Samvinnan - 01.10.1964, Qupperneq 19
SEXTÍU OG FIMM ÁRA
SAMVINNULEIÐTOGI
Jakob Frímannsson á skrifstofu sinni.
Jakob Frímannsson, kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Ey-
firðinga og formaður Sam-
bands íslenzkra samvinnufé-
laga, varð 65 ára í þessum
mánuði.
Jakob Frímannsson fædd-
ist 7. október 1899 á Akur-
eyri og þar ólst hann upp hj á
foreldrum sínum, Frímanni
Jakobssyni og konu hans
Sigríði Björnsdóttur.
Hann stundaði nám í
Gagnfræðaskólanum á Ak-
ureyri 1912—1915 og í Verzl-
unarskólanum í Reykjavík
1916—1918.
Jakob Frímannsson réðist
til Kaupfélags Eyfirðinga
1915 og þar hefur hann
starfað síðan, utan vetranna
í Verzlunarskólanum og
nokkurra mánaða, sem hann
vann á skrifstofu Sambands-
ins í Leith. Fulltrúi kaupfé-
lagsstjóra varð hann 1924 og
kaupfélagsstjóri 1939 og það
er hann enn, sem kunnugt
er. í stjórn Sambands ísl.
samvinnufélaga var hann
kosinn 1946 og formaður
Sambandsins 1960.
Mörgum öðrum störfum
gegnir Jakob Frímannsson
og hefur gegnt. í bæjar-
stj órn Akureyrar hefur hann
verið í mörg ár og forseti
hennar var hann um lengri
tíma. Hann er í stjórn Olíu-
félagsins h.f. og Flugfélags
íslands. Yfirleitt er Jakob
mjög hlaðinn störfum. Hann
er sístarfandi og kemur ótrú-
lega miklu i verk, enda er
vinnudagur hans oft langur.
Hann verður oft að hafa
hraðann á en góðvild og
glaðværð eru hans heilladís-
ir. Það er gott að taka í
hendina á Jakobi Frímanns-
syni.
Kona hans er Borghildur
Jónsdóttir. Eiga þau eina
kjördóttur.
Samvinnan flytur Jakob
Frímannssyni og fjölskyldu
hans hlýjar hamingjuóskir í
tilefni afmælisins og flytur
honum þökk og virðingu
samvinnumanna. Ritstj.
kerfisbundin hvort öðru að
nokkru leyti. Nemendur eru á
öllum aldri, alít frá því innan
við tvítugt og upp til fertugs
og fimmtugs. Flestir eru þeir
starfsmenn einhverra kaupfé-
laga. Er sá háttur oft á hafður,
að félagið bókstaflega sendir
þá til skólans, þ. e., þeir halda
sínum launum á meðan nam-
skeiðið stendur yfir og hverfa
svo að störfum sínum að því
loknu. Skólinn hefur mjög fuil-
komna kennslubúð og kennslu-
tæki. Athyglisvert er, að nem-
endur vinna að ýmsum störf-
um fyrir skólann, garðyrkju,
leikvallagerð og hirðingu á lóð-
um skólans og kemur sú úti-
vinna í stað leikfimi. Annars
eru þar tennisvellir og fleira til
tómstundaiðkana. í kennslunni
er jöfnum höndum lögð áherzla
á samvinnufræði og hagnýt
störf.
Eftir að skólinn hafði verið
skoðaður, hlýtt á upplýsingar
og horft á skuggamyndir frá
starfseminni var sezt að há-
degisverði ásamt kennurum og
nemendum skólans og í boði
hans.
Annar merkur þáttur heim-
sóknarinnar var til kaupfélags-
ins í Osló, Oslo Samvirkelag.
Kaupfélagið er í hröðum vexti.
