Samvinnan - 01.02.1958, Qupperneq 14
Krotað á spássíu
Vandi vopnlausrar þjóðar
Eftir Gunnar Gunnarsson
Endurheimt lýðveldisins bar að
undir lok átaka þeirra úti í heimi, sem
mest hafa orðið og örlagaríkust; enda
sér þess vott. Þegar á leið sjálfstæðis-
baráttuna og mið og mörk skýrðust,
mundi einhver hafa kallað hrakspá,
ef sagt hefði verið fyrir, að fjórtán ár-
um eftir fengið sjálfsforræði myndu
fslendingar enn una hið bezta við
stjórnlögin gömlu, steinachíseruð til
málamynda. Margt ber að vísu til, og
væri ljótt afspurnar ef satt reynist, að
sérhagsmunir flokka ráði þar nokkru
um. Vonandi hefur sagan veigameiri
rök fram að færa; en ekki er fyrir að
taka, að sumir hinna framliðnu
myndu hafa metið það vott um mann-
dómsskort, að tjasla í gamlar flíkur
aðfengnar og telja hátíðabúning, —
að fullveldinu fengnu.
Sagði ég fullveldi? Öllu má nafn
gefa. Sannreyndin er hins vegar sú,
að um líkt leyti og íslendingar inn-
byrtu algert sjálfsforræði eigin mála,
var fullveldi einstakra þjóða lokið hér
á hnattkringlunni, að minnsta kosti í
bráð. En hugtök eru lengi að deyja,
einkum þau, sem meginþorra mann-
kynsins er jafnsárt um.
Þvi miður er á líðandi stund full-
veldi þjóðar jafnfjarlæg hugsjón og
himnaríki, — einu leifarnar ógnar-
stjórn harðsvíraðra samsærismanna,
sem sér til framdráttar hafa beizlað
hræ ýmissa afsláttardraumóra og
skeiðríða því um allar álfur, og ekki
við einteyming. Sá dagur er liðinn, að
athafnafrelsi heiðarlegra borgara til
þarfra hluta eigi sér örugga vernd í
ríkisheildinni, og þýðir ekki um að
fárast, enda á mannkynið í því efni,
sem og flestum öðrum, sökótt við
sjálft sig einvörðungu.
Breytt alheimsaðstaða er ekki ólík-
leg til að móta að nokkru íslenzk
stjórnlög og önnur. Kann því að vera,
að engu sé spillt með drætti þeim,
sem á hefur orðið, en illt til að vita, sé
hann óviljaverk eða lögin til lang-
frama strönduð í sjálfheldu síngimi
og sérhagsmuna.
Vandi íslendinga verður naumast
talinn mikill, saman borinn við sumra
annarra, en er ærinn eigi að síður, svo
sem títt er um einkamál. Eftir apla-
burð síðustu heimsstyrjaldar og það
reginólán, að hildirnar eru vart
heimtar að fullu, er aðstaða hinna
ýmsu þjóðarheilda hnattarins ger-
breytt. Þær breytingar eru svo gagn-
gerar, að örðugt mun verða að átta
sig á þeim til fulls, fyrr en tímar liða.
En hver og einn hlýtur að búa að sínu.
Raunar er það sem gerzt hefur ekki
annað en framhald þess, sem frá til-
komu framtakssamrar skynveru hlaut
að gerast og hefur verið að gerast frá
því sögur fara af og að sjálfsögðu
löngu fyrir söguöld: upphaf og efling
samtaka þeirra, er þjóðfélög nefnast,
frjáls eða tilknúin; því miður oftast
tilknúin. Tilknúin frá örófi alda til
endadægurs mannlegrar veraldar ein-
mitt vegna þess, að ekki er nema um
tvennt að velja: allsherjarsamstarf
um viðhald hóflegs réttarfars eða
samstæðuna illræmdu: ofstjórn-
stjórnleysi. Þetta tvennt er aðeins dá-
lítið ólíkar hliðar sama hlutar: stjórn-
leysi ríkir hvarvetna, þar sem réttin-
um hefur verið skákað til hliðar, og
það engu siður þótt valdbeiting ger-
ræðisins kunni, ýmsra hluta vegna, að
endast lengur en líkindi sýnast til og
bærilegt er, þeim sem við búa.
Framundan er náið menningarsam-
starf á alþjóðlegum grundvelli og
frjáls alheimsmarkaður; eining ver-
aldar verður ekki umflúin. Þjóðir, sem
tregðast við að gera sér það ljóst,
hvað þá haga gerðum sínum eftir því,
munu farast í hringiðunni. Enn sem
komið er virðist of mörgum íslending-
um þetta sjálfgefna sjónarmið lokuð
bók, nema svo sé að sjálfblinda ráði
eða þeir treysti sér ekki til að sætta
sig við afleiðingarnar, sem að vísu eru
miklar og sumar miður æskilegar.
Ráðamenn Rússaveldis — langsam-
lega mestu nýlendusamsteypu allra
alda — hafa orðið flestum fyrri til að
átta sig á, hvernig í pottinn er búið
og stefna einbeittir að settu marki.
Þjóðum, sem lýðræði lúta, er í þessum
efnum óhægra um vik, en það er
hættulegur misskilningur, sem verið
er að reyna að koma inn hjá fólki, að
andstaðan gegn ásækni rauðliða sé
einkamál Bandaríkjanna. Karlarnir í
Kreml eiga sem betur fer í útistöðum
við hvern frjálshuga mann, sem anda
dregur eða á sér aldinmeið áhrifa yfir
moldum, alloft blóði vökvuðum, og nær
það einnig til eigin valdsvæðis: stjóm-
arfylgi innan gaddavírsgirtra landa-
mæra er feigt og valt, svo sem ein-
hliða flóttamannastraumur ber vitni
um. Gervihugsjónir þessara grályndu
manna munu eiga sér skamman ald-
ur, svo er fyrir að þakka. Aðalhættan
stafar vestrænum þjóðum af eigin
sjálfsku og sundrung, svo og þrekleysi
sumra bandalagsaðilanna.
Góðir menn og gegnir, en helzti tal-
hlýðnir og fljótráðir og ef til vill ekki
neinir ofurhugar, hafa hrönnum sam-
an látið blekkjast af fárskeytum fleð-
skapar og fagurgala. Er þó engum
manni vorkunn að vita á þvi nokkur
skil, sem efst er á baugi í alþjóðavið-
skiptum. „Það er með loforð sem
skorpuna á bökuðum býtingi, þau eru
gerð til að brjóta," er haft eftir Len-
ín. Stalín herti að vanda á hnútunum:
„Fagurgalinn er gríma, sem hin verri
verkin fela sig að baki. Falslaus stjóm-
arerindrekstur er jafnóhugsandi og
þurrt vatn eða viðarkennt járn.“
Skerfur Búlganíns til skilningsauka
barst skömmu fyrir áramótin: „Miðl-
un kemur því aðeins til greina, að
kommúnistaflokkurinn hafi endan-
legan hagnað af.“ Þannig mætti lengi
rekja.
Vandi vopnlausrar þjóðar í landi,
sem liggur opið fyrir árásum, en þjóð-
(Framh. á bls. 27)
14 SAMVINNAN