Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Side 25

Samvinnan - 01.05.1958, Side 25
megin grafar, að eg megi hinumegin eiga víst að verða náðar hans og sáluhjálpar aðnjótandi, — lofaður og prísaður veri hann fyrir þá ráðstöfun sína sem og allt annað! Þegar hér var komið hafði presti aukist tiltakanlega ró og styrkur. Hélt hann síðan áfram máli sínu á þessa lund: — Frá blautu barnsbeini eða að minnsta kosti síðan eg fyrst man til mín. hef eg verið maður með afbrigðum þrætugjarn, þóttafullur og bráðlyndur. Oðara en orðinu hallaði var eg til- búinn að bregða brandi, en sjaldan hef eg látið sól hníga til viðar yfir vakandi úlfúð, og aldrei hef eg hatast við nokkurn mann. En eg hef gert Ijótt af mér. Verk, sem eg má ekki iðrun- arlaust til hugsa og sem hrellir mig hvert sinn, er það kemur mér í hug, vann eg áður eg var vaxinn úr grasi. Við áttum hund. mesta meinleysisgrey, sem aldrei ýfði sig við nokkra skepnu. Þá var það eitt sinn, að eg hafði lagt brauðsneið frá mér á stól. Hana náði seppi í og gerði sér gott af. Fyrir það reiddist eg honum svo ofsalega, að eg sparkaði í hann af öll- um mætti, — veinandi veltist hann um koll. Þá stuttu stund, sem hann átti eftir, lifði hann við harmkvæli. Þarna var um skynlausa skepnu að ræða, — en raunar varð þetta forboði meiri tíðinda. — Á námsárum mínum var eg eitt sinn á ferð í framandi landi. Suður í Hlaupsigum lenti mér af óverulegu tilefni saman við annan ungan mann, skoraði hann á hólm og særði á brjósti svo hættulega, að lífi hans varð með naumind- um bjargað. Fyrir það athæfi eitt hefði eg þegar átt skilið það, sem nú — óralöngu síðar — er fram komið; enda fellur hegningin með margföldum þunga á syndugar herðar mínar, — aldraðs manns, sem er sálusorgari, sendiboði friðarins mikla — og faðir í ofanálag . . . Það er sú undin, sem sárast svíður, — það veit Guð almáttugur! . . . 1 kleíanum fundum við fyrir unnustu mína; hún var að búa um rúm föður síns. Vaðlaklerkur var stokkinn á fætur. Hann spennti greipar svo brakaði i öllum liðum á fingrum öldungsins, — gekk um gólf. Eg leitaði eftir orðum, sem honum mætti vera huggun í, en fann engin. — Fyrir yður, vini mínum er verið hefur — og nú dómara — skal eg meðganga afbrot, sem enginn vafi virðist leika á að eg hafi drýgt, enda þótt eg sé mér þess ekki meðvitandi. Mér hnykkti við að heyra hann orða játningu sína þann veg, — gat ekki getið mér til, hvort hann væri með öllum mjalla eða hvað hann væri að fara. Einföld játning og afdrátt- arlaus hefði verið ólíkt æskilegri, enda varð eg fvrir sárum vonbrigðum. Glíma og rímur (Framh. aj bls. 19) ingu og semja sig þannig að siðum annara manna. Ekki tókst að ej'ði- leggja þessa meginstoð málsins og skáldin héldu í stuðlana, þótt ljóða- gerðin breytti um svip að öðru leyti. Skáld tuttugustu aldar hafa ekki ort rímur í fornum stíl, enda urðu þær að breyta um búning vegna hins nýja aldarháttar, sem hafinn var. En rímnahættir og hin léttari rímnasnið eru enn í góðu gildi. Og þó nýtur þessi fagra list ekki þeirrar virðingar, sem henni ber, hvorki af þeim, sem yrkja í þessum stíl né af almenningi. Það tíðkast mjög að yrkja vísur við ýms tækifæri og til gamans; menn reyna braglist sína með því að botna vísur í skyndi, og margt er gert til að lífga við vísnagerð. En þetta er vara- samt og háski fyrir listgildi vísna- formsins, ef ekki þróast jafnframt þrautfáguð braglist á sviði stöku og rímu. Slík braglist verður að lúta ströngustu kröfum allrar listar; það á að vera heilög list. Sú list er kröfuhörð, sem þróazt hefur með einni þjóð um aldir og mót- ast af ævikjörum og aldarfari. Þess vegna má ekki kalla það list, þó að menn setji saman vísu að réttum lög- um bragfræðinnar, ef andann vantar; þess vegna má heldur ekki þola þjösnaskapinn í glímunni. Við eigum að miða glímur okkar og rímur við það, sem bezt verður kosið. I þeim anda á að kenna ungmennum að glíma og yrkja. Sveinbjörn Beinteinsson. Endurreisn .... (Framh. af bls. 17) er skipulag þorpa þeirra, sem áður varir munu rísa í námunda við þau og hagkvæm staðsetning nýbýla. Skólabókasöfnin þarf að hýsa þann veg, að hægt sé að lána þangað skjöl og skilríki, svo að vísindamönnum þeim, er fást við rannsókn máls og sögu, væri unnt að starfa þar þegar þeir kysu að búa — að minnsta kosti um stundarsakir — við friðsæld ís- lenzkrar náttúru í fögru umhverfi. Ekki finnst mér ólíklegt, að þeir yrðu þó nokkuð margir, er byggðu yfir sig og eyddu ellidögunum í námunda við biskupsstólana, og gætu þá sumir haft gagn og skemmtun af að hýsa ungmenni, en aðrir mundu búa þar með skólaskyldum börnum sínum eða skylduliði, lengur eða skemur. Hugmyndin um skjóta upphefð hinna fornu biskupssetra beggja er einhver sú bezta, sem bólað hef- ur á. Að sýna Hólastað og Skálholti verðugan sóma ætti meira að segja að mega gera sér svo til að kostnaðar- lausu, byggingar þær, er til greina koma, verða hvort eð er að rísa af grunni, ef ekki þar, þá annars staðar. Og hvernig væri að leggja niður eitt eða tvö sendiráð til framdráttar þarf- ari stofnunum? Þjóðin mun styðja þessar aðgerðir og heillavænleg sam- keppni hefjast um það, hvorir standi öðrum framar um menningu og mynd- arskap, Norðlingar eða Sunnanmenn, en við úr austrinu og vestrinu hafa gaman og njóta góðs aí. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.