Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 20
BRYNDÍS STEINÞÓRSDÓTTIR, HÚSMÆÐRAKENNARI: JÓLAMATSEÐILL Fyllt steik með ávöxtum. 1—iy2 kg lamba- eða svínahryggur 1— 2 epli 100 g. sveskjur salt, pipar (engifer) 2— 3 tsk. sykur (50 g. smjör eða smjörlíki) 8 dl soð eða vatn 3 msk. hveiti sósulitur, krydd. Leggið sveskjurnar í bleyti yfir nótt. Sagið hrygginn eftir endilöngu og síðan upp í hryggja- liðina með eins til tveggja liða millibili, en gætið þess að saga ekki í kjötið. Fjarlægið stimpla og Báðar myndirnar á síðunni fylgja jólamatseðlin- um — fylltu steikinni með ávöxtunum. þerrið kjötið. Skerið eplin í þáta. Fyllið síðan steikina með ávöxtum í einni eða fleiri röðum eftir því sem með- fylgjandi mynd sýnir. Nuddið kjötið með kryddþlöndunni og látið það síðan á ofngrind yfir ofn- skúffu efst í ofninn. Athugið! Sé kjötið magurt, er betra að láta smjör eða smjörlíkisbita yfir það áður en steiking hefst. Brúnið kjötið við glóðarrist eða meiri yfirhita. Færið síðan skúffuna neðst í ofninn og bætið soði eða vatni í. Sjóðið síð- an kjötið við um 180° hita í 1—2y2 klst. eftir stærð og kjöttegund. Bezt er að nota kjöthitamæli. Kjötið er fært upp á fat, sósan jöfnuð, ef vill krydduð. Með steikinni eru borin hálfsoðin epli, brúnaðar eða bakaðar kartöflur (sjá 6. tölubl. 1965), rauðkál og annað soðið grænmeti. í staðinn fyrir soðið rauðkál, er gott að hafa hrátt rauðkálssalat, þá er rauðkálið rifið á grófu rifjárni og bragðbætt með sítrónusafa og góðri saft t. d. ribsberja-saft. í staðinn fyrir að fylla steikina með ávöxtum, er gott að raða ananasbit- um ofan á hana og festa þá með neg- ulnöglum eða trépinnum. Sósan er þá bragðbætt með ananassafa. Fallegt er að skreyta fatið með app- elsínum og vínberjum eins og með- fylgjandi mynd sýnir. Kökuábætir (trifli) 100 gr. möndlu- eða kókos- makkarónur 2—3 msk. vín (sherry) eða ávaxta- safi Ávaxtamauk eða niðursoðnir ávextir Krem nr. 1. 1 egg 1 eggjarauða 3 msk. sykur 3 dl. mjólk eða rjómabland 3 blöð matarlím 1 tsk. vanilla. Þeytið egg, eggjarauðu og sykur þar til það er létt og ljóst. Látið suðuna koma upp á mjólkinni og hellið henni í eggin, þeytið vel í á meðan. Hellið kreminu í pottinn, hrærið í þar til kremið er jafnt og komið að suðu, má ekki sjóða. Matarlímið, sem áður hefur legið í bleyti, er látið út í og hrært í öðru hvoru meðan kremið kólnar. Látið makkarónukökurnar á botninn í ábætisskál eða skiptið þeim í smáskálar. Hellið víni eða ávaxtasafa yfir og síðan maukinu eða ávöxtum. Þegar kremið er hér um bil kalt, er því hellt yfir. Skreytt með þeyttum rjóma, kök- um og mauki eða ávöxtum. Krem nr. 2. 2 egg 50 g. sykur 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.