Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 13
drengurinn æpti eigi að síður og lét fall- ast til jarðar. Hún missti af honum. Á sömu stundu skildi hann, að nú var hann laus. Hann spratt á fætur. Mölin á gólfinu skarkaði undir fótum hans, þeg- ar hann þaut burtu. Hann tók stefnuna á sniðgötuna upp hjallann norðan við brunnhúsið. Gatan var brött og grýtt, en hann lét það ekki á sig fá. Hann var að flýja. Frænka hans var einnig frá á fæti. Hún náði honum í miðri brekkunni, en áður en hún fengi tekið hann, henti hann sér niður. Hún missti af honum, því að hann lét sig velta út af götunni og síðan undan brekk- unni alla leið niður á jafnsléttu. En drengurinn átti engrar undankomu von úr þessu. Konunni hafði bætzt liðs- auki. Maður hennar kom drengnum í opna skjöldu og greip hann áður en hann kæmist á fætur. Hann talaði blíð- lega til sonar síns, strauk honum um vanga, bað hann að vera góðan, spurði, hvers vegna hann væri svona mikill kjáni. Hann mátti ómögulega vera svona mikill kjáni. Konan sneri við í brekkunni og fetaði sig sömu leið til baka. Svona var það ævinlega, fannst henni. Ætti hún sjálf þennan dreng, skyldi hann vera öðruvísi upp alinn. En hún átti hann ekki. Allir vissu, að hún átti hann ekki. Aldrei hafði hún þorað að banna honum, ekki svo mikið sem að banda til hans hendi. Allt- af hafði hún þurft að látast gagnvart þessum dreng. — Að þú skulir vera að sleikja úr stráknum bölvaða óþekktina, Egill, sagði hún, þegar hún kom til feðganna. Hann ætti sannarlega að skammast sín, þegar hún Guðrún var að deyja. Maðurinn sagði ekkert við því, en hon- um þótti rétt að geðjast konunni að ein- hverju leyti, þess vegna hratt hann drengnum til og sagði af nokkrum kulda: — Stattu á löppunum, ómyndin þín! — Það er ekki að sjá, að hann sakni hennar Guðrúnar mikið, sagði konan. — Börn taka upp á ýmsu, oft er bezt að fara að þeim með góðu, sagði maður- inn. Jæja, Valdi minn, nú komum við heim. Það gefst oftast skást að fara að Valda með góðu. Drengurinn vildi ekki koma heim. Hann fékkst ekki til að standa uppréttur. Konunni líkaði það vel. Hún vonaði, að hann yrði föður sínum sem erfiðastur. — Er þetta nú ein sneiðin til mín? Fer ég kannski ekki að honum með góðu? Skilur þú aldrei, að mér þykir líka vænt um þennan dreng? spurði konan. Maðurinn var vant við búinn að svara. Auðvitað þótti henni vænt um Maðurinn beið eftir því, að konan talaði af sér, en drengurinn brauzt um í fangi hans og vildi ekki fara heim. drenginn. Ást hennar á drengnum skorti ekkert á sanna móðurást nema hégóma- skapinn, sem nærist á því að sjá sig lifa í afkvæmi sínu. Hann vissi það, en gat ekki sagt það. Heldur en segja ekki neitt sagði hann og kenndi skjálfta í rödd- inni: — Hættu þessum helvítis fíflalátum, strákur! Hvað á þetta að þýða? Drengurinn gaf enga skýringu á fram- ferði sínu. Hann þurfti þess ekki. Kon- an kom með skýringuna: — Ætli ég kannist ekki við bölvaðan þráann úr ættinni? — Hvað áttu við með því? hugsaði maðurinn, en hann sagði það ekki upp- hátt. Hann óttaðist, að þá hætti hún við að tala af sér. Hann vonaði, að hún gætti sín ekki, en talaði af sér, svo að hann gæti eitthvað sagt. Hann tók drenginn í fang sér og lagði af stað með hann heim á leið. Drengurinn brauzt um, en þegar hann fann, að við ofurefli var að etja, fór hann að kjökra og sagði í sífellu: — Eg vil ekki fara heim. — Þegiðu! sagði faðir hans. — Ætli ég muni ekki helvítis þráann og uppátækin í henni móður hans, þegar hún var lítil? sagði konan. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Maðurinn hossaði drengnum ofar í fang sér. — Þannig eru efndir loforð- anna, hugsaði hann, en hann vildi ekk- ert segja. Hún hafði enn ekki talað af sér að neinu ráði. — Hann tók hana fram yfir mig lif- andi. Hann heldur áfram að taka hana fram yfir mig dauða, hugsaði konan, en hún vildi ekki segja það upphátt fyrr en hann gleymdi varkárni sinni. Drengur- inn kenndi öryggis í faðmi föður síns. Faðir hans var sterkur. Ef til vill var ekkert að óttast. Ur því sem komið var, var kannski erfiðast að þurfa að láta undan. Hann var hættur að kjökra. Hann sagði lágt, án alls æsings, en eins og talaði hann við sjálfan sig og sér til afsökunar: — Eg vil ekki, að dauðinn taki mig. Eg vil ekki fara til guðs. Þau heyrðu ekki, hvað hann sagði og hefðu heldur ekki skilið það. Þau voru að hugsa um, hvað þau sjálf gætu sagt. Konan varð fyrri til og mælti andstutt: — Öll uppátæki hennar lentu á mér. Oft mátti ég líða hennar vegna. Eg held ég muni það. — Sá dauði hefur sinn dóm með sér, sagði maðurinn, en meira þorði hann ekki að segja. Úr því að konan var ekki þungyrtari en þetta, mátti hann ekkert segja fleira. — Það getur verið, sagði konan. En Framh. á hls. 27. SAMVINNAN 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.