Samvinnan - 01.02.1954, Qupperneq 30
„Hvað hefur þú gert?“ spurði El Dancaire.
„Við skulum ekki fást um það,“ sagði ég. „Annar hvor
okkar hlaut að deyja. Eg elska Carmen, og ég ætla mér
að vera einn um ástir hennar. Auk þess var Garcia þorp-
ari. Mér er enn í minni, hvernig honum fórst við Rem-
endado. Nú erum við aðeins tveir eftir, en við erum góð-
ir félagar. Viltu, að við verðum vinir, hvað sem í skerst?“
El Dancaire rétti fram hönd sína. Þegar þessir atburð-
ir gerðust, stóð hann á fimmtugu.
„Fjandinn hirði þessi ástamál!“ hrópaði hann. „Ef þú
hefðir beðið hann um Carmen, mundi hann hafa selt þér
hana fyrir einn pjastra! En nú erum við aðeins tveir
eftir — og hvernig eigum við að komast af á morgun?“
„Ég skal sjá um það,“ svaraði ég. „Nú finnst mér ég
geta skekið allan heiminn með einum fingri.“
Við grófum Carcia og fluttum okkur svo lítið eitt um
set.
Morguninn eftir komu Carmen og Englendingurinn.
I fylgd með þeim voru tveir múlrekar og einn þjónn. Ég
mælti við El Dancaire:
„Ég skal taka á móti Englendingnum, en þú skalt
hræða hina — þeir eru ekki vopnaðir!“
Englendingurinn var harðsnúinn. Hann mundi hafa
skotið mig til bana, ef Carmen hefði ekki gefið honum
olnbogaskot.
Svo að farið sé fljótt yfir sögu, þá hreppti ég Carmen
aftur þennan dag, og mitt fyrsta verk var að tilkynna
henni, að hún væri orðin ekkja,
Þegar hún vissi, hvað skeð hafði, mælti hún:
„Þú munt alltaf verða lillipendi. Garcia ætti að hafa
drepið þig. Þú stærir þig af vígfimi Navarrobúa, en það
skaltu vita, að margan manninn, sem þér er langtum
fremri að dirfsku og vopnfimi, hefur Garcia sent inn í
eilífðina. Hans stund var komin, og enginn má sköpum
renna'— ekki þú fremur en aðrir.“
„Þitt skapadægur mun einnig renna upp — og kannske
fyrr en þig varir, ef þú reynist mér ótrú.“
„Látum svo vera,“ mælti hún. „Oftar en einu sinni hef
ég lesið það í kaffikorginum, að við eigum að láta lífið
saman. Verði það sem verða vill!“ Svo smellti hún kast-
anettunum, eins og vandi hennar var, þegar hún vildi
bægja frá sér óþægilegum hugsunum.
Mönnum hættir til að verða langorðir, þegar þeir tala
um sjálfa sig, og ég er sannfærður um, að yður leiðist að
hlusta á öll þessi smáatriði, en saga mín er senn á enda.
Þessi nýja tilvera okkar stóð nokkurn tíma. Við El Dan-
caire söfnuðum um okkur nokkrum félögum, sem voru á-
reiðanlegri en þeir fyrri, og eftir þetta fengumst við eink-
um við smygl. Að vísu verð ég að játa, að við stöðvuð-
um stöku sinnum ferðamenn á vegum úti, en þó því að-
eins, að við ættum ekki annars úrkosta og værum til þess
neyddir; auk þess lékum við þá aldrei illa, en létum okk-
ur nægja að taka peninga þeirra.
I nokkra mánuði var ég mjög ánægður með Carmen.
Hún hélt áfram að aðstoða okkur við smyglið með því
að gefa okkur bendingu um, hvar góðrar veiði var von.
Hún hafðist ýmist við í Malaga, Cordova eða Granada,
en hvenær sem ég gerði henni orð, kom hún tafarlaust
til fundar við mig í eitthvert venta eða jafnvel einmana-
legu tjaldbúðirnar okkar. Aðeins einu sinni — það var í
Malaga — gerði hún mér órótt í geði. Ég frétti, að hún
væri að gera sínar hosur grænar fyrir auðugum kaup-
manni; sennilega ætlaði hún sér að leika við hann sama
gráa leikinn og Englendinginn í Gibraltar. Þrátt fyrir
fortölur El Dancaire, fór ég um hábjartan dag inn í Mal-
aga, leitaði að Carmen unz ég fann hana og hafði hana
tafarlaust á brott með mér. Við rifumst harkalega.
„Það skaltu vita,“ sagði hún, „að síðan þú varðst minn
rom þykir mér ekki nærri því eins vænt um þig og áður,
meðan ég nefndi þig minchorró! Ég vd fá að lifa á-
hyggjulaus, og ég kæri mig ekki um að verða að sitja og
standa eins og þú vilt. Ég vil vera frjáls ferða minna og
gerða. Gættu þess að ganga ekki of langt. Ef þú þreytir
mig, skal ég fá einhvern góðan mann til að þjónusta
þig á sama hátt og þú þjónustaðir El Tuerto.“
El Dancaire tókst að sætta okkur; en þau orð höfðu
fallið okkar á milli, sem ekki gleymdust en grófu um sig
í hjartanu, og við urðum ekki aftur eins og við áttum að
okkur að vera. Skömmu eftir þetta reið ógæfan yfir:
hermennirnir náðu okkur, El Dancaire og tveir félaga
minna voru drepnir og tveir aðrir teknir höndum. Eg
særðist illa, en hestinum mínum góða átti ég það að
þakka, að ég komst undan á flótta. Aðframkominn af
þreytu með byssukúlu í líkama mínum leitaði ég hælis í
skógi nokkrum ásamt eina félaganum, sem eftir var. Ég
féll í öngvit um leið og ég steig af baki, og ég hélt, að
ég mundi deyja þarna í skóginum eins og skotinn héri.
30