Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 12
Drengurinn og fíllinn
Fyrir meira en 1800 árum var keisari í Kína-
veldi.
Forsætisráðherrann í ríkisstjórn keisarans hét
Saó. Nú bar svo við eitthvert sinn, að Saó barst
gjöf frá voldugum höfðingja í fjarlægu landi.
Það var höfðingleg gjöf, fullvaxinn fíll.
Saó langaði til að vita hversu þungur fíllinn
væri.
I þá daga höfðu Kínverjar aðeins einfaldar
vogastengur, einskonar reizlur, en með þeim
var ekki hægt að vega mikinn þunga í einu.
Forsætisráðherrann kallaði nú á hina ráðherr-
ana, deildarstjórana, og fulltrúana í stjórnar-
ráðinu. Nú var fundur settur og forsætisráð-
herrann, deildarstjórarnir og fulltrúarnir í
stjórnarráðinu reyndu að finna ráð til þess að
komast að því, hversu þungur fíllinn væri. En
samanlögð vizka allra þessara vitru manna
dugði ekki til. Sá allra vitrasti þeirra klóraði
sér bak við eyrað og sagði: „Úr því að ekki er
til svo stór vog í öllu Kínaveldi, að hægt sé að
vega fílinn, þá getum við ekki komizt að því,
hversu þungur hann er“. Forsætisráðherrann
sleit þá fundinum.
Saó forsætisráðherra átti sex ára gamlan son,
sem hét Sao Sung. Drengnum þótti fíllinn að
vonum hin mesta furðuskepna og hafði mik-
inn áhga á því, sem gerðist í sambandi við
þetta stórvaxna dýr.
Þegar nú Saó kom heim, hljóp Sung litli móti
honum og hrópaði: „Hvað er fíllinn þung-
ur?“ „Veit það ekki“, svaraði faðir hans. „Við
gátum ekki fundið neitt ráð til að komast að
því.“
„Ég veit, hvernig á að vega fílinn“ sagði Sung
litli.
Faðir hans leit undrandi á son sinn. Svo hló
hann og mælti: „Jæja, látum þig bara reyna
12 SAMVINNAN
að ráða þá gátu, sem ég og ráðherrar mínir og
fleiri vitringar úr stjórnarráðinu hafa gefizt
upp við.“
Síðan kallaði hann aftur saman fund. „Gerið
nú það, sem Sung litli segir ykkur,“ skipaði
hann. Þeim þótti þetta skrýtið, en þeir urðu
að hlýða forsætisráðherranum.
Sung litli sagði: „Náið í svo stóran bát, að
hann beri fílinn.“ Það var gert.
„Dragið bátinn að fljótsbakkanum, rétt hjá
húsinu okkar og teymið svo fílinn út í bát-
inn.“
Þetta var líka gert. Sung litli sagði: „Fáið ykk-
ur nú krít og gerið strik utan um bátinn, ná-
kvæmlega á þeim stað, sem vatnið nær hæst,
allt í kring.“
Þegar þetta var búið, sagði drengurinn:
„Teymið nú fílinn á land, en fyllið bátinn af
steinum, þangað til vatnið nær upp að strik-
inu.“
Að því verki loknu mælti Sao Sung að lokum:
„Komið nú með reizlurnar og vegið alla stein-
ana upp úr bátnum.
Leggið svo saman þyngd allra steinanna og þá
sjáið þið hvað fíllinn er þngur.“