Samvinnan - 01.10.1964, Qupperneq 27
ER LYKILL ÆÐRI MENNTUNAR Á ISLANDI.
Athugiö, aö BRÉFASKÖLI SÍS kennir eftirfarandi lands-
prófsgreinar:
íslenzk málfræði, kennslugj. kr. 350.i
íslenzk bragfræði, kennslugj. kr. 150.00.
íslenzk réttritun, kennslugj. kr. 350.
Danska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 250.00.
Danska II, kennslugj. kr. 300.00.
Danska III, kennslugj. kr. 450.00.
Enska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 350.00.
Enska II, kennslugj. kr. 300.00.
Reikningur, kennslugj. kr. 400.00.
Algebra, kennslugj. kr. 300.00.
Eðlisfræði, kennslugj. kr. 250.00.
Unglingar! Notið þetta einstaka tækifæri. Otfyllið seð-
ilinn hér til hægri og sendið hann til BRÉFASKÖLA
SlS, Sambandshúsinu, Reykjavík
Ég undirritaður óska að gerast nemandi í:
□ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr._______________
Heimilisfang
Innritum allt árið — BRÉFASKÓLI SÍS
félag, endurskapast nú á fá-
um áratugum við breyttar
aðstæður og breytt viðhorf.
Tuttugasta öldin, sem vald-
ið hefur öllu þessu umróti og
rofið hefur endanlega ein-
angrun lítils og fámenns ey-
ríkis á norðurhjara veraldar,
á eftir að hafa enn djúptæk-
ari og afdrifaríkari áhrif á
land og þjóð, en verið hafði
til þessa.
Agnar Tryggvason
Bókaskápurinn
Framhald af bls. 8.
nú hefur Leiftur h.f. gefið út
bók eftir Helga, þar sem hann
leitar — að vísu af nokkrum
ákafa — að Völuspá hinni einu,
sönnu.
I stuttu máli er aðferð Helga
sú í leit hans, að hann leysir
Völuspá upp, en raðar síðan
saman aftur. Stöðu sinnar
vegna getur hann leyft sér að
gera alldjarfar tilgátur, en
aldrei eru þær úr lausu lofti
einu gripnar.
Niðurstaðan verður: þrjú
kvæði frá heiðni, sem síðan
eru brædd saman í eitt kvæði
af kristnu skáldi.
Vel má vera, að fræðimönn-
um þykl þama harla langt
gengið, en einhvern veginn
verður það svo, að þessi þrjú
kvæði líta mjög svo trúverðug
út fyrir sjónum Ieikmanna. Að
vísu liggur enginn sönmm fyrir
um réttar tilgátur Helga, „enda
skal þeim (kvæðimum) ekki
boðin nein kaskótrygging", seg-
ir hann sjálfur.
Sem dæmi um tilgátur höf-
undar má nefna er hinar
„þrjár þursa meyjar", sem
reynzt höfðu mönnum þungar
í skauti, verða „þrír þursa
megir" og kapallinn gengur
upp, eða þegar vísa, sem fáir,
ef einhverjir hafa botnað í:
„Sat þar á haugi
ok sló hörpu
gýgjar hirðir
glaðr Eggþér
Gól of hánum
i gaglviði
fagrrauðr hani
sá er Fjalarr heitir.“
verður eftir meðhöndlim Helga:
„Gól þar á haugi
glýjaðr ok heiðr
fagrrauðr hani
sá er Fjalarr heitir".
Um þessa breytingu segir að
vísu Helgi:
„Það liggur í hlutaríns eðli,
að hér skal undir skrlfað með
einhverjum fyrirvara" . . .
Óþarft ætti að vera að mæra
orðfæri Helga Hálfdanarsonar,
en margt má læra af þessu
kveri um það, hvemig á að
skrifa svo að fræðibækur verði
skemmtilestur.
Hvemig sem dómar kunna
að falla um þessa bók og rétt-
mæti kenninga þeirra, sem þar
getur að líta, er enginn vafi á,
að hún er mikill fengur ís-
lenzkri alþýðu, íslenzkum Völu-
spámnnendum.
H.P.
K.fél. Skagfirðinga
Framhald af bls. 7.
lagið náði snemma ltökum,
þótt kaupmenn væru öflugir
á Króknum. En svo hætti
sauðasalan tll Englands og
varð það bændum mikill
hnekkir, sem hlaut að koma
niður á félaginu. Skuldir
söfnuðust og segja má að í
heild hafi félaginu farið
hnignandi frá aldamótum og
fram til 1915, er Sr. Sigfús
Jónsson á Mælifelli tók við
forustu þess, bæði sem for-
maður og framkvæmda-
stjóri. Það er óhætt að segja,
að séra Sigfús hafi bjargað
lífi félagsins.
— Áttuð þið ekki í erfið-
leikum eins og fleiri upp úr
stríðslokunum fyrri?
— Jú, en séra Sigfús bjarg-
aði því af snilld. Hann var að
sumu leyti af gamla skólan-
um, traustur og varfærinn.
Allt, sem hann sagði, stóð
eins og stafur á bók. Ýmsum
þótti hann fulldaufur í að
ráðast í framkvæmdir, en þó
gekkst hann fyrir stofnun
mjólkursamlags árin eftir
1930. Hann var mikill fjár-
málamaður en líka vinsæll
prestur, mikill ræðumaður og
söngmaður.
SAMVINNAN 27