Samvinnan - 01.10.1964, Síða 16
r
JÓN S. JÓNSSON:
Þættir úr
tónlistarsögu
GRIKKIR OG
RÚMVERJARI.
Fáir eru þeir hlutir í veröldinni, sem fólk
í menningarþjóðfélagi kemst í meiri snertingu
við en tónlist í einhverri mynd. Svo er það
einnig: hér á íslandi. Á móti börnunum er tekið,
þegar þau fyrst líta ljós heimsins, með
vöggulögum. Síðasta kveðja að loknu ævi-
skeiði, er „sálmurinn um blómið“. í skólum
og á mannamótum er söngur talinn sjálfsagður,
Árlega er haldinn mikill fjöldi söngskemmtana
í einni eða annarri mynd. Margir kórar
eru starfandi um alit land og verulegur hluti
dagskrár Ríkisútvarpsins er byggður upp af
einhverri tónlist.
Þegar á þetta er litið er eins hitt, að í öllum
V__________________________________________________
Við endalok fornra menningar-
skeiða.
Þegar Rómaveldi stóð með
mestum blóma, náði það yfir
mestan hluta Vestur-Evrópu og
töluverðan hluta af Asíu og
Afríku. Á fimmtu öld e. Kr.
var svo komið, að Róm hafði
ekki lengur tök á að verja
lönd sín og óaldarflokkar úr
austri og norðri hófu innreiðar
sínar og yfirgang. Rómaveldi
og menning þess splundrað-
ist og það liðu margar aldir þar
til brotin tóku á sig myndir
þeirra þjóða er nú byggja
meginlandið. Samhliða hnign-
un og falli Rómaveldis, sem
greypt er skírum rúnum á hell-
ur sögunnar, skynjum við and-
stæða þróun sem á margan
hátt átti eftir að verða afdrifa-
rík fyrir mannkynið. Hér er um
að ræða þróun, sem á rætur
sínar í hinni kristnu trú og
kirkju. Langt fram eftir öld-
um var hin kristna kirkja aðal
og oft hinn einasti samastað-
ur og miðlari menningar. Hin-
ir fyrstu kristnu söfnuðir uxu
stöðugt og teygðu arma sína
til endimarka Rómaveldis,
þrátt fyrir stöðugar ofsóknir í
þrjár aldir. Konstantín keisari
tók kristna trú árið 312 og fyr-
irskipaði að kristin trú skyldi
frá þeim tíma vera jafn rétt-
há og önnur trúarbrögð í rík-
inu. Árið 395 skiptist ríkið í
tvennt, hið aust-rómverska og
vest-rómverska, og stjórnirn-
ar höfðu aðsetur í Róm og
Byzantium (Konstantinopel,
síðar Istanbul). Árið 476, eftir
stórstyrjaldir í heila öld, steig
seinasti keisari vest-rómverska
ríkisins úr hásæti sínu, en þá
var undirstaða og völd Páfa-
stóls orðin það sterk, að hann
var við því búinn, og vel fær
um að veita lýðnum þá forystu
sem keisarinn hafði áður veitt.
Eins og margsannað er, þá var
forysta Páfastóls oftast nei-
kvæð hvað snerti vísindi, hstir
— og umburðarlyndi.
Hin gríska arfleifð.
Saga vestrænnar tónlistar er
venjulega talin eiga upptök sín
í sönglist hinnar kristnu
kirkju. En í gegnum allar mið-
aldirnar, og allt til vorra tíma,
hafa listamenn leitað aftur til
Grikkja og Rómverja að hug-
myndum, fyrirmyndum og inn-
blæstri. Þetta hefur einnig átt
sér stað í tónlistinni, en af
sérstökum ástæðum hefur það
verið með öðrum og ólíkum
hætti en í öðrum listgreinum.
Rómverskar bókmenntir höfðu
töluverð áhrif gegnum mið-
aldimar, og þessi áhrif urðu æ
víðtækari á 14. og 15. öld þeg-
ar töluvert magn af rómversk-
um bókmenntum kom í leitim-
ar Á sama nma iannst megn-
ið af þeim grísku bókmennt-
um, sem við nú höfum. Rithöf-
undar og myndlistarmenn á
miðöldum höfðu hin raunveru-
legu listaverk fornaldanna fyr-
ir framan sig, en hvað tónlist
snertir var þessu öðru vísi far-
ið. Ekki er vitað til þess að
tónskáld á rniðöldum hafi haft
undir höndum einn einasta
lagstúf frá Grikkjum, og við
erum ekki mikið betur settir
í dag. Aðeins um tugur laga og
lagstúfa hefur varðveitzt af
grískri tónlist. Lög þessi eru öll
frá seinni hluta gríska menn-
ingarskeiðsins og gefa því ó-
Ijósa mynd af tónlist þeirra.
Ekki stöndum við betur að vígi
hvað Rómverja snertir, ekki
eru til neinar áreiðanlegar, eða
réttara sagt upprunalegar
heimildir um tónlist þeirra. Það
er augljóst mál, að vitneskja
okkar um bókmenntir og högg-
myndalist nefndra fornþjóða
væri harla lítil, ef á þeim vett-
vangi væru gögnin ekki merki-
legri en í tónlistinni.
Það má segja að gildar, en
16 SAMVINNAN