Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 27
Séð suður yfir austurhluta Öskjuvatns. Bátshraun sést ti! vinstri á mvndinni.
af því megnan daun. Hægt er
að komast niður að vatninu
eftir skorningi í norðaustur-
barmi, án þess að fara í bönd-
um. Mun Guðmundur Jónas-
son, fjallabílstjóri, fyrstur
manna hafa fundið upp á því
að fá sér bað í Víti, en aðrir
hafa síðar eftir leikið.
Jarðfallið mikla, sem Öskju-
vatn er í, varð til í sambandi
við gosið 1875, aðallega eftir
29. marz. Því miður hefur
dýpi vatnsins ekki verið nægi-
lega kannað, en víst má þó
telja, að rúmmál jarðfallsins
sé mun meira en rúmmál
þeirrar bergkviku, er ruddist
upp úr eldstöðvunum í gos-
inu. Sama virðist vera um
vmsar öskjur erlendar, en
Öskjugosið mun vera ein ör-
uggasta sönnunin, sem völ er
á um þetta fyrirbæri, og því
sérstök ástæða til að mæla ná-
kvæmlega dýpt Öskjuvatns.
Eftir nær hálfrar aldar hlé
hófust gos í Öskju að nýju
vorið 1921, það ár og næsta
mynduðust fjögur lítil blá-
grýtishraun við Öskjuvatn,
og er hið stærsta þeirra, Mý-
vetningahraun, við suðvestur-
enda vatnsins. Hin jarjú eru
við vatnið austanvert og hið
nyrzta þeirra rétt suður af
Víti. Nefnist það Bátshraun,
því það fór yfir bát þann, sem
fluttur var þangað 1907. Árið
1926 mun hafa myndazt gíg-
hólmi sá, sem er í Öskjuvatni
norður undan Thoroddsens-
tindi.
Allmikið brennisteinshvera-
svæði er nú upp af Öskju-
vatni suðaustanverðu og lit-
skrúð mikið, svo sem venja er
um slík svæði. Sjálft hefur
Öskjuvatn þann grágræna lit,
sem oft einkennir gíg\-ötn,
umhverfi Vítis er ljóst og gul-
grátt, en yngstu hraunin nær
hrafnsvört til að sjá. Verður
af öllu þessu hin furðulegasta
litasinfónía, sem vart á marga
sína líka.
Þorvaldur Thoroddsen skrif-
ar á einum stað í Ferðabók
sinni: „Náttúran er hér í
Öskju öll hrikalegri og mik-
ilfenglegri en í nokkrum öðr-
um stað á íslandi, sem ég hef
séð, og sá, sem einu sinni hef-
ur staðið á barmi þessa jarð-
falls, gleymir því aldrei.“
Hér kemur raunar fleira
til en umhverfið eitt. Segja
mætti, með breyttum orðum
Tómasar skálds, að landslag
væri lítils virði, ef þar gerðist
aldrei neitt. Sérhver sá, sem
ferðast um byggðir og öræfi
íslands, ætti að kynna sér sem
bezt, áður en í förina er farið,
sögur þær og sagnir, sem
tengdar eru þeim landssvæð-
um, sem hann fer um. Hvort
væri Tungustapi hinn sami í
augum manns, ef ekki ómaði í
eyrum: Ríðum og ríðum, það
rökkvar í hlíðum? Hvað væru
lágar rústir Eyvindarkofavers
án vitneskju um örlög þeirra
er þar bjuggu? Ferð um Kjöl
verður aldrei hin sama og áð-
ur eftir að skuggar Reyni-
staðabræðra tóku að líða þar
um hjarn. Askja og Öskjuvatn
eru órjúfanlega tengd þeim
atburðum er þar gerðust á
fyrsta áratug þessarar aldar.
Sumarið 1907 komu til ís-
lands þrír Þjóðverjar og
liugðust kanna Öskju. Fyrir-
liði þeirra var dr. Walter von
Knebel, kunnur jarðfræðing-
rannsóknum tveim sumrum
ur, sem hafði unnið hér að
áður. Hinir tveir voru Hans
Spethmann, jarðfræðinemi,
og málarinn Max Rudloff.
ust nú taka seglbátinn í notk,-
un og kanna vatnið. Veður
var fagurt, en þegar Speth-
mann kom til tjaldstaðar kl.
10 uin kvöldið, voru félagar
hans ókomnir. Hann beið ró-
legur fram undir miðnætti,
en fór þá ekki að lítast á blik-
una og hélt því vestur með
vatni til að svipast um eftir
félögum sínum, en jjað er
skemmst frá að segja, að af
þeim og farkosti þeirra sást
hvorki þá né síðar eyvi né
snefill utan ein ár, eitt kassa-
lok og einn vetlingur, sem
málarinn hafði átt. Speth-
mann dvaldi þarna einn fimm
dapra daga, þá kom Ögmund-
ur til baka og frétti, hvernig
komið var. Leituðu þeir
Séð til vesturs yfir Öskju úr hlíðinni austur a£ Víti, sern sést í forgrunni til
hægri. Ljósm. Páll Jónsson.
Þeir félagar fóru ríðandi til
Öskju 1. júlí. Fyrirliði fylgd-
armanna þeirra var Ögmund-
ur Sigurðsson, er áður hafði
komið í Öskju með Þorvaldi
Thoroddsen. Fylgdarmenn-
irnir sneru brátt til byggða,
en eftir urðu Þjóðverjarnir
þrír, sem hugðust m. a. kanna
Öskjuvatn. Þeir höfðu með-
ferðis bát úr segldúk, sem
spenntur var utan um mess-
ingsgrind. Leizt ýmsum, er
sáu, ógæfulega á þennan far-
kost. Segir ekki af rannsókn-
um þeirra félaga fyrr en 10.
júlí. Þennan dag var Speth-
mann sendur til jarðfræðiat-
hugana upp í fjöllin norður
af Öskjuopi, en hinir hugð-
Spethmann enn um hríð án
árangurs og síðar um sumarið
var gerður út mikill leitarleið-
angur úr Bárðardal og Mý-
vatnssveit. Höfðu leitarmenn
með sér bát þann, er fyrr var
nefndur og fluttu fyrst á
kerru, síðan á kviktrjám og
reyndu að slæða vatnið, en
það bar engan árangur.
Margt var skrifað og skraf-
að um örlög þessara Þjóð-
verja, bæði hérlendis og í
heimalandi þeirra, og spruttu
upp margar kviksögur. Ein
var sú, að Spethmann hefði
komið félögum sínum fyrir
kattarnef, þar eð hann hefði
verið í kærleikum við kær-
Framh. á bls. 32.
SAMVINNAN 27