Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Side 10

Samvinnan - 01.04.1958, Side 10
ugri til græðslu en sandarnir í Sellöndum suður frá Mývatnssveit. 2. Auðnir lægri en 400 m y. fl., sem ým- ist skorti nægilega kunnleika um, hversu auðveldar mundu til græðslu, eða kunn- ugt var, að nokkrir en þó eigi óviðráðan- legir örðugleikar voru um græðslu á. 3. Auðnir 400—650 m yfir flæðarmáli. 1 sambandi við þessa upptalningu er rétt að taka fram, að á flestum svæðun- um er meira eða minna gróið land, enda nær gróður hér á landi víða hærra en 650 m yfir flæðarmál. Sum þessi svæði eru gróin allt að því til hálfs og tvö til þrjú jafnvel meira en það. En á þeim öllum eru miklar auðnir og samtals skipta þær auðnir þúsundum km2. Þegar á allt er litið, mundu nokkurn veginn á- höld um stærð gróins lands hér á landi og þeirra auðna, sem framkvæmanlegt mundi vera að græða. Þetta mega auðvitað ekki skoðast sem nein fullnaðarreikningsskil um gróið land og ógróið hér á landi. Þvílík reikn- ingsskil verða ekki gerð, fyrr en landið verður miklu vandlegar mælt til ákvörð- unar um það, hvernig gróðri þess er kom- ið. Þær mælingar og þau reikningsskil þurfum við nauðsynlega að gera. Þær at- huganir, sem hér hafa verið gerðar eru aðeins bráðabirgðarúrlausn til þess að gera sér ofurlitla grein fyrir máli, sem varðar þjóðina mjög miklu. Næst er að taka það til athugunar, hvort það muni svara kostnaði að græða upp það land, sem nú er auðn, en þó græðanlegt. Því miður er miklu örðugra að gera full reikningsskil um þetta efni en um stærð auðnanna. Það er jafnvel svo örðugt, að þess er ekki að vænta, að um það verði nokkurn tíma gerð full reikningsskil. En þegar á þetta er litið, er þrennt, sem fyrst kemur til greina: 1. Hversu mikill háski stendur okkur af hinu ógróna landi, og hvernig eigum við að mæta þeim háska? 2. Hversu mikið kostar að breyta auðn- unum í gróið land? 3. Hvaða gagnsemd getum við haft af því landi, sem við græðum? Um fyrsta atriðið er það að segja, að auðnirnar valda okkur margvíslegum örðugleikum. Þær torvelda samgöngur, auka erfiði í fjallaferðum, spilla veðr- áttu, svo að nokkuð sé talið. En ef rætt skal um beinan háska af þeim, þá er hann aðallega fólginn í því, að í þeim er stöðug uppspretta áfoks og gróðureyðing- ar. Við hljótum því, eins og nú er komið, að standa í sífelldu stríði við þær um hið gróna land, sem við eigum. Við eig- um að græða Rangárþing svo að segja allt innan frá Tungná. Og þetta verður okkur ódýrara en að standa í látlausri orustu við auðnirnar í hraunbrúninni ofan við Gunnarsholt og á markaðri línu þvert yfir Landsveit milli Þjórsár og Rangár. Hið sama gildir um Haukadals- (Framh. á bls. 27) Björn Pálsson, flugmaður: Flugvélin og sandgræðslan Um árabil hafa framsýnir dugnaðar- menn starfað að sandgræðslu og skóg- rækt og þegar lokið merkilegu verki og sannað okkur, að þetta er það sem koma skal. En við verðum að stórauka starf- semi þessa, því að við þurfum að skila landinu aftur árlega nokkru af því, sem tapazt hefur í auðn á liðnum tíma. Á láglendinu verður auðveldlega komið við stórvirkum landbúnaðarvélum, og þar er sjálfsagt að nota þær. En upp um heiðar og afrétti, og þar sem illt er yfir- ferðar, verðum við að taka flugvélina í þjónustu