Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Síða 29

Samvinnan - 01.10.1964, Síða 29
Þjóðskáld og þrjú dæmi Framhald af bls. 13. glatt um langa stund. Eldsneytið var óþrjótandi. Unga fólk- inu hljóp kapp í kinn og kepptist við að muna og minna á. „Lát hljóma, — svo þrái ég horfnar stundir, svo hjartað slái og taki undir og trega ég finni í taugum og œðum af týndri minning og glötuðum kvœðum, svo hrifist ég með — og hefjist í gleði. Mín hœsta sorg og mín œðsta gleði, þœr hittast í söngvanna hœðum.“ „ — Nœturlog um allar áttir örvar senda á húmsins vegg. Svefnþung port og svartar gáttir sötra lýðsins neðstu dregg. Geislar flökta á fljóti hljóðu; fölvar bakkann skíma hálf. Dansar yfir mold og móðu myrkradís við Ijóssins álf.“ Orðin voru sem neistaflug af eldtungum á vörum hins unga fólks. Einar Benediktsson hafði svo sannarlega ekki farið erindisleysu í sveit þess. Pund hans hafði ekki verið grafið þar í jörð. Skjólstæðingar ferðafólksins hlýddu á hug- fangnir og undrandi, djúpt snortnir og þakklátir. „Sólin, hún roðnar rjóðast á mótum rökkurs og Ijóss. Fyrsta ástin, sem rís frá rótum, rennur fastast til ólíks brjósts, — sem stormur á átt, sem fall af fljótum frá fjalli til sœvaróss.“ „Er nokkuð svo helsnautt í heimsins rann sem hjarta, er aldrei neitt bergmál fann, — og nokkuð svo sœlt sem tvœr sálir á jörð, samhljóma í böli og nauðum? Ein barnsrödd getur um fold og fjörð fallið sem þruma af hamranna storð, eins getur eitt kcerleikans almáttugt orð íshjartað kveðið frá dauðum.“ Ferðinni var lokið og ljóðunum hætt. Hið unga fólk gekk til starfa í bítið næsta dag, við byggingar, ræktun, fram- leiðslu og heimilisstörf og skilar landinu betra og lífskjörun- um léttari í hendur næstu kynslóðar. Ástæða er til að ætla, að þeirri arfleifð fylgi einnig ávaxtað pund hins kyngi- magnaða, vitra þjóðskálds. Enn liðu mörg ár. Ný kynslóð kemur við sögu, ung kyn- slóð á atómöld. SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.