Samvinnan - 01.10.1964, Side 17
stéttum og starfshópum er fjöldi áhuga-
manna og kvenna um hina fræðilegu hliff
tónlistar, bæði sögu hennar og tækni, en öll fræffsla
um þá hluti hér á landi takmörkuff, er
það ekki að bæta í bakkafullan lækinn, þótt Sam-
vinnan birti greinar um þau efni. Hér á eftir
skrifar ungur, velmenntaffur tón-
listarmaður, Jón S. Jónsson, sem nú um skeiff hef-
ur meðal annars veriff söngstjóri Karla-
kórs Reykjavíkur, um vissa þætti þessa máls. Er
þaff trúa mín, aff greinar hans gefi
áhugasömum lesendum sýn inn í heima,
sem ekki eru öllum kunnir.
Ritstj.
______________________________________________________)
ekki góðar ástæður liggi fyrir
því að fomtónlistin hefur
horfið. Meiri hlutinn af
þessari tónlist var tengdur
skemmtunum; svo sem leiksýn-
ingum og að öllum líkindum
danssýningum, og einn-
ig hefur hún skipað háan sess
við trúariðkanir „heiðingj-
anna“. Frumkirkjan hefur
eðlilega litið á framanskráðar
tónlistariðkanir með hryllingi
og er það meginástæðan fyrir
því að hún fann sig tilneydda
að útrýma þessum ósóma.
Það var talin lífsnauðsyn
framgangi kirkjunnar að vinna
gegn þessari „óguðlegu" tón-
list og þurrka minninguna um
hana úr hugum fólksins. Því
miður varð kirkjunni vel á-
gengt í þessum efnum. Þrátt
fyrir ötula framgöngu var þó
ekki möguleiki á að útrýma
öllum þáttum forntónlistar-
innar, enda hefði það ekki ver-
ið hægt nema með því að
þurrka tónlist sem slíka gjör-
samlega út. Tónfræði Forn-
Grikkja er undirstaða vest-
rænnar tónlistar, og þar af
leiðandi er það ómaksins vert
að kynnast hinum fjölbreyti-
legu hugmyndum Grikkja um
tónlist eftir því sem tök eru á.
Þótt heimildir um forna tón-
list séu ekki miklar að vöxt-
um, hefur fræðimönnum tek-
izt að skapa sér um hana
nokkra hugmynd með hjálp
tónfræðirita, svo og fjölmargra
sagna um tónlistarflutning.
Gríska goðafræðin hermir,
að tónlistin sé af guðlegum
uppruna og að fyrstu iðkend-
ur hennar hafi verið guðir og
hálfguðir svo sem Appollo,
Amphion og Orpheus. f hinni
fornu veröld bjó tónlistin yfir
dularfullum öflum; menn álitu
að hún gæti læknað s’úka,
hreinsað líkama og sál og fram-
kallað ýmis náttúruundur. 1
Gamla Testamentinu gefur að
líta frásagnir af kyngikrafti
tónlistarinnar: Fyrsta Samú-
elsbók XVI: 23: „Og jafnan
þegar hinn illi andi frá Guði
kom yfir Sál, þá tók Davíð
hörpuna og lék hana hendi
sinni; þá bráði af Sál og hon-
um batnaði, og hinn illi andi
vék frá honum“. Jósúabók VI:
2—5: „. . . Þá sagði Drottinn
við Jósúa . . . En þegar hrúts-
hornið kveður við, þá skal all-
ur lýðurinn æpa heróp mikið,
jafnskjótt og þér heyrið lúð-
urhljóminn; mun þá borgar-
múrinn hrynja til grunna . . .“
Þetta ku hafa borið tilætlaðan
árangur.
Frá fyrstu tímum hefur tón-
list verið óaðskiljanlegur hluti
trúariðkana. Lýran var það
hljóðfæri, sem dýrkendur App-
ollos tileinkuðu sér, en Aulos
nefndist það hljóðfæri sem not-
að var er Dionysos var dýrk-
aður. Hljóðfæri þessi hafa að
öllum líkindum borizt til
Grikklands frá Litlu-Asíu. Lýr-
an var hljóðfæri með 5—11
strengi og var það bæði notað
sem einleikshljóðfæri og til
undirleiks við söng eða lestur
á söguljóðum. Aulos var blást-
urshljóðfæri með skerandi tón
og var notað með flutningi á
ákveðnum ljóðum Dionysosi til
dýrðar. Það er skoðun margra
fræðimanna að í þessari iðk-
un eigi hinir grísku harmleikir
sinn uppruna. Ef svo er, verð-
um við að álíta að umrædd
skáldverk hafi verið einskouar
söngleikir, en ólíklegt er að við
fáum nokkumtíma óyggjaudi
vissu fyrir því að hve miklu
leyti tónlist var viðhöfð við
ílutning harmleikanna. Bæði
Aulos og Lýra voru notuð sem
einleikshljóðfæri og vitað er,
að oft var efnt til samkeppni
meðal hhóðfæraleikaranna.
Sagnir herma að á tónlistarhá-
tíð, sem haldin var árið 586 f.
Framhald á bls. 25
Aulos, einfalt og tvöfalt.
Rómverskir lúðrar
SAMVINNAN 17