Það hefur komið sér upp
nokkrum stórum verksmiðjum,
þar á meðal brauðgerðarhúsi,
sem er í allra fremstu röð. Það
hefur sérstakan fræðslufull-
trúa, sem nú slóst í för með
okkur og bauð til hádegisverð-
ar á nýju, fögru veitingahúsi,
sem félagið á í úthverfi borgar-
innar. En athyglisverðust var
heimsókn í nýtt vöruhús, ekki
stórt, en byggt af mikilli hag-
sýni og tækni. Það er í nýju
íbúðarhverfi, sem er ört vax-
andi og krefst nýrrar og auk-
innar þjónustu. Þetta litla
vöruhús virtist mundi geta
ihentað ýmsum stærri kaup-
stöðum á íslandi. Hagsýni í
vinnubrögðum og allri gerð
hússins er með þeim hætti, að
rekstur þess á að vera tryggð-
ur án gífurlegrar umsetningar.
Allt sem við sáum á vegum
samvinnuhreyfingarinnar í
Osló, bar vott um vaxandi grósku
og hagsýni. Umsetning sam-
vinnusambandsins er sívaxandi
hin síðustu ár. f Noregi, eins
og í Danmörku og Svíþjóð er
unnið markvisst að sameiningu
lítilla kaupfélaga í færri félög
en stærri, þar sem það á við.
En hið vogskorna fjallaland
veldur því, að vitanlega hljóta
kaupfélög þar alltaf að vera
mörg og nokkur þeirra smá.
Er aðstaða að því leyti lík og
á íslandi.
Eins og gestgjafar okkar í
Noregi kunnu vel að leggja á-
ætlanir þannig, að við fengj-
um sem mest að sjá, kunnu
þeir einnig að blanda þær á-
ætlanir því kryddi, sem gerði
heimsóknina að glöðu ævintýri.
Ógleymanlegt verður gestunum
kvöldboð Knut Fjæstad og frú
Sólveigar, konu hans, heima
hjá þeim hjónum í Osló. Sú
heimsókn hófst í skrúðgarði
þeirra, á milli blómum þakinna
eplatrjáa og nýútsprunginna
runna í skini eldrauðrar aft-
ansólar. Síðan var hopað und-
an skemmtilegri þrumuskúr
inn á yndislegt heimili og set-
ið til miðnættis við góðar veit-
ingar, söng og fjörugar um-
ræður. Og heimsókninni í Osló
lauk með miðdegisverði á
Frogner í boði N. K. L. og
stuttri viðdvöl í Vigelandsgarð-
inum.
P.H.J.
Heimilisþáttur
Framhald af bls. 15.
Appelsínukaka
250 g smjörlíki
250 g sykur
250 g hveiti
3 egg
2 sléttfullar tesk. lyftiduft
1 stór appelsína og 1 stór
sítróna
li/2 dl sykur.
Smjörlíkið er hrært lint, syk-
urinn hrærður saman við og
eggin í eitt og eitt í senn.
Hvfeitið sáldrjað ásamt lyfti-
duftinu og blandað varlega
saman við. Kakan er sett í
kaldan ofn en bökuð við 175
gráður í um það bil eina klst.
Hýðið er rifið af appelsín-
unni og sítrónunni og safinn
pressaður úr. Hrært ásamt
sykrinum þar til hann er bráð-
inn.
Þegar kakan er bökuð er hún
látin standa í 5 mín. í mótinu
áður en henni er hvolft úr, síð-
an látin standa í aðrar 5 mín.
Þá er safanum hellt yfir hægt
svo að hann bleyti alla kök-
una jafnt.
Bezt er kakan nýbökuð, þá
nýtur ávaxtabragðið sín bezt.
Deigið er einnig ágætt að baka
í smámótum (linsumótum).
Leiðrétting
í síðasta hefti víxluðust text-
ar undir myndum af vöruhúsi
kaupfélagsins í Farsta og
markaðsskálanum við Evrópu-
veg, í grein undir fyrirsögninni
„Þú söguríka Svíabyggð". Biðj-
um við lesendur að hafa þetta
í huga við lestur greinarinnar,
jafnframt sem við biðjum þá
afsökunar á mistökunum.
SAMVINNAN 19