Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 8
VIÐ ÁRAMÓTIN Erlendur Einarsson, forstjóri, ræðir um rekstur Sambandsins, fjármál og framtíðarhorfur Flestir munu sammála um, að sú uppbygging, sem átt hefur sér stað á Islandi undanfarin ár, sé ótrúlega mikil hjá svo fámennri þjóð. Þótt menn almennt telji uppbygginguna nauðsynlega, eru margir sem álíta of mikið fé hafa verið fest í ýmis konar byggingum, miðað við getu þjóðar- búsins. Margir eru á einu máli um, að hin almenna fjárfesting hafi verið of mikil og hún hafi átt verulegan þátt í lúnni miklu dýrtíð og ofþenslu í hag- kerfi þjóðarinnar. Hins vegar munu menn sammála um það, að fram- leiðslufjárfesting hafi verið þjóðinni mjög gagnleg og nauðsynleg, þar sem þessi fjárfesting hefur beinlínis stuðl- að að auknum þjóðartekjum. Horjur eru á, að unnt verði að hejja útflutning á framleiðsluvörum Gefjunar og Heklu. Samvinnuhreyfingin hefur tekið virkan þátt í uppbj^ggingunni síðast- liðin ár. I sveitum hafa átt sér stað miklar framkvæmdir hjá félagsmönn- um samvinnufélaganna, ræktun hef- ur verið aukin, búin stækkuð, byggð hafa verið hús og keyptar hafa verið vinnuvélar. Ymsir af félagsmönnum samvinnufélaganna við sjávarsíðuna hafa og lagt í ýmsar framkvæmdir, þar á meðal framkvæmdir vegna sjávarútvegsins. Mjög margt af þessu hefur gerzt með beinum eða óbeinum stuðningi kaupfélaganna. Hin aukna framleiðsla bæði land- búnaðar- og sjávarafurða hefur kall- að á stóraukna aðstöðu til vinnslu og nýtingar á framleiðsluvörunum. Nauðsynlegt hefur reynzt að byggja ný slátur- og frystihús, mjólkurbú og kartöflugeymslur, til þess að unnt yrði að taka á móti framleiðsluaukn- ingu landbúnaðarvara. Við sjávarsíð- una hefur reynzt nauðsynlegt að byggja ný frystihús, fiskimjölsverk- smiðjur og fiskvinnslustöðvar ýmis konar. Það hefur í mjög ríkum mæli komið í hlut samvinnufélaganna að sjá um þessa uppbyggingu. Þessar vinnslu- stöðvar félaganna hafa kostað mikið fjármagn og hefur verið mjög baga- legt, að ekki hefur verið nein lána- stofnim, sem hingað til hefur getað veitt stofnlán út á byggingu slátur- og kjötfrystihúsa. Hið opinbera hefur eigi að síður viðurkennt nauðsyn þess, að lán yrðu veitt, með því að veita ríkisábyrgð út á þessar framkvæmdir í sama hlutfalli og á sér stað um vinnslustöðvar fyrir sjávarútveginn. Erlendur Einarsson, forstjóri. En ríkisábyrgðin ein hrekkur skammt, meðan lán eru ófáanleg. Það verður því eitt af verkefnum samvinnuhreyf- ingarinnar á árinu 1958 að freista þess að afla stofnlána út á þá ríkisábyrgð, sem fyrir hendi er, og létta þannig þunga byrði, sem hvílir á mörgum kaupfélögum umhverfis landið. A árinu 1956 var það eitt hið mark- verðasta í rekstri Sambandsins, að umsetning útflutningsdeildar hafði vaxið mjög mikið á árinu og reynd- ist 324 milljónir króna. Umsetning iðnaðardeildar hafði einnig vaxið verulega á því ári. Þessi aukna um- setning á innlendum framleiðsluvör- um gaf til kynna, að þjóðin væri að uppskera vegna þeirra miklu fram- kvæmda, sem áður hefur verið rætt um. Þessi þróun miðar í rétta. átt. Það er einmitt framleiðsla þjóðarinnar, sem þarf að aukast til þess að almenn velmegun geti haldizt og aukizt hjá fólkinu. Hin aukna framleiðsla mjólkur- afurða gerir nú nauðsynlegt, að þess- ar vörur verði fluttar úr landi. Þar er við ramman reip að draga vegna mjög mikillar samkeppni á heimsmarkað- inum. íslenzkur ostur hefur þó unnið sér nokkurt álit erlendis á s.l. ári, en verðið er lágt, miðað við innanlands- verðið, ef það á að vera sambærilegt við verð á öðrum erlendum osti. Á árinu 1957 mun velta innlendra 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.