Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 37
körfu með eplum. Aðeins fá
voru eftir; hún hafði sýnilega
selt þau nálega öll. Á öxl sér
bar hún poka fullan af hefil-
spónum. Hún hlaut að hafa
safnað þeim í nágrenni ein-
hverrar nýrrar byggingar, og
var nú á leið með þá heim til
sín. Bersýnilegt var, að pok-
inn var henni of þungur. Hún
hugðist færa hann yfir á hina
öxlina og setti hann á gang-
stéttina, hengdi eplakörfuna
á lágan staur og tók að hrista
spænina niður í pokann. Með-
an hún var að þessu, skaut allt
í einu upp tötralegum strák-
hnokka, hamingjan má vita
hvaðan, er greip eitt eplanna
upp úr körfunni og hugðist
nema það á brott með sér, en
hin aðgætna, gamla kona
snerist snarlega á hæli og
hremmdi piltinn. Strákur
barðist um og reyndi að slíta
sig lausan, en gamla konan
greip hann með báðum hönd-
um, sló af honum hettuna og
rykkti þjösnalega í hár hans.
Strákur vældi, og gamla kon-
an jós yfir hann skammaryrð-
um. Avdyeeich kastaði alnum
á gólfið, þaut fram í húsa-
garðinn, og í flýtinum hras-
aði hann á þrepunum og
missti af sér gleraugun. Hann
hljóp út á götuna. Gamla
konan togaði í hár piltsins og
hugðist færa hann til lögregl-
unnar, en hann barðist um og
sparkaði.
„Ég tók það ekki,“ sagði
hann. „Hversvegna lemurðu
mig? Slepptu mér!“
Avdyeeich kom að og reyndi
að sundurskilja þau. Hann
þreif í piltinn og sagði:
„Slepptu honum, móðir góð!
Fyrirgefðu honum Krists
vegna!“
„Ég ætla að fyrirgefa hon-
um á þann hátt, að hann öðl-
ist ógleymanleg kynni af
ferskum birkigreinum," sagði
konan. „Ég á við, að ég muni
taka skálkinn með mér til lög-
reglustöðvarinnar. “
Avdyeeich tók að telja um
fyrir gömlu konunni.
„Slepptu honum, móðir
góð; hann mun aldrei fram-
ar breyta á þennan hátt.
Slepptu honum Krists vegna.“
Gamla konan sleppti hon-
um. Strákur hugðist hlaup-
ast á brott, en Avdyeeich hélt
honum föstum.
„Biddu konuna fyrirgefn-
ingar,“ sagði hann, „og gerðu
slíkt aldrei oftar. Ég sá þig
taka eplið.“
Drengurinn byrjaði þá að
gráta og biðjast fyrirgefn-
ingar.
„Þetta er í lagi! Og hér er
epli handa þér.“ Avdyeeich
tók epli upp úr körfunni og
rétti drengnum. „Ég borga
þetta, móðir góð,“ sagði hann
við gömlu konuna.
„Þú gerspillir þeim á þenn-
an hátt, þessum bófum,“ sagði
gamla konan. „Ef ég ætti að
launa honum, yrði hann ófær
til að setjast í heila viku.“
„Ó, nróðir góð, móðir góð!“
hrópaði Avdyeeich. „Þannig
lítum við á hlutina, en Guð
fer öðruvísi að. Ef við ættum
að hljóta slíka hýðingu sökum
eins eplis, hvað verðskuldum
við þá fyrir syndir okkar?“
Gamla konan varð þögul.
Og Avryeeich sagði gömlu
konunni dæmisöguna um hús-
bóndann, sem gaf þjóni sínum
upp mjög mikla skuld, og
hvernig þjónninn þegar í stað
gekk til og greip um háls sam-
þjóns síns, vegna þess, að
hann var skuldunautur lians.
Gamla konan hlustaði á allt
saman, og pilturinn hlustaði
líka.
„Guð hefur beðið okkur að
fyrirgefa,“ sagði Avdyeeich,
„að öðrum kosti mun Hann
ekki fyrirgefa okkur. Við
verðum að fyrirgefa öllum,
sérstaklega hinum hugsunar-
lausu.“
Gamla konan hristi höfuð-
ið og andvarpaði.
„Þetta er allt saman gott og
blessað," sagði hún, „en þeir
fara í hundana sarnt sem áð-
ur.“
„Þá erum við, hin eldri,
skyldug til að kenna þeim
betri siði,“ sagði Avdyeeich.
