Samvinnan - 01.12.1965, Síða 7
og tollamál og mörg önnur
viðkvæm og vandasöm póli-
tízk verkefni. Enda hefur
samvinnuhreyfingin orðið
að berjast fyrir lífi sínu í
öllum löndum á vígvelli
stjórnmálanna. Til þess hef-
ur hún hlotið stuðning
stjórnmálamanna úr ýmsum
flokkum í andstöðu við aðra.
Um málefni samvinnufélag-
anna hefur verið fjallað á
löggjafarþingum, og lýðræð-
isríki hafa sett lagabálka,
sem varða réttindi þeirra og
skyldur. Fyrir utan þann
fasta lagabálk fjalla lög-
gjafarþingin árlega um
fleiri eða færri málefni, sem
samvinnuhreyfinguna varða
miklu, eins og óhjákvæmi-
legt er, þar sem hún kemur
svo mjög við sögu í fjármál-
um, atvinnumálum, skatta-
og tollamálum o. m. fl.
Þannig er samvinnuhreyf-
ingin í eðli sínu pólitízk og
hefur alltaf verið, þótt hún
sé ekki flokkspólitízk og hafi
sem grundvallarreglu hlut-
leysi gagnvart pólitízkum
flokkum, sem þó eru örfá-
ar undantekningar frá.
Um hlutleysisregluna hafa
jafnan verið skiptar skoðan-
ir og um hana verið margt
ritað og rætt. Niðurstaðan
hefur alltaf orðið sú, að hún
hefur þótt eðlileg og er við-
urkennd af alþjóðasam-
vinnusambandinu. Hitt er
annað mál, að samvinnu-
hreyfingin hefur aldrei við-
urkennt að margs konar
pólitízk málefni komi henni
ekki við, þótt hún haldi uppi
sókn og vörn á miklum mun
breiðara grundvelli en hin-
ir einstöku stjórnmálaflokk-
ar yfirleitt gera, enda á hún
stuðningsmenn og andstæð-
inga í röðum þeirra allra,
þótt í mismunandi mæii sé.
Samvinnuhreyfingin hlýtur
á hverjum tíma að leita
stuðnings málefnum sínum
hjá þeim pólitízkum flokk-
um, sem skilja hlutverk
hennar bezt og vilja veita
umbótabaráttu hennar
stuðning. Eins hlýtur hún að
beita kröftum sínum gegn
þeim öflum, sem af einhverj-
um ástæðum vinna gegn
henni. Ritstjóri samvinnu-
blaðsins danska, Samvirke,
sagði við þann er þetta rit-
ar fyrir örfáum árum: „Ég
tek svari samvinnufélaganna
gegn öllum árásum, hvaðan
sem þær koma og frá hverj-
um sem þær koma.“
í bók sinni „Kooperativa
grundsatser och problera,“
ræðir sænski rithöfundurinn
Herman Stolpe bæði sögu-
lega og frá eigin brjósti um
hlutleysisregluna og segir
meðal annars:
„Hlutleysisreglu samvinnu-
hreyfingarinnar ber alls ekki
að skilja svo, að hreyfingin
skuli láta sig engu varða,
hvaða pólitízkt kerfi er ráð-
andi. Enginn skyldi ganga
svo langt í hlutleysi, að nann
með krosslagða arma horfi
á þá grein sagaða af, sem
hann sjálfur situr á.“ Eða til
þess að vitna í Harry Blom-
berg: „Enginn skyldi vera
svo víðsýnn, að hann afsaki
það, sem hann hefur and-
styggð á.“ Ef samvinnu-
hreyfingin ætti á þann hátt
að verða fótaþurrka þeirra,
sem berjast til valda gegn
lýðræðinu, væri hún áreið-
anlega að grafa sína eigin
gröf. Samvinnuhreyfingin
verður með öðrum orðum að
gera sér grein fyrir því, að
hún sjálf er dæmigert lýð-
ræði, og verður þar af leið-
andi að standa vörð um
lýðræðið. Innan lýðræðis-
þjóðfélags hefur samvinnu-
hreyfingin aftur á móti enga
ástæðu til að taka flokks-
pólitízka eða trúarlega af-
stöðu.“ (Þýð. PHJ).
