Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Page 25

Samvinnan - 01.10.1964, Page 25
Tónlistarsaga Framhald af bls. 17. Kr. hafi Aulosleikari nokkur, Sakadas að nafni, leikið lag sem túlka átti bardaga Appoll- os við dreka — og er þetta elzta dæmið um prógram- eða hermitónlist sem vitað er um. Með tilkomu þessarar sam- keppnisstefnu í hljóðfæraleik varð tónlistin æ flóknari og fjölmargir fræðimenn og spek- ingar litu á þetta sem uggvæn- lega þróun. Merkilegan vitnis- burð um skoðun Aristotelesar á þessu máli er að finna í rit- verki hans Stjórnmál, en þar varar hann uppfræðendur við að leggja áherzlu á hljóðfæra- leikni og sýndarmennsku í hinni almennu tónlistar- fræðslu: „Hinu sanna takmarki mun tónlistarnemandinn ná, ef hann staðnæmist steinsnar frá þeirri list sem iðkuð er við hljóðfærasamkeppnir, og leit- ast ekki við að öðlast þá undra- tækni sem þar er í tízku. Lát- um hinn unga nemanda æfa þá tónlist sem við höfum fyrir- skipað, en aðeins þar til hann skynjar fegurðina í hinu göf- uga lagi og hljómfalli, og kennum honum að einblína ekki á þá þætti tónlistarinnar sem sérhver þræll, ungbam, eða jafnvel sumar skepnur hafa yndi af.“ Einhverntíma eftir klassíska tímabil Grikkjanna (u. þ. b. 450—325 f. Kr.) kom upp öflug andspyrnuhreyfing gegn hinni flóknu hljóðfæratónlist og lagt var kapp á að endurvekja hina gömlu hefð og hennar tæra einfaldleik, og þar sem okkar elztu grísku lagstúfar eru frá fjórðu öld fyrir Krist, þá höfum við alls enga hugmynd um hvernig hin forna og flókna hljóðfæratónlist hefur látið í eyrum. Þó við vitum ekki mik- ið um forn-gríska tónlist eða sögu hennar, þá þykir það aug- ljóst í dag, hvað tvö grund- vallaratriði snertir, að hún hefur verið eins og tónlist frumkirkjunnar. í fyrsta lagi var hún mestmegnis einrödd- uð; sönn margröddun virðist ekki hafa komið fram fyrr cn á 8. öld e. Kr. Einhver vitneskja mun vera til um tvíradda tón- list í Grikklandi, en það fyrir- brigði verður að skoðast sem sjaldgæf undantekning og hef- ur áreiðanlega ekki verið kerf- isbundið á nokkurn hátt. Á tímabili stórra hljómsveita og kóra munu hinir ýmsu hljóð- færaleikarar hafa skreytt við- komandi laglínur. Þessi iðkun skapar fyrirbrigði sem á fræði- máli er nefnt Heterophony og er það einkennandi fyrir mikið af austrænni tónlist (kín- verskri, indverskri, japanskri). Hvorki Heterophony, né sú tví- röddun sem á sér stað þegar ósamkynja raddir syngja í átt- undum, telst til margröddunar. í öðru lagi mun hin gríska tón- list að öllu jöfnu hafa verið tengd texta eða dansi eða hvorutveggja; lag og hljómfall var sprottið af eðli og hrynj- andi ljóðsins, og tónlist trúar- iðkana, harmleikjanna og sam- keppnanna var flutt af söng- fólki, sem með ákveðnum hreyfingum og danssporum undirstrikaði eðli þess efnis sem flutt var. Þegar við segj- um að tónlist frumkristninnar og hin gríska hafi verið mjög lík, þar sem hvorutveggja var einraddað og óaðskiljanlegt frá texta, þá þýðir það ekki að tónlist kirkjunnar sé bein þró- un frá þeirri grísku. Vafalaust var eitthvað sameiginlegt; hvað og hve mikið það hefur verið, er ennþá ósannað mál og verð- ur það líklega um alla eilífð, þökk sé kirkjunni. Það var tónfræði Grikkjanna fremur en tónlistariðkun þeirra, sem varanleg áhrif hafði á tónsköpun mið- aldanna og við höfum allmikla þekkingu á tónfræði þeirra og hugmyndum varðandi fyrir- brigðið, en eins og áður hefur verið sagt höfum við sorglega lítið af hinni raunverulegu tón- list þeirra. Theoríur Grikkja varðandi tónlist voru tvennskonar: 1) kenningar um eðli tónlistar, stöðu hennar í alheiminum, hinn dularfulla kraft hennar og rétta notkun í mannlegu þjóðfélagi. 2) kerfisbundnar eðlisfræðilegar útskýringar á efnivið tónsmíða. Heimspeki- legar og vísindalegar hugmynd- ir og kenningar Forn-Grikkja

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.