Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 23
íið verulegu levti valdastétt Noregs og skapar nýjan aðal. Sú framkvæmd var meira en vafasöm fyrir Noreg. Birki- beinar börðust oft vasklega til fjár, landa og metorða, en þegur fyrstu ættliðir hins nýja valdaflokks voru gengnir til hvíld- ar, féll Noregur næstum mótstöðulaust undir veldi Danakonungs. Þegar hinn nýi aðall Sverris hafði misst foringjann, var hinn andlegi, persónulegi þróttur leiðtoga þjóðarinnar of litill til að vrrja frelsi og sjálfstæði landsins. Síðan liðu aldir þar til norska þjóðin hafði að nýju eignazt þá forystumenn, sem voru færir um að rétta við hag hennar og endur- heimta frelsið. Sverrir var svo ráðkænn maður, að hann vildi ekki aðeins vinna konungs- ríkið, heldur líka hafa um það glöggar og skilmerkilegar sagnir. Hann var lærð- ur maður og kunni góð skil á bókfræð- um. íslendingar voru þá mest skáld og rithöfundar í germönskum löndum. Hirðskáld Islendinga höfðu um stund- arsakir náð einskonar einkarétti á nor- rænni ljóðagerð. Á Islandi voru nor- rænar sögur sagðar á heimilum um allt land. Síðar voru þessar sögur skrifaðar á Islandi og geymdar þar, þar til Danir fluttu handritin heim til sín í skjóli við rétt hins sterka. Bókmenntasnilli Sverr- is kom fram í því, að hann fékk íslenzk- an rithöfund, Karl Jónsson ábóta frá Þingeyrum, til að skrifa meginhluta ófriðarsögunnar undir umsjón og stjórn konungs. Enginn nema hann gat lýst jafn vel þessum skæruhernaði. Enginn annar þekkti eins vel liðsmenn og for- ingja Birkibeina. Enginn nema hann hafði tekið þátt í hinum endalausu ferðalögum um landið, einstökum ferð- um og mörgum sigrum. Enginn nema Sverrir gat stilfært hinar snjöllu ræður og kænu samtöl hans á ýmsum stigum baráttunnar. Auk þess var Sverrir svo mikill vitmaður og vel menntur, að hann gerði þessa sjálfsævisögu ekki að einhliða áróðursriti, heldur segir tiltölu- lega hlutdrægnislaust frá helztu and- stæðingum sínum. Hann birtir í-æður Magnúsar Erlingssonar mótkonungs án sýnilegrar beiskju. Þó var barizt um mikil verðmæti: Lífið, völdin, auðinn og frægðina. I einni af ræðum sínum vék Sverrir að því, hvaða skýringu andstæðingar hans gæfu á velgengni hans. Þeir segja: ,,Sig- ursæll er Sverrir, en það er því að þakka, að hann hefur selt sál sína fjandanum.“ Fleiri spakmæli lét Sverrir falla um hina hörðu dóma andstæðinga um hann og verk hans. Hér er ekki staður eða stund til að rekja þá mörgu þræði og bær mörgu ástæður, sem til þess lágu, að Sverrir varð sigursæll í keppni við valda- stétt Noregs. En vafalaust má ekki í því efni gera of lítið úr hinum frábæru gáf- um hans og dirfskublandinni varfærni. I baráttutækni Sverris gætir einnar ný- lundu, sem á við um vinnubrögð flestra manna, sem leggja stund á skapandi mannfélagsbaráttu. Sverrir talaði við liðsmenn sína, ef svo má segja, bæði í tíma og ótíma. Hann var jafn snjall í rökræðum og ræðuflutningi. Hann miðl- aði sífeldlega til samherjanna miklu af orku hugsjóna og viljafestu. Oft ræddi hann við liðsmenn sína, hvort leggja skyldi á tiltekinni stund og stað til or- ustu við andstæðingana. Þessi vinnu- brögð voru undir ýmsum kringumstæð- um töluvert hættuspil, sjaldan fékk hann hvatningu frá liðsmönnum sínum til að Ieggja til orustu, þegar konungur var því mótfallinn. Venjulega voru hug- boð hans rétt. Stundum voru þeir ósigr- ar, sem hann beið fyrir áeggjan liðs- manna sinna eða studdist við eigin á- kvörðun og sameiginlega ósk liðsmann- anna. Stundum undirbjó hann sína frægustu sigra með því að segja liðs- mönnum frá draumum sínum og