I septemberhefti Samvirke
þ. á. er ritstjórnargrein um
grundvallarreglur samvinnu-
hreyfingarinnar. Þar segir:
„Grundvallarreglan um
hlutleysi hefur með tíman-
um breytt um innihald, þ. e.
a. s. hér í landi hefur hlut-
leysi í trúmálum alltaf ver-
ið talinn sjálfsagður hlutur.
Aftur á móti ber á vorum
dögum að skilj a hið pólitízka
hlutleysi svo, að það leggi
hreyfingunni þá skyldu á
herðar að halda sig utan við
flokkapólitík, en ekki utan
pólitízkra áhrifa. Hreyfing-
in getur ekki annað en tek-
ið afstöðu til pólitízkra mála,
sem varða frjálsa þróun
hennar og áhugamál — svo
sem löggjöf um atvinnu- og
skattamál, verzlunar- og
tollamál, peninga- og gjald-
eyrismál, löggjöf um verðlag
og hringa, þjóðnýtingará-
form o. s. frv.“ (Þýð. PHJ).
í bókinni „íslenzkt sam-
vinnustarf,“ segir höfundur
hennar, Benedikt Gröndal,
alþingismaður og ritstjóri:
„Áttunda og síðasta regl-
an var algjört hlutleysi í
stjórnmálum og trúmálum.
Var tilgangur þess ákvæðis
upphaflega að tryggja hlut-
leysi Rochdalefélagsins í
baráttu milli ólíkra umbóta-
stefna (sósíalista, chartista
og fleiri slíkra), þar sem aðr-
ar stjórnmálaskoðanir komu
vart til greina meðal sam-
vinnumanna, svo að tryggja
hlutleysi milli hinna ýmsu
sértrúarflokka, sem áttu
miklu fylgi að fagna meðal
alþýðu manna í Englandi.
Síðan hefur þessi regla hlot-
ið allt aðra og meiri þýðingu,
og er hún raunar umdeild.
Til eru samvinnufélög, sem
hafa mjög náin tengsl við
pólitízka flokka( t. d. í Eng-
landi og Belgíu), og einnig
félög, sem hafa samband við
ákveðna trúarflokka (t. d.
í Kanada). Víða um lönd
hefur félögunum reynzt það
algjörlega óraunhæft að
vera afskiptalaus um lands-
mál vegna stóraukinna af-
skipta hins opinbera af
efnahagslífi. Hafa félögin þá
eðlilega hallazt að þeim, sem
vildu veita þeim stuðning,
en gegn hinum, sem sýndu
þeim fjandskap.“
í lýðræðisríkjum hefur
sagan sannað allt fram á
þennan dag, að samvinnu-
hreyfingin nýtur með eðli-
legum hætti meira fylgis hjá
einum stjórnmálaflokki en
öðrum, þrátt fyrir flokks-
pólitízkt hlutleysi samvinnu-
félaganna. í nágrannalönd-
unum, Danmörku, Noregi og
Svíþjóð vita allir, að
jafnaðarmenn og vinstri-
sinnaðir umbótaflokkar, svo
og bændaflokkar, hafa
veitt samvinnuhreyfingunni
mjög mikinn stuðning og er
það ekkert feimnismál. í
Finnlandi eru tvö samvinnu-
sambönd, álíka fjölmenn.
Þar klofnaði samvinnuhreyf-
ingin í tvennt í borgara-
styr j öldinni í' lok fyrsta
fimmtungs þessarar aldar.
Bæði samböndin lúta hlut-
leysisreglunni, en vitað er,
að annað þeirra nýtur eink-
um fylgis hjá verkamönn-
um stærri borga og pólitízk-
um flokkum þeirra, hitt
fylgis bænda og íbúa smærri
borga og þorpa og þeirra
pólitízku afla, sem þar eiga
mest ítök. í öllum þessum
löndum hafa ýmsir af for-
ustumönnum samvinnu-
hreyfingarinnar einnig verið
miklir áhrifamenn í stjórn-
málum og verið valdir til
mikilla trúnaðarstarfa á
þeim vettvangi.
Hér á íslandi er samvinnu-
hreyfingin mun eldri en þeir
stjórnmálaflokkar, sem nú
Framh. á bls. 31.
„Grundvallarreglan um hlutleysi hefur með
tímanum breytt um innihald . . . Á vorum
dögum ber að skilja hið pólitíska hlutleysi
svo, að það leggi hreyfingunni þá skyldu á
herðar að halda sig utan við flokkapólitík,
en ekki utan pólitískra áhrifa . . .“
SAMVINNAN 7