Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 4
Gísli Magnússon KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA - BAKHJARL FRAMFARA I SVEIT 01 KAUPSTAÐ Rætt við Gísla í Eyhildarholti um félagið, sögu þess og starf Til forna hefur Skaga- fjörður líklega staðið flest- um eða öllum héruðum norö- anlands framar hvað snerti auðsæld og velmegun. Ým- islegt stuðlaði að þessu, hér- aðið er sléttlent og grasgef- ið og þar að auki Drangey í miðjum firði, en þar fundu miklu fleiri björg en Grettir, þegar skorturinn nálgaðist í sinni árvissu yfirreið á út- mánuðum. í samræmi við þetta voru áhrif Skagfirð- inga um landsmál ívið meiri en annarra Norðlendinga, þar var biskupsstóllinn heima að Hólum, sem var ekki aðeins andlegur heldur og veraldlegur höfuðstaður Norðurlands öldum saman, þar uxu upp Ásbirningar, sú norðlenska höfðingjaættin, er mest kvað að á Sturlunga- öld og þar var jafnvel bónda- bær einn höfuðstaður ís- lands alls þá skömmu hríð sem landið var jarlsdæmi. Ef til vill hefur þessi til- tölulega mikla velsæld Skag- firðinga átt sinn þátt í að gera þá að mörgu leyti fast- heldnari á forna hætti en marga landsmenn aðra; þar 'sem fólki líður vel, re'kur neyðin það síður til að breyta til í von um betra líf. Eitt er víst, að stéttaskipting var tiltölulega mikil meðal skag- firskra bænda og furðu líf- seig; þar var og kaupmanna- veldi mikið og samvinnu- hreyfingin sein að koma undir sig fótum, miðað við það sem gerðist í mörgum Ljósmyndir: Stefán Pedersen. Kaupfélagið stendur fyrir miög fjölbreyttum atvinnurekstri og er aðalundirstaða atvinnulífs á Sauðárkróki. Myndin að neðan er tekin í smurstöð félagsins. 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.