hug- boði, sem hann taldi vera sér óbrigðult. Saga Sverris sýnir, að hann beitti sam- talsgáfu, ræðumennsku og áróðri til að gera liðsmenn sína að djörfum og þraut- seigum hetjum, undir umsjón hans og forustu. Sverrir hefur áreiðanlega álitið algerlega ókleift að gera sigursælan her úr flóttaliði Birkibeina, nema með því að miðla þeim af orku sinni og foringja- hæfileikum með persónulegum kvnnum og andlegu bræðralagi. Hið andlega samband við liðsaflann. íslendingasögur Norðra eru nú til gagns og gleði á þúsundum heimila. Eg þykist vita, að hin nýja útgáfa Sverris- sögu muni bætast við í bókaskápa sam- vinnumanna um allt land. Ég vildi mæla með, að hún yrði lesin með nokkurri at- hygli, þó ekki eins og skemmtisaga. Ég held að Sverrissaga geti orðið dýrmæt eign á heimilum áhugasamra samvinnu- manna, þar á meðal á heimilum allra leiðtoga samvinnufélaganna. Nú gengur mikil efnishyggjualda yfir landið og hún nær Iíka til samvinnufélaganna. Margir menn álíta, að samvinnufélögin hafi þá eina þýðingu að tryggja félagsmönnum arðvænlega sölu á íslenzkri framleiðslu á erlendum markaði og innkaupa á dag- legum nauðsynjum. En þetta er ekki nema hálfur sannleikur. Andlega hliðin er jafn nauðsynleg, og ef andleg starf- semi í félögunum þornar og visnar, verða þau lík hlutafélögum, þar sem vanda- menn halda aðalfund í svefnherbergi foreldra einu sinni á ári. Ilin sigursæla aðferð Sverris er í því fólgin að standa í andlegu sambandi við liðsaflann, sem á að verða sigursæll her, er varanleg fyrirmynd í samvinnufélögunum. Og mér liggur við að vona, að Sverrissaga geti orðið til þess að vekja áhuga leið- toga kaupfélaga og samvinnufélaga fyr- ir því andlega samneyti félagsmanna, sem hefur frá upphafi verið og er enn líftaug þessa félagsskapar. Djarfir efnishyggjumenn hafa stund- um látið þau orð falla opinberlega. að þá væri aðalfundur í kaupfélagi eða Sambandinu bezt ræktur, ef hann stæði í eina klukkustund, skýrslur lesnar og starfsmönnum félagsins þökkuð góð staða með lófataki. Þar sem slík orð eru framborin í alvöru, er andi hlutafélags- ins í hásæti og gróði undangengins árs sigurmerki. Ef Sverrir konungur hefði viðhaft þvílík vinnubrögð í Noregi, mundi hann fljótlega hafa verið festur þar á gálga eða komizt einn á flótta heim til Færeyja. íslenzkir samvinnu- menn hafa fyrr og síðar notað fjölmörg snilliráð til að láta hina andlegu starf- semi félaganna vera jafn auðuga og áhrifaríka eins og sjálf verzlunarverkin, en samt er erfðasynd hlutafélagahyggj- unnar alls staðar nálæg í samvinnufé- lögunum. Skilningur á hlutverkinu. Eg hef alveg nýlega frétt um skemmtilega vakningarstarfsemi í gömlu og grónu kaupfélagi, sem Egill Thorar- ensen á Selfossi hefur beitt til að auka kynningu og gagnkvæman skilning í fé- lagi sínu. Mér sýnist E. Th. hafa í þetta sinn, eins og stundum endranær, kippt í kyn til skáldsins á Möðruvöllum, sem gætti vel embættisskyldunnar og notaði einkennisbúninginn, þar sem það átti við, en á gleðisamkomum fór hann úr embættisbúningnum í borgaraklæði. Andi bræðrahyggjunnar náði þá undir- tökum á samkomunni. Nú á haustmán- uðunum hefur E. Th. haft kvnningar- samkomur á Selfossi 12 sinnum. Eftir nýár mun hann bæta nokkrum við. Kaupfélagshúsið á góðan fundarsal fyr- ir 100 gesti, með aðstöðu til einfaldra veitinga. E. Th. gæti kallað saman al- mennan fund kaupfélagsmanna. Þeir skipta mörgum hundruðum. Þar má gefa skýrslur og þiggja lófatak, en fé- lagsmaður, sem stundar bú sitt í dreif- býli og vill bera fram spurningar um SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.