Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 19
mér vel, hresst mig, bæði and- lega og líkamlega.“ „Þú verður svo vænn að koma aftur. Það gleður mig að fá heimsókn,“ sagði Av- dyeeich. Stepanuich fór, og Martin drakk það, sem eftir var af teinu, þvoði bollana, og settist síðan aftur að vinnu sinni. Hann saumaði og saum- aði, og öðru hvoru renndi hann augunum til gluggans — hann var að svipast um eftir Kristi, og gat um ekkert annað hugsað en Hann og verk Hans. Og orð Krists voru stöðugt í liuga hans. Tveir hermenn gengu fram- hjá, annar í hermannastígvél- um, en hinn í stígvélum, sem hann sjálfur hafði búið til. Því næst gekk eigandi næsta liúss framhjá í gljáburstuðum skóhlífum. Bakari með körfu gekk einnig framhjá. Loks kom í ljós kona í ullarsokk- um og óvönduðum skóm; Hún nam staðar við milli- vegginn. Avdyeeich leit upp til hennar frá glugganum og sá, að konan var ókunnug og fátæklega klædd. Hún hafði með sér lítið barn. Hún hall- aði sér upp að veggnum, sneri bakinu í vindinn og reyndi að hlúa að barninu, en hún hafði ekkert til að sveipa um það. Hún var klædd þunnum sumarfötum. Avdyeeich gat heyrt barnið gráta og konuna reyna að hugga það, en án árangurs. Þá stóð Avdyeeich upp, fór fram að dyrunum og út á þrepin og kallaði: „Kona góð! Kona góð!“ Konan heyrði til hans og sneri sér við. ,,Hví stendur þú þarna úti í kuldanum með barnið? Komdu inn! Þú getur hlúð betur að því í hlýju herbergi. Þessa leið!“ Konan varð furðu lostin. Sá er kallaði til hennar, var gamall maður með svuntu framan á sér og gleraugu á nefinu. Hún kom til hans. Þau gengu saman niður o o þrepin — þau fóru inn í her- bergið. Gamli maðurinn leiddi konuna að rúminu. „Þarna,“ sagði hann, „seztu niður hjá ofninum, kona góð, vermdu ungann þinn og gefðu honum að borða.“ Hann sneri sér að borðinu, náði í brauð og fat, opnaði ofndyrnar og setti dálítið af kálsúpu á fatið, setti það því- næst á borðið. Þá náði liann í brauð, tók borðdúkinn ofan af króknum og breiddi liann á borðið. „Seztu niður og fáðu þér dálítið að borða,“ sagði hann, „ég skal sjá um krílið þitt á meðan. Sjálfur hef ég átt börn, og veit, hvað þeim kemur.“ Konan krossaði sig, settist að borðinu og hóf að borða, og Avdyeeich settist á rúmið með barnið. Hann smellti með vörunum framan í það hvað eftir annað, en tannleysi hans dró mjög úr gildi þeirr- ar gamansemi. Barnið linnti ekki grátinum hið minnsta. Þá kom Avdyeeich í hug að hrista fingurna framan í það; hann smellti þeim upp og nið- ur fyrir framan andlit þess. Hann stakk fingrinum ekki upp í það, því fingurinn var svartur og þakinn lakki. Og barnið starði á fingurinn og þagnaði, og skyndilega byrj- aði það að hlæja. Og Avdyee- ich var ánægður. En konan hélt áfram að borða og sagði honum hver hún væri og hvaðan hún kæmi. ,,Ég er hermannskona“, sagði hún. „Þeir tóku eigin- mann minn frá mér, er við höfðum verið saman í átta mánuði, og síðan hefur ekk- ert frá honum heyrzt. Ég vann sem matreiðslukona unz ég varð móðir. En þau gátu ekki haft mig og barnið. í þrjá mánuði hef ég hvergi átt ör- uggt hæli. Ég hef eytt öllu, sem ég átti. Ég reyndi að fá atvinnu sem barnfóstra, en fólk vildi ekki ráða mig. „Þú ert of mögur,“ sagði það. Ég hef aðeins fengið loforð um vinnu hjá konu kaupmanns- ins, sem verzlar þar sem amma mín býr. Ég hef þegar heim- sótt hana, en hún sagði mér að koma aftur eftir viku. Og hún býr svo langt héðan. Ég er að deyja úr kulda, og hann er orðinn uppgefinn. En Guð veri lofaður! Húsmóðir okkar hefur meðaumkvun með okk- ur, og veitir okkur húsaskjól vegna Krists. En þrátt fyrir það veit ég ekki hvernig okk- ur reiðir af.“ Avdyeeich andvarpaði og sagði: „Og hefur þú engin hlý föt?“ „Ó, góði vinur! Nú stendur árstíð skjólfatanna einmitt yf- ir, en í gær veðsetti ég síðasta sjalið mitt fyrir tveimur gri- venkum.“ Konan sneri sér að rúminu og tók barnið í fang sér, en Avdyeeich stóð upp, gekk að bollaskápnum í veggnum, leit- aði í honum um hríð og kom síðan til baka með gamla síð- treyju. „Líttu á!“ sagði hann, „þetta er slitin flík, satt er það, en hún er skjólgóð.“ Konan leit á gömlu treyj- una, starði síðan á gamla manninn, tók svo við treyj- unni og brast um leið í grát. Avdyeeich sneri sér undan, kraup við rúmið dró undan því kistil nokkurn og virtist vera önnum kafinn við verk þetta. Þvínæst stóð hann upp og settist gegnt konunni. Þá sagði hún: „Kristur launi þér, góði faðir! Augljóst er, að Hann hefur látið leið mína liggja að glugga þínum. Þegar ég lagði af stað, var hlýtt í veðri, en nú hefur kólnað. Einnig Hann hefur komið því til leiðar, að þú leizt út um gluggann og hafð- ir meðaumkvun með mér, aumingjanum." Avdyeeich brosti lítið eitt og sagði: „Já, Hann hlýtur að hafa gert'það, því að ég leit út um gluggann án árangurs, kona góð!“ Og Avdyeeich sagði einnig hermannskonunni drauni sinn og hvernig röddin hefði lofað honum heimsókn Herr- ans þennan dag. „Allt er mögulegt," sagði konan. Síðan stóð hún upp, vafði treyjunni utan um litla Framhald á bls. 36.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.