Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 24
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON Heilagur andi í kveðskap og sögum fyrri hluta miðalda 17 róðlegt væri að gera sér nokkra grein fyrir því, að hve miklu leyti menn á fyrra hluta miðalda hafa tileink- að sér kenningar kirkjunnar um heilagan anda. Frásög- urnar af skírn Krists, boðun Maríu og sendingu heilags anda á hinni fyrstu hvítasunnu hafa veitt tækifæri til að brýna fyrir mönnum ýmislegt um eiginleika hans. Elzta, en óbeina, heimildin er brotið af vísu Sighvats Þórðarsonar (11. öld) um skírn Krists: Endr réð engla senda Jórdánar gramr fjóra, fors þó hans á hersi heilagt skoft, ór lofti. (Forðum sendi guð fjóra engla af liimnum, áin þvoði helga lokka Krists). Fyrri vísuhelmingurinn hefur glat- azt, en af því, sem varðveitzt hefur, má sjá, að Sighvatur þekkir arfsögn um það, að fjórir erkienglar, líklega þeir Mikael, Gabriel, Rafael og Uriel, hafi verið sendir ásamt heilögum anda í dúfulíki til að vera við skírn Krists. Skírn Krists í Jórdan var ástæðan til þess, að Auður djúpúðga lét jarða sig í flæðarmáli í Hvammsfirði að frásögn Landnámutexta Sturlu-, Þórðar- og Skarðsárbóka, því hún vildi eigi hvíla í óvígðri moldu, þar eð hún var kristin. Laxdæla saga, kap. 7, segir þó, að hún hafi verið lögð í bát og orpinn haugur yfir. Skýringu á þessu má finna í varnarræðu Guðmundar góða um 1215 fyrir erki- biskupi, þar sem hann segir, að Jórdan var smurð með krismu, þ. e. helgaðri olíu, í skírn Krists, og við það varð fljótið svo heilagt, að öll vötn veraldar helguðust við gjöf heilags anda og í nafni heilagrar þrenningar, sbr. Guðmundar sögu, kap. 11, og yngstu söguna, kap. 50. Þessi sama hugmynd er sett fram í Messuskýring ok allra tíða, sbr. Messuskýringar. Oslo 1952, bls. 37n og hefur sennilegast verið tekin þaðan í Guðmundar sögu. Þessa skoðun iiefur leikmaðurinn, skagfirzki bóndinn og valdsmaðurinn, Einar Gilsson, (14. öld), tileinkað sér frá Guðmundar sögu, er hann orti: Jórdán varð, þá er skjöldung skírði skíran Jón, er hjálpar ljónum, blessuð endr ok, geisla grundar grandalaus af helgum anda. Þessi dýrð hefir vötn að vísu vísa drottins gervöll prísat, finnast þau, með sigri sönnum, sönnust orð, til líknar mönnum. (Er Jóhannes skírði skíran himnakóng, sem hjálpar mönnum, var Jordán forðum blessuð og lýtalaus af helg- um anda. Þessi dýrð drottins drottnanna hefur sannar- lega prýtt öll vötn með sönnum sigri til líknar mönnum. Um það finnast hin sönnustu orð.) Önnur skoðun á verki heilags anda við skírn Krists kemur fram í vísu Skáld-Þóris á 12. öld: Dýrkleifar kom dúfa dags ok krisma lagði meginskjöldungi mildum mæt í hattar stræti. (Dýrleg dúfa kom og lagði krisma í höfuð hins milda himnakonungs.) Og er þetta í samræmi við skírnarsiðu kaþólskra. Frásögnin um boðun Maríu kemur bróður Eysteini til að segja á 14. öld um Maríu mey í Lilju: Þú ert heitandi heilags anda höll, ok prýdd með dáðum öllum. Svipuð hugsun kemur fyrir í sambandi við Jón helga í 15. kap. sögu hans, þar sem segir: — „áðr helgasta hans brjóst, þat er heilagr andi hafði valit sér til byggðar, — en í yngri sögunni, kap. 25 segir: hans blessaða brjóst, heilags anda musteri, —Eldri sagan gæti gefið til kynna, að heilagur andi hafi útvalið Jón helga sérstak- lega, en í yngri sögunni er komið almennara til orða, sennilega vegna áhrifa frá 1. Kor. 3:16: „Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður?“ Hvítasunnudeginum fyrsta er í Hungurvöku, kap. 2, lýst sem þeim degi, er guð „prýddi alla veröld í gift heil- ags anda.“ Hugmyndin um gjöf heilags anda þróaðist mjög, m. a. vegna áhrifa frá 1. Kor. 12:8—11, svo sjö gjafir heilags anda varð fast máltak. í Stokkhólms-Hómílíubók, bls. 24—25, eru þær nefndar: Spekt, skilning, ráð, styrkt, fróðleikr, mildi, hræðsla, en latnesk hliðstæða er: timor, pietas, scientia, fortitudo, consilium, intellectus, sapi- entia. I Lilju setur hugmynd þessi skemmtileg spor. Erkieng- illinn Gabriel nefnist þar: sendiboði sjöfalds anda, og sami sjöfaldi andi er í bænarorðum bróður Eysteins: Send hingat sjöfalds anda sanna gift, er leysi úr banni mína önd, að mætti ég þjóna, Maríu blóm, fyrir yðvarn sóma. Hugmyndin um gjöf heilags anda í skírninni kemur fram þegar um 1000 í vísu Þorbjarnar dísarskálds: 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.