Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 33
Stríðs- hetja frá Passchen- daele — Einn af fjölmörgum ís- lendingum, sem fluttu vest- ur um haf á tímabilinu kringum síðastliðin alda- mót, var Stefán Einars- son frá Loðmundarfirði. Hann fæddist á Neshjáleigu þar í sveit 1896, og voru for- eldrar hans Sigurður Einars- son frá Sævarenda og Arn- björg Stefánsdóttir frá Stakkahlíð. Á Stefán fjölda frænda austur þar, t. d. voru þeir systrasynir Stefán heit- inn Baldvinsson í Stakka- hlíð og hann. Stefán flutti til Kanada ásamt móður sinni og syst- ur árið 1910. Hann var í kanadíska hernum í heims- styrjöldinni fyrri og tók þá meðal annars þátt í hinni blóðugu orrustu við Pass- chendaele í Flandri. Þar særðist hann; missti sjón á öðru auga og heyrn á öðru eyra. Eftir heimkomuna hóf hann kornyrkjubúskap i ná- munda við Swan River í Manítóba. Til íslands kom hann ekki aftur fyrr en nú í sumar, eftir fimmtíu og fimm ára fjarveru. Líkt og frændur hans hér- lendir er Stefán mikill á- hugamaður um samvinnu- mál, „það er engu lík- ara en ég hafi haft þetta í blóðinu,“ sagði hann við fréttamann Samvinnunnar, er hann leit inn hjá Fræðsludeild SÍS til að afla sér upplýsinga um samvinnuhreyfinguna á ís- landi. Hann kvað sam- vinnustefnuna ekki hafa átt miklu gengi að fagna í Kanada fyrr en upp úr fyrri heimsstyrjöld, er korn- yrkjubændur í sléttufylkj- unum, Manítóba, Saskatche- wan og Alberta, stofnuðu með sér samvinnufélög til kornhöndlunar. Þessi sam- tök hafa vaxið hröðum samvinnu- bóndi viö Svaná skrefum og höndla nú með helming alls korns, sem framleitt er í fylkjum þess- um. Samvinnufélög neyt- enda komu hinsvegar ekki til sögunnar að ráði fyrr en í síðara stríðinu og á næstu árum þar á eftir. Þau eru nú í öruggum vexti og njóta fyrst og fremst fylgis bænda og annars sveitafólks. Stefáni fannst mikið til um þau umskipti, sem ætt- land hans hefur gengið í gegnum á þeirri rúmlega hálfu öld, sem hann hefur dvalið fjarri því. „Raunar er þetta í fyrsta sinn, sem ég sé landið mitt svo heitið geti,“ sagði hann. „Áður en ég fór, hafði ég ekki séð annað en Loðmundarfjörð og Seyðisfjörð. Og það er undursamlegt að sjá, hvað þið eruð búnir að byggja allt vel upp. Meira að segja landið sjálft virðist hlýlegra en fyrr; mér virðast fjöllin nú meir vaxin gróðri en þau voru í bernsku minni.“ dþ. vinnufélögin og hefur enn, þótt hann nú fyrir nokkrum árum hafi bætt þar einnig við stuðningi við einkafram- takið. Eins og á hinum Norðurlöndunum studdu jafnaðarmenn kaupfélögin, og í röðum íhaldsflokksins og ríðar Sjálfstæðisflokksins vovu fjölmargir samvinnu- menn. Gera verður ráð fyrir, að kaupfélagsfólkið, hvar í pólití'zkum flokki sem það stendur, beiti áhrifum sínum til liðs við félögin, því hér á landi eins og annars staðar verða samvinnufé- lögin að sækja og verja mál- stað sinn á pólitízkum vett- vangi, eins og rök hafa ver- ið leidd að hér að framan. Óhjákvæmilegt og eðlilegt var, að andstæðingar sam- vinnuhreyfingarinnar beittu pólitízkum áhrifum sínum í vörn og sókn gegn henni, eins og i öllum öðrum lýð- frjálsum löndum. Hér á iandi, eins og í öðrum lönd- um hafa með eðlilegum hætti sannazt rökrétt um- mæli Benedikts Gröndals: „Hafa félögin þá eðlilega hallazt að þeim, sem vildu veita þeim stuðning, en gegn hinum, sem sýndu þeim fjandskap.“ Hér á landi telja allir stjórnmálaflokkar sig um- bótasinnaða lýðræðisflokka. Út frá því er rökrétt álykt- un, að þeir allir styðji og efli samvinnuhreyfinguna til alls þess, sem sá hluti þjóðar- innar, sem aðhyllist hugsjón hennar og stefnu, óskar og vinnur að. Þá getur öll af- brýðisemi og metingur út af stuðningi samvinnuhreyf- ingarinnar verið útrætt mál. Nóg er eftir samt, sem skipt- ir mönnum í flokka og eng- in hætta á öðru en alltaf verði nokkur hluti þjóðar- innar, sem ekki aðhyllist hana. Getsakir, dylgjur og raka- lausar fullyrðingar um, að trúnaðarmenn samvinnu- hreyfingarinnar hér á landi misnoti aðstöðu sína til pólitízks framdráttar, eru ó- sæmilegar og verða ekki rök- ræddar hér. P.H.J. SAMVINNAN 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.