Samvinnan - 01.10.1964, Síða 7
Efst til vinstri: Helgi Rafn Traustason, fulltrúi kaupfélagsstjóra.
Efst til hægri: Sólberg Þorsteinsson, forstöðumaður Mjólkur-
samlags K.S., sem nú tekur við mjólk úr gervöllum Skagafirði.
Nam það magn s.l. ár 5.762.521 kg mjólkur og er það 17,58%
aukning miðað við árið áður. Næsta mynd fyrir neðan er tekin
í húsakynnum samlagsins og sýnir tvo starfsmenn þess að störf-
mn, þá Hauk Pálsson t. v.) og Sigurð Jóhannsson. — Neðst
sjáum við slátur- og frystihús kaupfélagsins. í sláturtíð er þar
að jafnaði slátrað 1500 kindum á dag, og s.l. ár nam heildar-
slátrun sauðfjár rúml. 36.500 kindum.
á félagið af svo lítilli
sanngirni, að það hefur séð
sig tilneytt að leita til dóm-
stólanna. Til dæmis var hinn
8 apríl s.l. kveðinn upp dóm-
ur í Hæstarétti í einu slíku
útsvarsmáli, og var hann
fullkomlega félaginu í vil.
Fiskiðja Sauðárkróks h.f.,
sem kaupfélagið á að mestu
leyti, hefur heldur ekki farið
varhluta af þessari afstöou
bæj aryfirvaldanna.
— Svo að við víkjum þá
nánar að starfssemi kaupfé-
lagsins. Hvaða fyrirtæki eru
nú rekin á vegum þess?
— Félagið rekur kjörbúð,
mj ólkurbúð, fiskbúð, kj öt-
búð, rafmagnsvöruverzlun,
búsáhaldabúð og verkfæra,
sölu á fóðri, kolum og salti,
skipaafgreiðslu, slátur- og
frystihús, beinamj ölsverk-
smiðju, bifreiða- og vélaverk-
stæði og varahlutaverzlun,
smurstöð, trésmiðju, mjólk-
ursamlag o. fl. Auk þess má
nefna Fiskiðjuna h.f., sem er,
eins og ég gat um áðan, að
mestu í eigu félagsins.
— Þetta er orðin mikil og
blómleg starfsemi. En átti
samvinnuhreyfingin ekki
erfitt uppdráttar hér um
slóðir lengi vel?
— Það var við margskon-
ar örðugleika að etja fram-
an af. Annars skaut sam-
vinnuhreyfingin hér
snemma rótum. Félagið var
stofnað 1889. Fyrsti formað-
ur og framkvæmdastjóri
jafnframt, var sr. Zópóhón-
ías Halldórsson í Viðvík. Fé-
Framhald á bls. 27.
Á efstu myndinni að neðan er verið að landa fiski til Fiskiðjunn-
ar. Neðri myndin er tekin í kjötvinnslustöð K.S. Maðurinn á
myndinni er Gunnar Ingólfsson, forstöðumaður stöðvarinnar.
1
1 wsá
! \
H: ! /> " X — -• '
’ t > IfaV - FV k : ’ V* ’í'
m-m:: 1
SAMVINNAN 7