Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 17
ganga nakinn. Þetta stuðlar að frjáls- leika. Það er ekki ofsögum sagt, að iþrótta- kennurum er ærinn vandi á höndum, þegar þeir semja tímaseðilinn. Leik- raunir breytast með aldri og þroska nemenda. Það kostar mikla þekkingu á sálarlífi yngstu barnanna, þegar velja á leikraunir þeirra. Þær verða fyrst og fremst að vera skemmtilegar og leik- kenndar, jafnframt því, sem þeir veita styrk, fimi og öryggi. Vegna þessa máls minnist ég atviks, sem átti sér stað úti á landi. Iþróttakennarinn í þorpi einu kenndi börnunum mikið af svonefndum eftirhermuæfingum, sem eru fólgnar í því, að börnin líki eftir gangi dýra eða leika einhvern verknað. Einn faðirinn sá sýningu barnanna og ofbauð þessi „skrípalæti“ og átaldi kennarann. Hann skildi ekki, að kennarinn valdi leikraun- um barnanna það form, sem hæfði aldri þeirra. Slíkar táknæfingar eru vinsælar meðal yngstu nemendanna. Ef nefna ætti leikraunir, sem eiga sérlega vel við börn frá 9—11 ára, eru hang og klifur fremst á lista. Miklu skiptir, að grund- völlur áhaldaæfinga sé vel lagður og ýmsai undirbúningsæfingar kenndar í því skyni. Auk þess má geta þess, að flestar krefjast töluverðs líkamlegs styrkleika. Því styrkara, sem barnið er, því betur gengur því við áhaldaæfingar. En fimin (hreyfistjórn) hefur líka mikið að segja. Líkami og sál eru tengd hvort öðru föstum böndum. Þau hafa sífelld áhrif hvort á annað. — Það, sem hefur góð áhrif á líkamann, verkar á sama hátt á sálina — og öfugt. Það þarf því engan að undra, þótt skólaíþróttirnar skilji eft- ir sig merki í sál nemendanna. Sálarlegar eigindir barnanna eru fjöl- breyttar eins og grös vallarins. Ymsar skuggaplöntur skjóta upp kolli í sál flestra barna, illgresið virðist stundum ætla að kæfa nytjagróðurinn. Um akur- inn næða mörg veður. Ahrif umhverfis- ins hafa stöðugt áhrif á sál barnsins eins og sólskin, regn og kuldi á gróður jarð- ar. Meðfæddar duldir og eiginleikar eru hér einnig með í verki. Og skólarnir taka við misjöfnum börnum frá ólíkum heimilum. En flest eru þessi börn, ,góð“ eftir þeim skilningi, sem lagt er í það orð, en sum hafa bælzt og brákast á ýmsan hátt vegna heimilisástæðna og slæms umhverfis. Og nú streyma börn- in inn í leikfimisalinn, einn hópur, einn af öðrum. Árin líða og íþróttirnar verða eins sjálfsagður þáttur í skólalífinu eins og aðrar námsgreinar. Hvað gerist — hvernig móta þær sálir mannanna? Einn merkasti brautryðjandi íþrótta hér á landi kvaðst hafa gerzt íþrótta- kennari, af því að hann vildi gleðja fólk- ið. Þetta er áreiðanlega einn mikilvæg- asti þáttur skólaíþróttanna. Þær gleðja. Barnig gleðst, þegar það nær valdi yfir einni íþrótt af annari. Hrynjandi æfing- anna vekur sérstæða nautn. Barnið finn- ur, að líkami þess styrkist og hreyfingar fegrast. Þetta vekur öryggi. Boltaleik- irnir veita fögnuð og kappið ólgar í hita leiksins. Ég hef séð mörg börn, sem þorðu varla að hreyfa sig í fyrsta tímanum hjá mér. Hreyfingar þeirra voru bundnar og stirð- ar. Gangan og ldaupið gersneytt fegurð og liðleika. Smátt og smátt brotnaði ok feimninnar og að lokum gengu þessi böm jafn frjálsleg og örugg og hin. Frjálsleiki í framgöngu og fagrar hreyfingar verða ekki metnar til fjár, en óhætt er að segja, að þær eru hverjum einstaklingi dýr- mætar. Við höfum flest kynnzt börnum, sem vilja helzt fara einförum og blanda ekki geði við aðra. Þessi börn em tíðum haldin biturleik og einmanakennd. Oft fer svo, að einangrunin rofnar af sál þessara barna í skólaleikfiminni. eða í skíða- og fjallaferðum. Þau gleyma sér einnig auðveldlega í hita boltaleikjanna. Þau hrópa og kalla. „Tunguhaftið" slitn- ar, og svo verða börnin smátt og smátt félagslyndari og kunna vel að meta sam- vinnu og samveru með skólasystkinun- um. Hvað er að drengnum, sem brýtur all- ar reglur í leikjum? Ætli það hafi nokk- ur áhrif á hann að verða að hlýða sett- um reglum, eða draga allt lið sitt niður í svaðið að öðrum kosti? Jú, það er eflaust gott fyrir hvert barn og ungling að semja sig að reglum skóla- leikjanna, því þjóðfélagið býður honum síðar upp á margháttaðar hindranir og reglur. Leikirnir eru einnig þeim bömum góð lexía, sem halda, að þau geti gert allt upp á eigin spýtur án samvinnu við aðra. Þeir komast brátt að því, að eng- inn kemur boltanum í mark einsamall, heldur með hjálp leikbræðranna. Þetta skapar félagsþroska. Aður en ég lýk þessari grein vil ég minnast sundsins. Sundskyldan er ís- lendingum til mikils sóma. Sundið sam- einar svo fagurlega nytsemi og þjálfandi áhrif á líkamann. Ég get heldur ekki lokið þessum orð- um án þess að láta í Ijós ósk um, að hvert barn njóti einhverrar kennslu í íþróttum. Ég veit vel, að aðstæður eru erfiðar í sveitunum, en þar verða börn (Framh. á bls. 27) SAMVINNAN 21 Þa8 þarí kraft, mýkt og alhliða vald yfir líkam- anum til þess að leysa þessa hásveiflu vel af hendi. Jafnvœgisœfingar stuðla að valdi yfir hreyfingun- um og íþróttakennarar leggja mikla áherzlu á þcer. Gott leikfimiskerfi byggir upp að jöfnu mýkt, kraft og fimi. Myndirnar eru teknar í Skógaskóla.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.