Samvinnan - 01.02.1958, Page 9
með nokkrum sundurleitum frásögnum,
þótt margra hluta vegna verði það af
vanefnum gert.
Eins og áður er getið mun Campbell
einkum hafa farið til Islands til að kynn-
ast jarðmyndun þess, jöklum og hvera-
svæðum. Og flestar myndir hans bera því
greinilega vitni, að þar fór jarðfræðing-
ur sem hann var. En þegar ég vissi, að
Campbell hafði farið til Islands um þess-
ar mundir, kom mér fyrst til hugar, að
fundum þeirra Jóns Arnasonar hlyti að
hafa borið saman, og lék mér forvitni á
að vita, hvað þeim hefði farið í milli.
Báðir höfðu þeir safnað geysimiklu af
þjóðsögum og öðrum alþýðlegum fróð-
leik og var þá hafin útgáfa af verkum
þeiri-a. Fyrsta bindið af þjóðsagnasafni
Campbells hafði komið út árið 1860, og
fyrra bindið af Þjóðsögum og ævintýr-
um Jóns snemma árs 1862. En hin fá-
orða dagbók Campbells og bréf hans til
móður hans fræddu mig lítið um fund
þessara tveggja þjóðsagnasafnara.
Campbell segist svo frá, að sunnudag-
inn, sem þeir dvöldust í Reykjavík,
gcngu þeir Dasent í kirkju að hlýða á
messu. Campbell skildi ekki íslenzku og
fylgdist því ekki með ræðunni, en Da-
sent sagði honum, að hún hefði verið
mjög góð. „Eftir messu,“ segir Camp-
bell, „fór ég á vit hins íslenzka þjóð-
sagnasafnara, og við skiptumst á bók-
um. ég færði honum bækur mínar og þá
af honum þjóðsagnasafn hans.“ — Svo
hefur Arni Böðvarsson skrifað mér í
bréfi nýlega, að Jón Arnason geti hvergi
um Campbell í ritum sínum. Hins vegar
lagði Guðbrandur Vigfússon til, að
Campbell yrði fenginn til að skrifa rit-
dóm um þjóðsögurnar, þegar séð varð,
að það myndi dragast úr hömlu fyrir
Dasent.
Skemmtilegt hefði verið að vita,
hversu farið hefur með þessum tveim
höfuðsnillingum, en úr þeirri gátu verð-
ur seint ráðið. Þeim hefur eflaust orðið
mikil örvun að því að hittast, en því
miðui mun Campbell hafa verið ólæs á
íslenzku, og því hefur hann ekki kynnzt
safni Jóns eins rækilega og vert hefur
verið. Og Jón hefur heldur ekki getað
lesið hinar gelísku sögur Campbells. en
þeim fylgir þó þýðing á ensku.
I myndabók Campbells er meðal ann-
arra hluta varðveitt bréf frá Ólafi í
Hjálmholti, sem verið hafði leiðsögu-
maður þeirra norður Sprengisand árið
1861. Bréfinu fylgir ensk þýðing eftir
Dasent, og nægir það til að sýna. að
Campbell hefur ekki lesið íslenzku að
Goshverinn Strokkur hjá Geysi.
SAMVINNAN
Prestsetrið í Reykholti í Borgarfirði.
Kirkjugestir að Odda á Rangárvöllum.