Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 6
Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Blaðamaður: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími: 17080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 90.00 Verð í lausasölu kr. 9.00 Prentsmiðjan Edda. Efni: Við áramótin, eftir Erlend Einarsson ................ 4 Skugginn, smásaga eftir Stefán Jónsson ........... 7 Skrafað um skó............ 10 Strandamannareisa á slóðir Egils og Njáls, eftir Guð- brand Benediktsson....... 12 Fengsælar Njarðvíkur eða nástrandir Heljar, eftir Gunnar Gunnarsson ... 15 Fordæmi Sverris konungs, eftir Jónas Jónsson .... 16 Málverkasýning Bjarna Guð- mundssonar .............. 17 Þeir, sem hér eru uppvaxn- ir, hafa ekki lifað áður, eft- ir Þorstein Jónsson, Úlfs- stöðum ................. 21 Christian Dior........... 22 Lll. árgangur 1. JANÚAR 1958 Forsíðumyndin. Veturinn hefur verið heldur umhleyp- ingasamur það sem af er. Víða eru tals- verð snjóalög og samgöngur hafa yfir- leitt verið heldur erfiðar. Ærnar á myndinni eru frísklegar og láta ekki hretin á sig fá, enda þótt þær séu skógdregnar. Nú er sá háttur á orð- inn víðast, að sauðfé er gefið inni nálega eins og kúnum, þar sem beit er ekki góð. Þrátt fyrir það virðist íslenzka sauðkind- in þannig gerð, að beit og frjálsræði á betur við hana en innistaðan. Þeir tilheyra nú undantekningum gömlu bæirnir, vallgrónu. Sumir halda því fram, að ekki sé rétt að halda þeim á lofti, þar sem nóg sé til af nýjum og fallegum byggingum og sízt af öllu eigi að birta myndir af þeim utan á víðlesn- um tímaritum, sem fara út fyrir land- steinana. Slíkt mat virðist þó vera byggt á óþarflega mikilli viðkvæmni. Frá sjón- armiði ljósmyndarans býr bærinn á for- síðumyndinni yfir fegurð og er auk þess skemmtilegur bakgrunnur fyrir mynd af íslenzku sauðfé. Hins ber svo að geta, að í þessum bæ hefur ekki verið búið í 30 ár. Það heitir Hrauntún þetta eyðibýli og er ofarlega í Biskupstungum. Þar er land viði vaxið og þessvegna dregur féð af sér ullina. Gísli Guðmundsson í Úthlíð nytjar jörðina og notar bæinn sem fjárhús fyrir 100 ær. Hann er nú 81 árs gamall og annast sjálf- ur að öllu leyti heyskap og gegningar. Og þegar hann stendur við bæjardyrnar og kallar á ærnar sínar, austur í hrauninu, þá taka þær umsvifalaust á rás heim í gamla bæinn, þar sem hvanngræn tað- an bíður þeirra á jötunni. Framhaldssagan. í febrúarhefti Samvinnunnar hefst ný framhaldssaga. Hún er eftir danska höf- undinn Sten Blicher og fjallar um morð- mál prests nokkurs á Jótlandi. Blicher er frægur höfundur og sagan er spennandi. Atburðir gerast þar mjög óvænt og allt tekur annan enda en búast má við. — Gunnar Gunnarsson rithöfundur hefur þýtt söguna og er ekki að sökum að spyrja, að málið er vandað. Sonur Gunn- ars, Gunnar listmálari, mun mynd- skreyta söguna. Ný smásagnasamkeppni. Samvinnan efndi til smásagnakeppni 1953 og aftur 1955. I bæði skiptin varð þátttaka mjög mikil. Bæði þrautreyndir smásagnahöfundar og byrjendur spreyttu sig í þessum keppnum. Eins og kunnugt er, bar Indriði G. Þorsteinsson sigur úr bítum í fyrri keppninni og má segja, að það var upphaf að rithöfundaferli hans. Jón Dan sigraði í seinni keppninni og hafði hann einnig unnið verðlaun í fyrri keppninni. Verðlaunin verða með svipuðu sniði nú og áður. Sá sem hlutskarpastur verður, á kost á því að taka sér far með einhverju af Sambandsskipunum til meginlandsins. Samvinnan leggur honum til 2000 krón- ur í vasapeninga, en síðan ræður hann að öllu leyti ferðum sínum og getur tekið sér far heim á sama hátt, þegar honum þóknast. Skugginn heitir smásaga hér í blaðinu eftir Stefán Jónsson, rithöfund. í Sam- vinnunnihafa áð- ur birzt sögur eftir Stefán, enda er hann í fremstu röð smásagnahöf- unda hérlendis. Annars er Stefán þekktastur fyrir bama- og ungl- ingabækur sínar, sem náð hafa miklum vinsældum meðal yngstu kynslóðarinn- ar. Stefán hefur gefið út 25 bækur alls. Þar af eru 4 smásagnasöfn, en hitt eru barnabækur. Stefán Jónsson er fæddur 22. des. 1905 á Háafelli í Hvítársíðu. Hann nam við Laugarvatnsskóla og fór síðan í Kenn- araskólann og hefur verið fastur kenn- ari við Austurbæjarbarnaskólann síðan 1933. Skófatnaður og skótízkan á því herrans ári 1958 ásamt marg- víslegum fróðleik iim skó, er tekið til meðferðar í þessu hefti Sam- vinnunnar. Mest af þeim fróðleik er eftir Ríkarð Þórólfsson, verk- smiðjustjóra hjá Skóverksmið j unni Iðunni á Akur- eyri. Ríkarð var á ferðinni hér syðra og Samvinnan notaði tækifærið og spurði hann spjörunum úr um skó. Ríkarð sér um allan rekstur skóverksmiðjunnar og auk þess verður hann að vera vakandi fyrir öllum nýjungum og tízkufyrirbrigð- um. Ríkarð er Austfirðingur að uppruna, en fluttist ungur til Akureyrar. Hann hefur starfað hjá Iðunni rúmlega hálf- an annan áratug. Ríkarð 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.