Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 27
talið 1682 og altarisklæði, sennilega frá sama tíma. Allir þessir munir fylgdu kirkjunni frá Hrafnagili. — Og hér er skrifborð og skrifborðsstóll Jóns A. Hjalta- líns, skólameistara á Möðru- völlum. Gripirnir fluttust með skólanum til Akureyrar og í stólnum hafa setið fjórir skóla- meistarar, Hjaltalín, Stefán Stefánsson, Sigurður Guð- mundsson og Þórarinn Björns- son. — Þarna er líka fyrsta hljóð- færi Björgvins Guðmundssonar tónskálds. Það er orgel, sem •hann átti heima á Rjúpnafelli og seldi þegar hann fór til Ameríku- — Þá eru hér nokkrir þjóð- búningar kvenna, þar á með- al peysuföt úr heimaofnu vað- máli, dúksvunta og sjal hvort tveggja unnið úr íslenzkri ull, samfella, saumuð undir eftirliti og tilsögu Guðrúnar Runólfs- dóttur, þriðju konu Matthíasar Jochumssonar, og þetta sam- fellupils hér er unnið á fyrsta starfsári Húsmæðraskólans að Laugalandi, sem stofnaður var 1877 og fleiri munir eru hér unnir þar. — í þessu sýning- arborði hér eru einkum silf- urmunir, þeirra á meðal er skúfhólkur Rannveigar Jónas- dóttur, móður Jónasar Hall- grímssonar skálds. — Hér í næstu stofu er nokk- uð af útskornum munum, og ég vil benda þér á hurðina þarna á veggnum, sem vekur mikla athygli. Hún er öll út- skorin og var á sínum tíma baðstofuhurð á Steinsstöðum í Öxnadal. Á henni er ártalið 1769. Sögn er um það, að bað- stofan hafi verið meira og minna skreytt útskurði, en hurðin er hið eina, sem varð- veizt hefur. — Þennan prjóna- stokk þarna má án efa telja skorinn af Bólu-Hjálmari. — Þá er hér rúmstæði og þvottaborð. Það átti Kristján Kristjánsson frá Illugastöðum, amtmaður á Möðruvöllum. Á borðinu við rúmið er biblía frá 1747. — Hér er svo lítið her- bergi helgað minningu Friðriks Þorgrímssonar úrsmiðs. Hann stundaði iðn sína á Akureyri í fjölda ára. Þarna er vinnuborð- ið hans, úrsmíðaáhöld, svo úr og klukkur. gefinn safninu frá Dalvík. Þar var hann oft notaður. í kjallara hússins eru mörg herbergi og safngripir í þeim öllum. Þar er á einum stað út- búið lítið baðstofuhorn með tóbaksáhöldum og þess háttar. Hefur uppsetning þess tekizt svo vel, að auðvelt er fyrir þá, sem muna baðstofulífið gamla, að hugsa sér ömmu hafa ný- staðið upp af rúminu sínu og lagt frá sér prjónana augna- bliksstund. í einu herbergi er komið fyr- ir áhöldum tilheyrandi búri og eldhúsi, á öðrum stað heyskap- aráhöldum, svo sem reipum, reiðingi og reiðtygjum o. fl., og í því þriðja áhöldum ýmsra iðngreina. í fjórða herberginu má sjá margs konar áhöld Safnvörður Minjasafnsins á Akureyri, Þórður Friðb.iarnarson. Þannig segir Þórður Frið- bjarnarson deili á fjölda hluta, þótt fátt eitt verði endurtekið hér. Þarna á neðri hæðinni er lítil skrifstofa hans. Rétt við dyr hennar hangir allstór fáni, hvítur fálki í bláum feldi. — Já, þetta er fáni, sem á sínum tíma var gerður eftir teikningu og tillögu Sigurðar Guðmundssonar málara. Fáni af þessari gerð var fyrst dreg- inn að hún á Þingvöllum 1873 á fundi til undirbúnings þjóðhá- tíðinni, en þessi þarna var varðandi tóskap og ullar- vinnslu, svo sem kamba, rokka, hesputré og halasnældu, spunavél og vefstól með upp- settum vef, einnig saumavélar af ýmsum gerðum o. m. fl. í sýningarskáp gefur að líta gift- ingarföt frá 1893, kyrtiltreyju og karlmannsjakka, hvort tveggja saumað af brúðinni. Og meðal muna í sýningarborði er prjónaður aflangur poki, með kögri á endum og tveim- ur ágröfnum silfurhólkum nær Framh. á bls. 37. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.