Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 3
það sérðu, ef þú lítur út um gluggann þinn. Hvert sem þú rennir augum, þá sérðu að fólk heldur jólunum sínum wpp á móti þér og segir: Sérðu jólin mín? Sumir sýna þér dýrðlegt flos, aðrir þakklát augu vina, tvífœttra og ferfœttra, nú enn aðrir lítið barn í vöggu, sem Ijóminn stafar frá á allt þetta sem ég hefi verið að telja upp. Á hverju hann granni þinn heldur í móti þér, sem jólum, er því háð, hver þroski honum er gefinn. Einn sezt niður á miðri leið, undir ein- hverju glitflosinu, og segir: Hér er svo bjart, hér hljóta að vera jólin. Eðlilega fer slíkt eftir því, hver hún er birtan, eða skugginn, sem um manninn lezkur dagsdaglega. Því bjartara sem er um hann, þeim mun meira Ijós þarf t. þ. a. hann kalli það jól. En gefum því gætur, að hér er það innri birtan, sem ákvarðar jólastað okkar, en ekki rafljós eða dagsbirtan. Það skiptir engu, hvort þú leggur af stað í Rolls-Royce eða studd- ur hœkju, skiptir alls engu, því að Guð réttir jólajötuna þá fyrst til þín, er þú hefir fleygt öllu þessu frá þér og ert kominn á hné. Víst eru lialdin jól álla leið frá hversdagsleik- anum til vöggunnar í Betlehem; menn krjúpa við Ijósin sín á allri þessari leið, og hvar sem þeir eru staddir, þá óma frá þeim gleðitónar þakk- lætisins fyrir gjöf himinsins, sem þeir hafa hlot- ið, því hana hlýtur hver sá, sem stígur í átt til vöggunnar, sem frelsarinn var lagður í. Stutt eða langt, — það er atvikum háð, skiptir kannski ekki öllu máli, heldur hitt, að þú leizt upp og horfðir í móti Ijósinu, Ijómanum sem flœddi frá himni og flœðir gegnum barnið litla, sem í rak- an, kaldan heilisskútann var lagt. En spurðu þig sjálfan: Hversu langt komst ég að vöggunni í nótt, fann ég þar hlið himna eða settist ég nið- ur á miðri leið undir einhverja glitvoðina, sem Ijómar, af því að í henni brotnar geisli frá vögg- unni? Já, hvað eru jólin þér? Ef til vill aðeins falleg saga um fallegan krakka, sem síðar varð mikill maður, og því sé gott og sjálfsagt að leiða sín eigin börn einu sinni á ári til kirkju og leyfa þeim að líkja eftir jólabarninu. Þau verða svo miklu viðráðanlegri krakkarnir, ef þau líkja eftir einhverju góðu. Ef til vill ertu svo lán- samur, að þú finnur sjálfan þig eins og visna upp í kirkjunni, en í staðinn stígur þú fram sem barn, er horfir á englana svífa af himni, heyrir þá mœla og boða mannkyni öllu frið, einingu og líf. Þú breiðir út hjarta þitt og hrópar í hrifn- ingu: María og Jósef, þó að það sé allt fullt í gistihúsinu, þá er þó skjól til fyrir Jesúbarnið, skjól í brjósti þínu. Skammast þú þín fyrir þetta, hve barnalegur þú verður á jólum, svona ofsa- kátur og dreyminn, meir og bljúgur? Ef svo er áttu bágt, því að það er satt, þá sagt er, að jólin séu hátíð barnsins, þau eru það, en ekki ómálga krakka, heldur hátíð barnsins í þér sjálfum. Vita máttu það, hver sem þú ert, að þú ríst áldrei hœrra frá moldinni en þá barnið í brjósti þér brýst fram, þurrkar burt hroka þinn og heimsku og opnar þig fyrir innstreymi kœrleikans af himnum. Það var engin tilviljun, að Guð valdi barn sem umbúðir um gjöf kœrleika síns til þín. Nei, hann valdi það hreinasta og bezta, sem til var, hvítara en allt hvítt, barnshjartað. Það eitt megnar að opna þér himininn, því það ristir sundur skelina, sem um þig lykur, ristir hana, svo að kjarni þinn, barnið í sjálfum þér, kemur í Ijós, sker þig innað þeirri kviku, er endurspegl- ar himininn. Þú átt ekkert stærra en það, að þú verður aldrei meiri en þá mynd þess Ijómar í augum þínum, og það stjórnar tungu þinni. Já, hvað komstu langt í nótt? Komstu svo langt, að jólabarnið fékk talað við barnið í brjósti þér, fékk bent því upp í himininn á þá kærleik- anslind, sem allt þitt líf á að tengjast? Ég þarf í raun ekki að spyrja. Ég sá þig á hlaup- um fyrir jólin; og heyrði gleðina úr íbúðinni þinni yfir gjöf frá vini; sá augu þín líða um hýbýlin Ijómandi af gleði yfir skrauti og hrein- leik; heyrði kveðjur þínar í útvarpi og sá þig lesa þínar af kortum. Þetta sannar mér állt, að þú ert snortinn, að þú hefir fundið jólábarnið og ert með því þessa daga. Dásamleg tíð. Til ham- ingju. Líður þér ekki vel? Það er þetta sem kirkjan á við, þegar hún segir, að þú eigir að vera þegn guðsríkis. Kanntu ekki við þig? Af hverju ertu ekki lengur svona barnslega góður? Sigurður Haukur Guðjónsson SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.