Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 9
vara hjá Sambandi ísl. samvinnufé-
laga verða svipuð og á árinu 1956, þó
heldur minni í skreið, saltfiski og
gærum. Enn er eftir að selja hluta af
gæruframleiðslunni frá s.l. hausti, en
í fyrra var búið að selja alla fram-
leiðslu ársins fyrir áramótin. Velta
iðnaðardeildar mun aukast nokkuð á
árinu, og má sérstaklega telja mark-
vert í sambandi við iðnað Sambands-
ins, að horfu-r eru á, að unnt verði að
flytja úr landi framleiðsluvörur Gefj-
unar og Fataverksmiðjunnar Heklu.
HÖFUÐÁHERZLA
Á VERZLUN.
Á s.l. ári var mikil verzlunarum-
setning hjá Sambandinu og kaupfé-
lögunum, enda lögð höfuðáherzla á
verzlunina. Innflutningsdeild jók sölu
sína nokkuð að krónutölu, en þess ber
að geta, að verðlag á ýmsum vörum
hafði hækkað frá árinu áður. Saman-
burðartölur um selt vörumagn deild-
arinnar liggja enn ekki fyrir. Hins
vegar minnkaði umsetning véladeild-
ar verulega að krónutölu og enn meira
að magni til. Ástæður fyrir minni um-
setningu véladeildar eru aðallega
tvær: I fyrsta lagi takmarkaður er-
lendur gjaldeyrir til kaupa á þeim
vörum, sem deildin annast sölu á, og
í öðru lagi takmarkað íslenzkt fjár-
magn til þess að standa undir vöru-
kaupunum. Þeirri reglu hefur yfirleitt
verið fylgt í Sambandinu að láta
nauðsynjavörurnar sitja fyrir, en
vegna rekstursfjárskorts hefur Sam-
bandið ekki getað séð félögunum fyr-
Mikið jé hefur verið fest í atvinnutcekjum til að
taka á móti framleiðsluaukningunni til lands og
sjávar.
ir öðrum vörum nema að takmörkuðu
leyti.
ÚTHLUTAÐ 6.5 MILLJÓNUM
TIL KAUPFÉLAGANNA.
1 áramótagrein, sem ég skrifaði í
fyrra, gaf ég nokkwrt yfirlit yfir út-
hlutun tekjuafgangs hjá Samband-
inu og félögunum. A þessu ári hafa
tölurnar hækkað enn. Sambandið
úthlutaði tekjuafgangi frá 1956 til
félaganna, samtals að upphœð kr.
3.688.000. Við þetta bcetast vextir
af stofnsjóðsinnstœðum félaganna
að upphœð kr. 2.730.000. Þannig
nemur heildarúthlutun og vextir af
stofnfé á árinu sem leið til Sam-
bandsfélaganna kr. 6.557.000.
T ekjuafgangur, sem úthlutað
hefur verið til kaupfélaganna síðan
Sambandið var stofnað, er nú orð-
inn kr. 32.755.000.
Ymsir eru þeir, sem gera lítið úr
endurgreiddum tekjuafgangi sam-
vinnufélaganna, og upphæðirnar eru
ekki allar stórar, sem hinir ýmsu fé-
lagsmenn fá um áramótin. En þegar
þessar tölur eru komnar saman í eina
heild, kemur í ljós, hve mikils virði
þessi endurgreiðsla er. Þá eru upp-
hæðirnar árlega orðnar að mörgum
milljónum króna, og á áratugum að
tugum milljóna. Endurgreiðsla á
tekjuafgangi er eitt af grundvallar-
atriðunum í starfsemi samvinnufélag-
anna og endurgreiðslan, sem félögin
fá frá Sambandinu, gerir þeim fært
að úthluta enn meiru til félags-
manna.
Það er mjög áberandi, þegar gerð-
ur er samanburður á kaupfélögum,
sem eru f SlS, og þeim fáu kaupfé-
lögum, sem ekki eru innan Sambands-
ins, að Sambandsfélögin, sem starfa
við svipaðar aðstæður og hin, geta yf-
irleitt endurgreitt meira til sinna fé-
lagsmanna heldur en hin félögin.
Þetta kemur greinilega í ljós, þegar
gerður er samanburður á þeim félög-
um, sem t. d. eru starfandi á Suður-
landi. Þetta er mjög eðlilegt. Starf-
semi Sambandsins er við það miðuð
að láta félögunum í té sem hagkvæm-
ust viðskipti og endurgreiða svo
tekjuafgang, þegar um hann er að
ræða.
Um rekstursafkomu Sambandsins
á árinu 1957 er enn ekki vitað. Gera
má ráð fyrir einhverri tekjurýrnun
vegna verðlagsákvæða, svo og hækk-
andi reksturskostnaðar. Þess ber þó
að geta, að verðlagsákvæðin, sem sett
voru á árinu, hafa ekki mikil áhrif á
helztu nauðsynjavöruflokkana hjá
Sambandinu, þar sem álagning var
mjög lág fyrir. I sambandi við verð-
lagsákvæðin er rétt að árétta, að sam-
vinnuhreyfingin er á móti verðlags-
ákvæðum og telur að sterk kaupfélög
verði í reyndinni bezta tryggingin
fyrir hagstæðri verzlun. Hitt er ann-
að mál, að almenningur virðist ekki
leggja eins mikið upp úr hagstæðu
vöruverði og eðlilegt væri. Rejmslan
sýnir, sérstaklega í þéttbýlinu, að
neytendur fara oft í næstu búð til
þess að gera innkaup sín og fjarlægð-
in skiptir þá meira máli en sjálft
verðlagið. Annað hefur mikil áhrif á,
hvar fólk kaupir neyzluvörur sínar,
en það er þjónustan, sem látin er í té
í verzlununum. Neytendurnir meta
mikils góða þjónustu. Þetta hafa sam-
vinnufélögin gert sér ljóst. Þess vegna
Kaupjélögin haja rutt kjörbúðum braut, enda
leggja þau mikla áherzlu á bcetta þjónustu.
SAMVINNAN 5