Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 36
Tryggið framtíð barnanna líftryggið Andvaka Tizka og . . . . l'ramhald af bls. 15. um, þegar hann smíðar. Það er dulið vald sem enginn fær með öllu undan komizt, jafn- skjótt sem hann á að skapa eitthvað sem form er á.“ Af þessu sjáum við, að gull- insniðið er í augum Zeisings ekki tilbúin regla, heldur skynjunarlögmál, sem mönn- um sé meðfætt, og það birtist jafnvel í sjálfu sköpunarverki náttúrunnar. Það er eðlilegt að slíkur eldmóður sannfæringarinnar leiði menn til efasemda og þeirrar spurningar, hvort feg- urðarskynjun manna sé yfir- leitt háð nokkru slíku sam- eiginlegu lögmáli. Þýzki heimspekingurinn Gustave Theodor Fechner, sem talinn er upphafsmaður tilrauna- fagurfræðinnar, setti sér það verkefni að sannprófa, hvort nokkuð væri hæft í fullyrð- ingunni um algildi gullin- sniðsins. Ein af tilraunum lians var á þá leið, að hann bjó til 10 ferhyrninga, sem voru allir nákvæmlega jafnir að flatarmáli og allir rétt- hyrndir, en þó engir tveir eins að hlutföllum. Einn þeirra var í réttu gullinsniði og tveir nálguðust það mjög. Um nokkurra ára skeið kall- aði hann á fólk eftir ákveðnu kerfi og bað það skoða fer- hyrningana, sem voru hengd- ir upp á vegg og tölusettir. Síðan lét hann menn greiða atkvæði um það, livert formið væri fegurst eða auganu geð- felldast. Að sjálfsögðu hafði fæst af þessu fólki heyrt gull- insnið nefnt og vissi þaðan af síður um tilgang þessarar annarlegu spurningar. Þegar endanlega var gætt að úrslit- um, kom í ljós, að 74% at- kvæða höfðu fallið á þá þrjá ferhyrninga, sem næstir voru réttu gullinsniði. Sum form- in fengu ekkert atkvæði. Út- koman hefði ef til vill orðið enn furðulegri, ef Fechner hefði varað sig á þeirri sjón- blekkingu, að mönnum finnst jafnan lóðrétt lína lengri en lárétt, þótt þær séu jafnar. Skynvillan nemur sem næst þrem af hundraði, en fer vaxandi með lengd lóðréttu línunnar. Sjónblekking þessi á meðal annars orsök í vöðva- byggingu augans. Síðan Fechner gerði til- raunir sínar, hafa verið gerð- ar fjölmargar atrennur að ráðgátu gullinsniðsins, og jafnan borið að sama brunni, að mönnum þykir hlutfall þetta geðþekkara en flest önnur. íslenzki fáninn er til dæmis gullinsnið, svo sem flestir þjóðfánar heims, og rauði þverarmurinn skiptir fánadúknum í tvær helftir eftir réttu gullinsniði. Þetta er því ekki aðeins ímyndað lögmál, heldur starfsregla í ýmsum hlutum, svo sem fána- saum. Það er því betra að kunna skil á henni, svo menn lendi ekki í steininum fyrir s t j ór narskr ár br ot! Að lokum óska ég öllum lesendum þessara þátta gleði- legra jóla og góðs árs. Heimili .... Framhald af bls. 19. son sinn, hneigði sig og þakk- aði Avdyeeich einu sinni enn. „Taktu við þessu Krists vegna,“ sagði Avdyeeich um leið og hann rétti henni tveggja grivenka pening, „og leystu út sjalið þitt.“ Konan krossaði sig, Avdyeeich kross- aði sig, og síðan fylgdi hann henni til dyra. Konan sneri á brott. Av- dyeeich borðaði leifar kálsúp- unnar, þvoði matarílátin og hóf svo vinnu á ný. Hann vann og vann, og hvenær sem rúðurnar myrkvuðust sökum utanaðkomandi skugga, leit hann upp þegar í stað til að sjá þann, er framhjá gekk. Menn gengu framhjá, kunn- ugir og ókunnugir, en um neina sérstæða persónu var ekki að ræða. En allt í einu sá Avdyeeich gamla sölukonu beint. fyrir framan glugga sinn. Bar hún 36 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.