Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Side 6

Samvinnan - 01.10.1964, Side 6
Tobías Sigurjónsson (efst t. v.), bónði í Geldingaholti, hefur verið formaður kaupfélagsins síðan 1938, eða rúman aldarfjórð- ung. Auk hans eru í stjórn félagsins þeir Gísli Magnússon, Ey- hildarholti, Bergur Gíslason, Kýrholti, Björn Sigtryggsson, Framnesi og Jóhann Salberg, sýslumaður Skagfirðinga. — Mar- teinn Friðriksson (efst t. h.) er framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauð- árkróks h.f., sem hefur með höndum fiskmóttöku og fiskverkun. Sala sjávarafurða hjá Fiskiðjunni nam á s.l. ári um 12 millj. króna. Á þriðju myndinni sést yfir mestan hluta Sauðárkróks, höfuðstaðar Skagaf jarðar. Elsti hluti bæjarins er næst á mynd- inni, og þar eru flest hús kaupfélagsins. anna. En þó er það svo, að einn meðlimur bæjarstjórn- ar er nýlega sagður hafa lát- ið þess getið, að kaupfélagið væri bezt geymt „uppi á nöf- um.“ Til skýringar fyrir ó- kunnuga skal þess hér getið, að þar er kirkjugarður Sauðárkróks. Er þessi hlægi- lega afstaða forsvarsmanna Sauðárkróks síðasti vottur- inn um áðurumtalaða íhalds- semi Skagfirðinga? Vonandi hverfur hann með jafn skjótri svipan og selstöðu- kaupmenn og torfbæir. Blaðamaður Samvinnmin- ar hitti fyrir skömmu að máli Gísla Magnússon, bónda í Eyhildarholti, og spurði hann nokkurra spurn- inga varðandi það efni, er getið er hér að framan, og kaupfélagið yfirleitt. — Var þar síður en svo farið í nokk- urt geitahús í ullarleit, því Gísli er sennilega flestum eða öllum fróðari um sam- vinnumál í Skagafirði að fornu og nýju. Auk þess sem hann um margra áratuga skeið hefur verið einn af mörgum mjmdarbændum sinnar sýslu, hefur hann tví- vegis átt sæti í stjórn kaup- félags Skagfirðinga, í síðara skiptið óslitið frá 1939. Þá var hann oddviti í Rípur- hreppi frá 1934 og þangað til nú nýverið og sýslunefndar- maður um langt skeið. Kvæntur er Gísli Guðrúnu Sveinsdóttur og eiga þau 11 börn. — Jú, það er varla of mik- ið sagt, að bæjaryfirvöldin hafa veitt kaupfélaginu litla fyrirgreiðslu, sagði Gísli. — Ber þá einna helzt að geta þess hróplega ranglætis, sem kaupfélaginu hefur verið sýnt í lóðamálum. Aðalstöðv- ar þess eru og hafa verið frá gamalli tíð í norðurenda bæjarins, en hann hefur all- ur stækkað til suðurs. Þar að auki eru hús félagsins orðin gömul og úrelt um margt. Félaginu er því brýn nauðsyn að byggja stórhýsi nálægt miðjum bæ og flytja þangað aðalstöðvar sínar og koma auk þess á fót útibúi í suðurbænum. Sótt hefur verið um lóðir undir báðar þessar byggingar til bygg- ingarnefndar bæjarstjórnar, en ekkert svar borist. Ekki einu sinni neitun. Þetta er vottur þeirrar virðingar, sem meirihluti bæjarstjórnar Sauðárkróks sýnir því fyrir- tæki, íem bæði bæjarfélagið og allur þorri bæjarbúa byggir afkomu sína á. — Hefur félagið ekki einn- ig átt í brösum við forsvars- menn bæjarfélagsins út af útsvarsmálum? — Jú, það hefur borið við oftar en einu sinni, að iit- svar hefur verið iagt Efri myndin að neðan sýnir stækkunarframkvæmdir hjá bygg- ingavöruverzlun Kaupfélags Skagfirðinga. Neðri myndin er sannkölluð samvinnumynd og sýnir margar henuur vinna létt verk á bifreiða- og vélaverkstæði félagsins. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.