Samvinnan - 01.02.1954, Page 29
þú gerðir út af við hann, en“ — bætti hún við með því
djöfullega glotti, sem átti engan sinn líka —“ mér kem-
ur annað og betra ráð í hug. Láttu El Tuerto ganga á
undan, en þú skalt halda þig bakatil við hann. Englend-
ingurinn er hraustleikamaður og góð skytta, og hann á
góðar byssur. Skilurðu?“
Svo rak hún upp hlátur, svo að mér rann kalt vatn
milli skinns og hörunds.
„Nei,“ svaraði ég, „ég hata Carcia, en hann er félagi
minn. Vel má vera, að ég eigi eftir að losa þig við hann
einn góðan veðurdag. En þegar þar að kemur, munum
við gera upp sakir okkar í samræmi við venjur þjóðar
minnar. Þó að ég lifi nú tataralífi fyrir tilviljun eina
saman, mun ég ávallt verða hreinn Navarrobúi í ýmsum
greinum, eins og máltækið segir.“
„Þú ert asni,“ „hrópaði hún, „einfeldningur, sannkall-
aður 'payllo. Þú ert eins og dvergur, sem þykist vera stór,
ef hann aðeins getur spýtt nógu langt. Þú elskar mig
ekki! Burt með þig!“
I hvert skipti sem hún sagði við mig, „burt með þig!“,
gat ég ekki farið. Ég hét henni að fara aftur til félaga
minna og bíða komu Englendingsins. Hún fyrir sitt leyti
Iofaði því að þykjast vera veik, unz hún færi frá Gibralt-
ar til Ronda.
Ég var ennþá tvo daga um kyrrt í Gibraltar. Carmen
gerðist svo djörf að dulbúa sig og heimsækja mig á veit-
ingahúsið, þar sem ég bjó. Svo hélt ég af stað. Ég hafði
afráðið, hvað gera skyldi. Ég hitti félaga mína á hinum
fyrirfram ákveðna stað og flutti þeim fregnina um fyrir-
hugað ferðalag Englendingsins og Carmenar. Ég komst
að raun um, að El Dancaire og Carcia biðu mín. Við
höfðum náttstað í skógi nokkrum og gerðum þar eld af
furugreinum. Ég stakk upp á því við Garcia, að við slægj-
um í spil, og var hann því samþykkur. I annarri umferð
bar ég það á hann, að hann hefði rangt við; þá fór hann
að hlæja. Ég kastaði spilunum í andlit honum. Hann
ætlaði að grípa til byssunnar. Ég steig á hana og mælti:
„Það er sagt, að þú sért öllum föntum fremri við að
beita hníf; viltu ekki reyna þig við mig?“ El Dancaire
reyndi að skilja okkur. Ég hafði veitt Garcia einn eða
tvo pústra, og við reiðina jókst honum hugrekki. Hann
dró hníf sinn úr slíðrum og ég gerði slíkt hið sama. Báðir
sögðum við El Dancaire, að hann skyldi ekki skipta sér
af okkur. Hann sá, að erfitt mundi reynast að halda aft-
ur af okkur, og dró hann sig því í hlé. Carcia hafði þegar
hniprað sig saman eins og köttur, sem er í þann veginn
að stökkva á mús. Með vinstri hendi bar hann hattinn
fyrir sig eins og skjöld en í hægri hendi hélt hann á
hnífnum að hætti Andalúsíubúa. Ég bjóst til varnar eins
og Navarrobúa er siður, bar vinstri hendina fyrir mig,
steig fram á vinstra fót og hélt hnffnum niður með hægri
hliðinni. Mér fannst ég vera jötunefldur. Hann þaut í
áttina til mín eins og ör af streng. Ég snerist á hæli á
vinstra fæti, svo að ekkert varð til fyrirstöðu, þegar hann
kom að mér, og rak hnífinn á kaf í háls honum upp að
hjöltum. Við átökin brotnaði blaðið; hann þurfti ekki
meira. Þegar ég dró hnífinn að mér, stóð þverhandar-
breið blóðbunan úr sárinu og Carcia féll endilangur
fram fyrir sig á jörðina.
............................mmmmmmmmmmmmmimmi
IÐUNNAR-SKÚR
ERU SERSTAKLEGA LAGAÐIR
FYRIR ÍSLENZKA FÆTUR —
! SMEKKLEGIR * VANDAÐIR * ÓDÝRIR
SKINNAVERKSMIÐJAN
IÐUNN
immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiiiii
29
...................................................................................immmmmmmmmmmimmmmmmm......................mmmmmmi