okkar, eins og þær þjóðir aðr- ar, er tileinkað hafa sér nýjustu tækni. í Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum eru nú flognir mörg hundruð þúsund flugtímar á ári við áburðardreifingu, sáningu og úðun skordýraeiturs. Eg er ekki í nokkrum vafa um, að þetta eigum við Islendingar líka að gera. Við þurfum að eignast flugvél til að dreifa áburði og fræi upp um heiðar og afrétti og úða eitri yfir skógana, þegar maðkur herjar á lim þeirra. Við þurfum bæði að græða auðnir landsins okkar og auka gróður, þar sem talið er gróið land. En ég vil taka það fram, að við megum ekki heimta strax andvirði þess áburðar, er við dreifum, í kjöti, með því að stórfjölga samtímis bú- fé og við tökum land til græðslu með áburði. Við verðum að líta á græðslu- starfið eins og þegar við gróðursetjum trjáplöntu. Hún verður að fá að festa rætur og þroskast, áður en hún skilar ávexti af starfi okkar. Þetta verður að athugast vandlega af hæfum mönnum, og eins þarf það að at- hugast mjög vel, hvað beitilöndin þola og hvernig þau standast þá miklu fjölg- un sauðfjár, sem nú á sér stað hér á landi. Margir munu spyrja, hvernig hægt sé að nota flugvél til að dreifa áburði og sá fræi, og hvað það kostar. Skal ég nú skýra frá því í stórum drátt- um. Flugvélar, sem notaðar eru til þessara starfa, eru sérstaklega útbúnar til þess. Þær mega ekki þurfa stóra flugvelli, og þær þurfa að geta flogið hægt. Yfirleitt eru ekki notaðar stórar vélar, og kemur það að miklu leyti til af því, að þær eru ekki nema nokkrar mínútur að dreifa öllum þeim farmi, er þær bera. Skiptir þá verulegu máli, að ekki taki langan tíma að fljúga þangað, sem bera skal á. En stórar flugvélar þurfa stóra flugvelli, og þeir eru fáir. Þess vegna getur lítil flugvél afkastað miklu meira, ef hún getur lent svo til á þeim stað, þar sem hún á að bera á. Til þess að allt gangi fljótt og verði sem ódýrast, þarf að hafa sérstaklega út- búinn bíl, sem alltaf er tilbúinn með hæfilegan skammt í áburðargeymslu flugvélarinnar, og má það ekki taka nema örfáar mínútur að ferma flugvél- ina. Síðan er flogið lágt yfir landið, sem borið er á, og það tekur örstuttan tíma að losna við farminn. Svo er lent aftur, og sagan endurtekur sig. Hver ferð með vélina þarf ekki að taka nema 10 mínút- ur, og gæti þá vél, sem bæri ca. 750 kg í ferð, dreift 4.5 tonni á klukkustund, — og meira, ef hver ferð tekur styttri tíma. Þessi aðferð að dreifa áburði úr flug- vél yrði aðallega notuð á landi, sem illt er yfirferðar með öðrum tækjum, vegna þess að kostnaður yrði meiri við dreif- ingu úr flugvél en með dráttarvél og stórum áburðardreifara á ræktuðu og sléttu landi. Flugvélin kostar alltaf 600—800 kr. á klukkustund, og þarf að vera hægt að hafa not af henni við annað flug þann tíma ársins, sem hún er ekki við land- búnaðarstörf. í Bretlandi hefur verið framleidd nokkuð heppileg vél (The Ed- gar Percival E. P. 9), sennilega sú heppi- legasta, sem til er á markaðinum, til þessa starfs, enda er hún byggð með þetta starf fyrir augum, og jafnframt til (Framh. á bls. 27) Til þess að græða upp afréttarlönd- in, verður að auka frjómagn jarðar- innar með áburði og slík áburðar- dreifing er ómögu- leg nema úr flugvél. 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.