Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 33
1 45 km og ökutími um fjórar klukkustundir. Er því auðvelt að fara á einum degi frá Akureyri í Öskju. Önnur leið í Öskju er upp úr Bárðardal eða suður úr Mý- vatnssveit, um Suðurárbotna, vingjarnlega vin, þar sem upptakalindir Suðurár koma blátærar undan brunanum, og síðan yfir breitt og sein- farið hraun á mörkum Fram- bruna og Útbruna. Er síðan haldið suður Dyngjufjalladal, sérkennilegan dal, og er þar á eftir tvennt til, að ganga inn í Öskju um Suðurskörðin eða keyra austur með Dyngju- fjöllum að sunnan og yfir á Lindaleiðina. Þriðja bílleiðin í Öskju og sú miklu lengsta, er af Suð- urlandi um Sprengisand og Ódáðahraun. Sú leið opnaðist bílum, er Guðmundur Jón- asson fann Hófsvað á Tungná 1950 og hefur verið farin sumar hvert síðan 1952. Frá Hófsvaði í Öskjuop mun um 300 kílómetra akstur og venjulegustu tjaldstaðir á þeirri leið Köldukvíslareyrar gegnt Illugaveri, Jökuldalir vestan undir Torfajökli og Gæsavötn. Það væri efni í sér- staka grein að lýsa þessari leið í Öskju og öllu því, sem á þeirri leið ber fyrir augu, en eftir slíka ferð er vissulega hægt að státa af því að hafa komizt í kynni við íslenzka auðn, og fagurt sýnist hvannastóðið í Herðubreiðar- lindum eftir þá öræfareisu. Á niðurlægingartímum ís- lenzku þjóðarinnar lögðust öræfaferðir að mestu niður og öræfi landsins voru síðan fram á síðustu áratugi lokað land að mestu, byggt tröllum einum og útilegumönnum. Enn stendur mörgum beigur af öræfaferðum. En því fer fjarri, að öræfaferðir á sumr- in séu lengur neinar svaðil- farir. Ég hygg, að hverri sæmi- lega hraustri manneskju á aldrinum 10 til 70 ára sé ó- hætt að fara í þær öræfaferðir, sem nú eru farnar á vegum reyndra og ábyrgra aðila, sem hafa trausta bíla og góð tjöld og annan útbúnað í lagi. Vit- anlega þarf að klæðast vel og umfram allt gleyma ekki ís- lenzku ullarnærfötunum, en sem sagt, svaðilfarir eru þetta ekki. Það er ekki nema sjálfsagt, að fólk ferðist til unaðsreita í eða nærri byggðum, staða sem Ásbyrgis, Þórsmerkur, Þing- valla, Hreðavatns, Slútness, svo einhverjir séu nefndir, enda svo komið, m. a. vegna skólaferða, að fátt er það fólk á fullorðinsaldri, sem ekki hefur komið á allmarga slíka staði. Fegurð þeirra er auð- numin, hún gengur bent til hjartans eins og músík Mós- arts eða Schuberts. En sú er trúa mín, að með því sívax- andi eirðarleysi og taugasliti, sem hlýzt af hraða og hávaða- dýrkun okkar nútíma borgar- menningar, eigi menn eftir að læra það æ betur, hvílíkan heilsubæti líkama og sálar við eigum í auðnum hálendisins, úfnum hraunum þess, hvítum jöklum og svörtum söndum, þar sem kyrrðin ríkir ein. N áttúrufegurðarinnar nýtur maður þar með öðrum hætti en á gróðurreitum láglendis- ins. Seiðmagn öræfanna er í ætt við músík Bachs og Beet- hovens, en það sem öðru fremur sefjar hugann er þögnin, öræfaþögnin, og skyldi enginn láta hjá líða að fara eitthvað einförum á ör- æfaleiðum, þótt í hópferð sé. Sérhver vottur af lífi verð- ur undarlega minnisstæður á þessum auðnaleiiðum: grá- gæsahópur í oddaflugi á suð- urleið, hátt yfir Vonarskarði, einmana snæugla flaxandi yfir svörtum hraunhólum Út- brunans, háleggjuð hvönn við blátæra lind austur af Herðu- breið, eyrarrósarbreiðurnar við Köldukvísl. En hvergi upplifa menn ís- lenzka auðn og öræfaþögn á- þreifanlegar en í Öskju. Fáir munu þeir, sem farið hafa inn um Öskjuop í fyrsta sinni og komið út aftur alveg sömu menn.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.