Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 17
skógi hefur gert ódauðlega f kvæðinu Helga jarls- dóttir. Við Staupastein biðu okkar bændur úr Kjós- inni og af Kjalarnesi og biðu okkur velkomna í landnám Ingólfs og að Hlégarði. Þar var reiðubú- inn miðdegisverður á vegum Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Meðal þeirra bænda þekkti ég Ellert Eggertsson, bónda á Meðalfelli í Kjós. Við vorum skólabræður í Flensborg. Hann hefur nú búið yfir 40 ár á Meðalfelli, ættaróðali sínu, og væntir hann þess, að næsta kynslóð beri gæfu til að búa þar. Meðalfell hefur verið í eigu og ábúð sömu ættar í 200 ár, eða frá því að Magnús lög- maður Ólafsson og Ragnheiður Finnsdóttir bisk- ups bjuggu þar. Eftir rúmra tveggja klukkustunda dvöl var ferðinni haldið áfram, ekið um Mosfellsdalinn. Var hann á að líta fagur eg hlýlegur í skini mið- degissólarinnar, með reisulegum byggingum og ið- grænum töðuvöllum. Allra augu hvíldu á Gljúfra- steini, heimili Halldórs Kiljans Laxness, þar sem reisn íslenzkra nútímabókmennta ber hæst. Fyrr en varir fer að halla austur af. Hin til- komumikla fjallasýn blasir við. Loft er léttskýjað og skyggni því gott. Þingvallavatn kemur í ljós, fagurblátt og blikandi. Á Almannagjárbarmi var farið úr bílunum, gengið fram á brún gjárinnar og litið yfir hinn merka og sérkennilega stað með hamragirðingum Hrafnagjár og Almannagjár. Þó að Iandið sé fagurt og sérkennilegt, verður þó efst í huga þess, er ekki hefur komið þar fyrr, saga staðarins og atburðir þeir, er þar hafa gerzt og ráðið hafa örlögum þjóðarinnar um þúsund ár. En ekki gafst tími til mikilla hugleiðinga. Var ferðinni haldið áfram og næst numið staðar við Irafoss. Voru hin miklu mannvirki þar skoðuð, cg þótti öllum mikið til um. Að því loknu var drukkið kaffi í boði bæjarstjórnar Reykjavikur, en svo var lagt í síðasta áfangann þann daginn, að Laugarvatni. Er þangað var komið, var okk- ur vísað til svefnskála nemenda Laugarvatnsskól- ans, en þeir voru nú famir þaðan. Litlu seinna var setzt til kvöldverðar og Bjami skólastjóri bauð þar Strandamenn velkomna til Laugarvatns. Fór hann nokkrum orðum um sögu þessa unga menntaseturs og næstu framtíð þess. Þar eru nú 5 skólar og eru öll hús staðarins hituð upp með hveravatni. Einnig eru miklar jarðræktarfram- kvæmdir á Laugarvatni. Hlíðina bak við staðinn, sem er fögur og hlýleg frá náttúrunnar hendi, er nú verið að fegra með barrviði og birkiskógi. Fagurt þótti ferðamannahópnum að Laugar- vatni um kvöldið, en að rísa úr rekkju fyrir miðj- an morgun í logni og heiðríkju, eins og var þann 11. júní, þegar ég gekk upp í hlíðina, er ógleym- anlegt, cg þeirri fegurð get ég ekki með orðum lýst. Eg settist skammt frá standmynd Jónasar Jónssonar, teygaði að mér angandi skógarilminn og horfði yfir umhverfið. Myndir liðinna alda, sem eru ofnar í menningarsögu þjóðarinnar, birt- ast hér. Um skírn Norðlendinga og Sunnlandinga árið 1000 segir í Kristnisögu: „Allir Norðlendingar og Sunnlendingar létu skíra sig í Reykjalaug í Laugardal, er þeir riðu af þingi, því að þeir vildu eigi fara í kalt vatn.