Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 30
SKÚLI H. NORÐDAHL Hús og húsbúnaður Séð inn e£tir miðskipi Xotre Danre kirkjunnar í París. Llm sólhvörfin gengur í garð lielgasta hátíð kristinnar kirkju. Er því ekki úr vegi að helga þennan þátt nokkrum hug- leiðingum um kirkjubygg- ingar. Þó að viðhorfið til kirkju- bygginga hér heima hafi verið nokkuð einstrengingslegt, er því fyrir að þakka að svo hef- ur ekki verið með öðrum þjóðum, og eru viðhorfin von- andi að breytast hér eins og síðar er vikið að. Það sem öðru fremur hef- ur einkennt lifandi bygging- arlist, er að kirkjubyggjend- ur hafa helgað guði sínum þá fullkomnustu tækni, er þeir hafa ráðið yfir hverju sinni á sviði byggingariðnaðar og handverks. Þannig eru hinar stórfeng- legu og tignarlegu gotnesku kirkjur Mið-Evrópu vottur þess, sem djarfast varð gert með tilliti til byggingarefnis og tækni þess tíma. Áður fyrr byggðu menn ekki í stíl, heldur sköpuðu byggingar. Það eru sagn- og listfræðingar, sem hafa búið til stílheiti yfir eðlislíkar sam- tímabyggingar til að auðvelda okkur hinum og sjálfum sér að fá yfirsýn yfir hin ýmsu tímabil menningarsögu okkar. Af þeim sökum er það raun- veruleg vanhelgun (sérstak- lega á sviði helgibygginga) að apa eftir eldri stílfyrirbæri, er orðið hafa til fyrir ólíkar aðstæður hvað viðvíkur bygg- ingarefni, tækni og félagsleg- um viðhorfum. Hver eru þá viðitorf okkar nú á síðari hluta 20. aldar? Þau eru sjálfsagt marg- breytileg fyrir þær sakir, að tæknilegir möguleikar okkar eru svo ólíkt meiri en allra undanfarandi kynslóða. Þó eru vissir hlutir, sem við eig- um sameiginlega með eldri kynslóðum og kalla mætti sí- gild viðhorf, en þau eru: 1. Gerð byggingarinnar v'erður að tjá tign hinnar gjörhugsuðu, djörfu bygging- artækni og spennu hins rök- rétt hagnýtta byggingarefnis. 2. Helgibygging verður allt- af að tjá viðhorf þeirrar kyn- slóðar, er byggir hana, til ljóssins. Það skilur öðru frem- ur á milli hinna ýmsu tíma- bila byggingarlistasögunnar. 3. Hin arfhelgu helgitákn verða að birtast í þeim nýju formum, sem einkenna form- lieim hverrar kynslóðar. Svo hefur jafnan verið áður fyrr. Þessum línum fylgja nokkr- ar myndir, sem eiga að styðja það, sem sagt hefur verið. Gotneska kirkjan. hlaðin úr höggnum sandsteini, sem auðvelt er að móta með egg- járnum, vex upp af þungum undirstöðum. Súlurnar, gróf- ar að neðan, verða fíngerðari eftir því sem ofar dregur og þunginn minnkar þar til grennstu leggirnir tengjast saman í bogum hvelfinganna. Eftir því sem þessi byggingar- tækni óx varð mynstur þak- hvelfinganna margslungnara. Einn veigamestur þátturinn í þeirn áhrifum, sem gestir gotnesku kirknanna verða fyr- ir, er leikur ljóssins um marg- brotin byggingarformin. Hálf- rökkur ríkir í kirkjuskipinu, þar sem súlurnar eru gróf- gerðastar. Síðan birtir ofar við marglita gluggana og að lokum rökkvar að nýju, þar sem lim súlnanna tengist sam- an í hvelfingunum. Einnig er markvisst beitt andstæðum ljóss og skugga þegar horft er eftir kirkjunni, sem hvílir í 30 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.