„Það segi ég með þér,“ svar-
aði gamla konan. ,,Ég átti sjö
slíka einu sinni, en nú á ég
aðeins eina dóttur eftir.“ Og
garnla konan hóf að segja hon-
um hvar og hvernig hún
byggi ásamt dóttur sinni, og
hve mörg barnabörn hún
hefði eignazt. „Ég er ekki hin
sama og ég var,“ sagði hún,
„en ég geri það sem ég get.
Mér er sárt um barnabörn
mín, og þau eru líka góð
börn. Enginn gleðst yfir að
sjá mig eins og þau. Aksyutka
litla vill ekki vera hjá nein-
um nema mér. „Elsku amma!
Elsku amma!“ “ og gamla
konan táraðist. „Svipuðu máli
gegnir með hann,“ sagði hún
og benti á piltinn, „drengir
munu verða drengir, býst ég
við. Gott og vel, guð veri með
honum!“
Einmitt þegar gamla konan
var að lyfta pokanum á herð-
ar sér, ruddist pilturinn fram
og sagði:
„Komdu með hann, og ég
skal bera hann fyrir þig,
amma! Við eigum samleið
hvort eð er.“
Gamla konan hristi höfuð-
ið, en hún lyfti pokanum á
herðar piltsins.
Og svo þrömmuðu þau eft-
ir götunni, hlið við hlið.
Gamla konan gleymdi að
biðja Avdyeeich um pening-
ana fyrir eplið. Avyeeich stóð
og horfði á eftir þeim, og
heyrði þau ræðast við um dag-
inn og veginn.
Avdyeeiclt fylgdi þeim með
augunum unz þau hurfu,
hvarf svo inn til sín og fann
gleraugun sín á þrepunum
(þau voru óbrotin), tók upp
al sinn og hélt áfram að vinna.
Eftir nokkra hríð tók hann að
sjá illa til við saumana, og
hann sá lampakveikjarann
ganga um og tendra götu-
ljósin. „Nú mun vera
korninn ljósatími,“ hugsaði
liann og fágaði litla lampann
sinn, tendraði ljós á honum
og fór svo aftur að vinna.
Hann lauk við eitt stígvél,
sneri því fyrir sér og athug-
aði það gaumgæfilega. „Gott,“
hrópaði hann. Hann lagði
verkfæri sín til hliðar, sópaði
úrskurðinum saman, hreins-
aði bursta og nálar, gekk frá
alnum, tók niður lampann,
setti hann á borðið og náði
guðspjöllunum ofan af hill-
unni. Hann hugðist finna
ritningarstaðinn, sem hann
hafði merkt með ræmu af
saffíani, en fletti upp á öðr-
um stað. Og einmitt þegar
Avdyeeich lauk upp guð-
spjallinu, minntist hann
draums síns frá því um kvöld-
ið áður. Og ekki hafði hon-
um fyrr komið draumurinn í
hug, en honurn fannst hann
heyra til einhverra að baki
sér. Avdyeeich litaðist um, og
sá þá, að einhver stóð inni í
horni, þar sem dimmast var.
Já, í reyndinni stóð þar ein-
hver, en hver, það gat hann
ekki séð greinilega. Þá hvísl-
aði rödd í eyra hans:
„Martin! Martin! Þekkir þú
mig ekki?“
„Hver ert þú?“ hrópaði Av-
dyeeich.
„Það er ég,“ hrópaði röddin,
„sjá, það er ég!“ Og Stepanu-
ich gekk fram úr horninu.
Hann brosti og svo leystist
hann upp og hvarf, líkt og lít-
ið ský. Og fram úr horninu
kom kona með lítið barn;
konan brosti og barnið hló, og
svo hurfu þau einnig.
„Og það er ég!“ hrópaði
röddin, og gamla konan og
pilturinn með eplið gengu
fram; þau brostu bæði, en
hurfu síðan líkt og hin.
Og Avdyeeich var glaður í
hjarta. Hann krossaði sig,
setti upp gleraugun og hóf að
lesa guðspjöllin á þeim stað,
er opnazt hafði fyrir honum.
Efst á blaðsíðunni las hann
þessi orð: „Ég var hungraður
og þyrstur og þér gáfuð mér
að drekka. Ég var ókunnugur
og þér önnuðust mig.“
Og neðst á blaðsíðunni las
hann þetta: „Það, sem þér haf-
ið gert hinum minnsta af
bræðrum mínurn, hafið þér
einnig gert mér.“
Og Avdyeeich fann, að
draumur hans hafði ekki
brugðizt honurn, og að Frels-
arinn hafði raunverulega
komið til hans þennan dag,
og að hann hafði raunveru-
lega tekið á móti Honum.
(Dagur Þorleifsson þýddi).
SAMVINNAN 37