrir mér að fara sjálfur, ef ég væri ekki alltof
þekktur í Gibraltar.“ El Tuerto sagði: „Ég er líka vel
þekktur þar um slóðir. Ég hef svo oft leikið á brezku her-
mennina, og þar sem ég er eineygður, er ekki svo auðvelt
fyrir mig að dulbúa mig.
„Ég býst þá við, að ég verði að fara,“ sagði ég og gladd-
ist við tilhugsunina um að fá að sjá Carmen aftur. „En
hvernig á ég að haga ferðinni?“
Hinir svöruðu:
„Þú verður annað hvort að fara sjóleiðis eða landleið-
ina gegnum San Rocco. Þú ræður sjálfur, hvora leiðina
þú velur. Þegar þú kemur til Gibraltar, skaltu ganga nið-
ur að höfninni og spyrjast fyrir um sölukerlingu, sem
nefnist La Rollona. Þegar þú kemst á hennar fund, mun
hún segja þér allt af létta.“
Það varð að ráði, að við færum allir til Sierra, en þar
átti ég að skilja við félaga mina og halda til Gibraltar,
dulbúinn sem ávaxtasali. Þegar ég kom til Ronda, útbjó
einn félagi okkar vegabréf handa mér; í Gaucin var mér
fenginn asni. Ég klyfjaði hann appelsínum og melónum
og hélt svo áfram ferðinni. Þegar ég kom til Gibraltar,
komst ég að raun um, að margir könnuðust við La Roll-
ona, en annaðhvort var, að hún var dauð eða þá farin
ad jinibus terrce, og í huganum setti ég hvarf hennar í
samband við þá staðreynd, að Carmen hafði ekkert lát-
ið frá sér heyra. Ég kom asnanum í hús og tók svo að
reika um bæinn. Eg hafði ávextina meðferðis og lét sem
ég væri að selja þá, en í rauninni ætlaði ég að vita, hvort
ég kæmi ekki auga á einhvern, sem ég þekkti. Bærinn er
fullur af alls kyns lýð frá öllum heimshornum, og að því
leyti svipar honum til Babelsturnsins, að ekki er hægt
að ganga þar tíu skref á götu án þess að heyra að minnsta
kosti jafn mörg tungumál töluð. Ég kom auga á nokkra
tatara, en ekki þorði ég að ræða við þá af trúnaði. Ég var
á varðbergi gagnvart þeim á sama hátt og þeir voru á
varðbergi gagnvart mér. Réttilega töldum við hver aðra
ræningja með nokkurri vissu, en aðalatriðið var að kom-
ast að raun um, hvort við tilheyrðum sama flokki. Dag
einn, þegar liðið var að sólsetri, heyrði ég, að kona kall-
aði til mín niður á götuna: „Ávaxtasali!“ Ég hafði þá
26