“ Á eystri bakka laugarinnar eru þrír steinar 50 — 70 cm. á hæð, nefndir lfksteinar. Er talið, að þar hafi lík þeirra Hólafeðga, Jóns biskups Ara- sonar og sona hans, verið lögð, er þau voru flutt frá Skálholti vorið 1551 norður til Hóla. Sagan segir, að þau hafi verið lauguð í Reykjalaug við Laugarvatn áður en þau voru lögð í kistur. Hefur því þessi litla yfirlætislausa lind tvöfalda helgi. Nú skyldi ekið í Skálholt, farið var um bakka Apavatns, en ekki sáust harðspcrar þeirra Gissur- ar Þoivaldssonar og Sturlu Sighvatssonar. Farið var fyrir neðan túnið á Mosfelli, þar sem Ketil- bjórn gamli byggði sér bæ. Fallegt er þar og hlý- legt móti suðri. Ekki hefur það síður verið á landnámsöld, er fellið var skógi vaxið. Er yfir Brúará kom, var farið hjá garði á Spóa- stöðum. Þar bjó á fyrri hluta þessarar aldar merk- iskonan Steinunn Egilsdóttir, sú er Sigurður Ein- arsson í Holti hefur gert ógleymanlega þeim, er lesið hafa bók hans íslenzkir bændahöfðingjar. Fagurt þótti landslagið, er ekið var í Skálholt. En í kringum bæinn gat að líta jarðrask mikið, er gera varð vegna fyrirhugaðrar endurreisnar staðarins. Var langt komið að undirbúa hátíðar- höldin, er áttu að fara fram 1. júlí, eða eftir hálfa þriðju viku. Frá Skálholti var farið, sem Ieið liggur að Geysi. Þó var numið staðar hjá Reyk- holti. Þar er mikið hverasvæði og mest gróður- húsarækt þeirra Tungnamanna. Þar uppi í hólnum er sérstæður hver: Niður í klöpp er þró, um 80— 100 cm. á dýpt og um 3 m. í þvermál. Upp um botn hennar stígur sjóðandi vatn. Er skálin um 7 mínútur að fyllast. Þegar hún er full, gýs hver- inn hátt í Ioft, þar til skálin tæmist, og varir þetta gos að jafnaði í 7 mínútur. Þétta reglubundna gos hefur haldizt í aldaraðir. Er ekið var í hlað hjá gistihúsinu við Geysi, tók á móti okkur Sigurður Greipsson og fjöldi búenda úr Biskupstungum. Þar á meðal form. Búnaðarfélags Islands, Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu og frú hans, Ágústa Jónsdóttir, ættuð úr Strandasýslu. Hér skyldi snæddur miðdegisverður í boði B. I. Var veitt af mikilli rausn. Voru þar margar ræður fluttar, og það sem sennilega er sjaldgæft í sveit, heyrðum við þjálfaðan karlakór syngja undir stjórn Þorsteins á Vatnsleysu. En nú kvað hann kórinn fámennan vegna anna og fjarveru. Voru þó tólf mættir. Numið var staðar við hina nýju fjárrétt Tungna- manna við Tungufljót. Þar kvöddum við Þor- stein frá Vatnsleysu og frú hans með þökk cg góðum óskum. Er komið var að Gullfossi, var þoka í lofti og gátum við því ekki séð hann glitra í sólskini. En magn hans og mikilleik sá- um við. Yfir Hvítá var farið hjá Brúarhlöð. Þar er einkennilegt landslag. Er vfir ána kom tók á móti okkur hópur Hreppamanna. Þekkti ég þar af ættarmóti Sigurð bónda Ágústsson í Birtingaholti, og einnig Helga Haraldsson á Hrafnkelsstöðum, þann er kvað kunna Njálu utanbókar og Iætur ekki hlut sinn á pennaþingi. Er komið var niður í sveitina, var ferðafólk- inu dreift á bæina til gistingar. Sendir hópurinn kveðju sína til Hreppamanna með þökk fyrir al- úðlegar viðtökur. Og minnisstætt er það, sem fyrir augun bar. Myndarlegur búskapur, snyrti- mennska og framkvæmdir. Hrunamannahreppur er ein sérkennilegasta og fallegasta sveit, sem ég hef augum litið. Þar skiptast á hólar og hamra- fell, iðgræn yfir kollinn. En í sumum hliðum þeirra sést, að þau eru byggð upp af stuðlabergi, fag- urlega mótuðu. En milli þessara fella getur að líta sléttlendi, mýrar eða eyrar. Að morgni hins 12. júní hittist hópurinn við Þessi jallegi stuðlabergshamar heitir Dverghamrar og er austarlega á Síðunni. Ferðafólkið er við rœtur hamarsins og sumt er komið upp. A myndinni efst á bls. 12, sést ferðafólkið í garðinum á Sámsstöð- um, ásamt Klemenz Kristjánssyni og Guðmundi á Núpi. SftMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.