Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 8
Biblían er engin sögubók
Herra Sigurbjörn Einarsson, hinn nývigði bisliup islenzku þjóðkirkjunnar, hefur um
langt skeið staðið i fremstu röð hérlendra klerka, bœði sem kennimaður og frceði-
maður i geistlegum efnum. Eftir að hafa aflað sér margþœttrar menntunar heima
og erlendis, gegndi hann prestsstörfum, bceði úti á landi og i Reykjavik, sneri siðan
að kennslustörfum, varð dósent og siðar prófessor við Háskóla íslands. Þvi embcetti
gegndi hann, unz hann var vigður biskup 21. júni síðastliðið sumar. Jafnframt störf-
um sinum i þágu kirkjunnar hefur Sigurbjörn haft á hendi ýmis önnur störf og auk
þess skrifað allmargar bcekur og ritgerðir. Af ritverkum hans má nefna ,.Kirkja
Krists i riki Hitlers“, ,Jndversk trúarbrögð", „Trúarbrögð mannkyns", cevisögu Al-
berts Schweitzer o. fl.
— Rætur minnar inótunar eins og annarra manna eru vitanlega í upp-
eldinu, bernskuumhverfinu. Ég er alinn upp á trúuðu alþýðuheimili,
þar sem daglegar trúariðkanir voru hafðar um hönd. Mér var innrætt
lotning fyrir Guðs orði og öllu því, sem heilagt er og kirkjuna snertir.
Og það var mér mjög samgróið í bernsku. Þá þegar var það löngun mín
að verða prestur.
Þessi áhrif virtust á tímabili gufa upp vegna annarra hugðarefna og
áhrifa. En það var nokkuð römm taug, sem dró aftur til föðurtúna,
kirkjunnar, og um tvítugs aidur varð ljóst hvert stefndi um mig.
Þannig svaraði biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, þegar und-
irritaöur lagði fyrir hann þá spurningu, hvað hefði orðið þess valdandi,
að hann gerðist trúaður.
— Hafið þér orðið fyrir dulrænni reynslu, Sigurbjörn?
— Það hef ég, ef það er rétt skilið. Öll trú er reynsla, sem tilheyrir
vitundarlífi mannsins. Ekki þar með sagt, að þar sé um að ræða neinar
stórfelldar kynjar. En trúarlíf verður til og dafnar fyrir ákveðna reynslu.
Mér er óhætt að segja, að Guð er mér veruleiki, og hann verður engum
manni það nema reynsla hafi komið til. Þá reynslu mundu ýmsir senni-
lega kalla dulræna. Ég tel hana eðlilega.
— Á hvern hátt hefur þessi reynsla mótað skoðanir yðar og líf?
— Hún hefur beint skoðunum mínum og lífi i meðvitaða átt. Ég hef
vitað, að það veruleikasvið, sem opnast í trúnni, er sjálfur veruleikinn.
Það er lítið sjálft. Og það skiptir meginmáli að ganga á vit þess veru-
leiks og stefna þangað. Leiðin í þá átt er kirkjan, samfélagið þar, að
minni skoðun. Bæði safnaðarguðsþjónustan, sem er æðaslátturinn í lífi
kirkjunnar, og trúariðkun og kristileg breytni einstaklingsins i kirkju
og utan.
— Hvort teljið þér mikilvægara, þá trúariðkun, sem fer fram í kirkj-
unni eða utan hennar?
___ Hvort tveggja jafnt. Hvorugt getur án annars verið. Ef maður
sinnir aðeins öðru, lifir maður hálfu lífi, trúarlega séð. Það er gagn-
stætt eðli heilbrigðs trúarlffs að einangra sig. Maður leitar samfélags.
Bæði til að þiggja og gefa. Að þvf miðar safnaðarguðsþjónustan og
hvers konar kirkjuleg starfsemi. Aftur á móti er hver maður einn gagn-
vart Guði, ævinlega. Einn f bæn sinni og ihugun og öllu samfélagi
við Guð.
___Á einstaklingurinn hægara með að finna leið til Guðs í samfélagi
við aðra?
— Það álít ég. Kirkjan lyftir einstaklingnum og opnar hugann. Guðs-
þjónusta er samstilling margra um eitt hið sama. Samstilling í athygli
á því, sem fram fer og f hugleiðing þeirra sanninda, sem flutt eru, f
lofgjörð, tilbeiðslu og bæn.
___ Þér álítið, að athvgli og leit mannsins beri meiri árangur fyrir þá
samstilling?
— Tvímælalaust.
— Álítið þér, að aðstaða presta hafi batnað eða versnað?
— Ég býst við, að ytri aðstaða þeirra hafi að mörgu leyti versnað. Ef
maður litur á þjóðfélagslega stöðu prestsins nú og fyrir hálfri öld, þá
er hún ekki eins sterk. Embættið hafði meira gildi. Það var meira
skjól einstaklingnum, setti hann á hærra þrep í mannfélaginu. Mennt-
un prestsins var þá hlutfallslega meiri og skapaði honum meiri sér-
stöðu gagnvart samborgurum hans. Þessu fylgdi meiri yfirborðsvirðing
og sterkari aðstaða. En kannske hefur þetta ekki verið betri aðstaða,
þegar dýpra er skyggnzt. Aðeins form. Yfirborðsvirðing fyrir stöðu og
menntun ristir ekki alltént djúpt.
— Hvað virtist yður um aðstöðu presta meðan þér voruð prestur?
— Möguleikar prestsins til áhrifa eru miklir. Það er enginn vaii. Það
er svo enn i dag. Mín reynsla í fámennu prestakalli i afskekktri sveit
og í fjölmennu prestakalli í Reykjavík var sú, að hann hefði fleiri tæki-
færi til góðs heldur en hann var maður til að grípa.
— Hafið þér sem prófessor fengið aðrar hugmyndir um prestsemb-
ættið?
— Nei, það hef ég ekki gert. Auðvitað eru hugmyndir manna alltaf að
breytast svo framarlega sem þeir eru ekki staðnaðir, og svo hefur það
verið um mig. En staða mín sem háskólakennara hefur ekki breytt
neinu um það.
— En hafa hugmyndir yðar um prestsembættið breyzt við þá stöðu,
sem þér gegnið nú?
— Það get ég heldur ekki sagt. Starfið útheimtir að vísu, að ég setji
mig sem gerst inn í hagi presta, og ég er skammt kominn á veg með
það. Ég bý enn að fyrri reynslu að mestu leyti. En nú er það enn
frekar í mínum verkahring að kynna mér það.
— Teljið þér, að viðhorf guðfræðinga hafi breytzt á síðari árum?
— Þau hafa breytzt mikið. Viðhorf guðfræðinga eru að vísu alltaf
breytingum háð. Guðfræðin er lffræn vísindi; alltaf mjög mikil gróska
í henni og miklir athafnamenn, sem sinna þeim fræðum. Af því leiðir,
að viðhorfin eru sífellt endurskoðuð. Og það hefur gjarnan verið svo,
að það sem ein kynslóð aðhylltist, hefur verið harkalega endurskoðað
af þeirri næstu.
— Tekur guðfræðin jafn örum breytingum og aðrar fræðigreinar?
— Ég býst við því, ekki síður. Hún tilheyrir náttúrlega hugvísindum,
og þar er ekki um jafn stórfelldar uppgötvanir að ræða og í náttúru-
vísindunum. En miðað við önnur hugvísindi tel ég, að þar sé hreint
ekki síður um breytingar að ræða.
— Er nokkuð til, sem kalla mætti íslenzka guðfræði?
— Það er mikið efamál. Ég held, að við getum ekki sagt, að við höfum
átt guðfræðinga, sem hafi mótað neina guðfræðistefnu. En vitaskuld er
öll íslenzk hugsun með nokkrum þjóðlegum einkennum. Það gildir
einnig um starf og hugsun íslenzkra guðfræðinga að einhverju leyti.
8 SAMVINNAN