Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 6
Páll H. Jónsson: SAM- VINNU- HREYFING OG STJÚRN- MÁLA- FLOKKAR Síðastliðið sumar og haust hafa hvað eftir annað birzt greinar í blöðum landsins um samvinnuhreyfinguna á íslandi og póliti'zka afstöðu hennar. Þessi skrif gefa efni til hugleiðinga, ef vera kynni að þær leiddu til nokkurs fróðleiks og skilnings á eðli málsins. Margir telja að samvinnu- hreyfingin eigi upptök sín í stofnun kaupfélagsins í Rochdale á Englandi, rétt fyrir jólin 1844. Þetta er að þvi leyti rétt, að kaupfélag- ið þar hefur starfað óslitið síðan og stefna þess, skipu- lag og félagsreglur alla tíð verið til fyrirmyndar öðr- um sams konar félögum um allan heim. En aftur á móti er fjarri því, að samvinnu- hugsjónin hafi fæðzt á ein- um degi i' Rochdale. Hún er miklum mun eldri félaginu þar og rætur hennar :iggja víða og langt til baka í þann jarðveg, sem vakningaröld- ur þær, er gengu yfir heim- inn á 18. öld og fyrri hluta hinnar 19., höfðu brotið til ræktunar og sáð í. Hún hafði fyrir daga Rochdalefélags- ins komið víða við sögu, einkum í Englandi, og hlot- ið mikla en dýrkeypta reynslu. Þá þegar hafði hún mótað hugi margra stjórn- málamanna og annarra for- ustumanna og þess gætt i verkum þeirra. „Vefararnir í Rochdale", sem ekki voru allir vefarar, vissu glögg deili á pólití'k síns tíma og þekktu vel til atvinnuhátta og lífskjara í landi sínu. Þeir þekktu einnig vel til þeirra tilrauna, sem gerðar höfðu verið með stofnun sam- vinnufélaga og sumir þeirra a. m. k. tekið þátt í þeim tilraunum, þótt ungir menn væru. Þeir vissu, að ýmsir af forvígismönnum samvinnu- hugsjónarinnar litu á hana sem grundvöll þjóðfélags- skipulags, sem leysa skyldi af hólmi úrelt og gamalt skipulag og koma á jafn- rétti, bræðralagi og réttlátri skiptingu þjóðarteknanna og arði vinnunnar, útrýma ægi- legasta böli aldarinnar, at- vinnuleysinu, efla menntun og andlegan þroska og leggja grundvöll að hamingjusömu heimilislífi. Þegar kaupfélagið í Roch- dale var stofnað 1844, byggðu félagsmennirnir á langri reynzlu og drógu saman og samræmdu þær fáu grund- vallarreglur, sem síðan hafa verið kjölfesta samvinnufé- laganna. í þessum reglum er samvinnuhugsjónin krist- ölluð og á grundvelli þeirra og út frá félaginu í Rochdale hefur samvinnuhreyfingin vaxið og breiðst út eins og greinar á blómlegu tré og orðið að félagsmálahreyf- ingu, sem nær um allan heim. Hvað eftir annað hafa reglurnar verið ræddar og endurskoðaðar af hinum færustu mönnum. En þær hafa staðizt dóm reynslunn- ar. í öllum aðalatriðum eru grundvallarreglur samvinnu- félaganna um allan heim byggðar á félagsreglum vef- aranna í Rochdale. Þegar hið fyrsta kaupfélag var stofnað 1844, voru í Eng- landi ýmsar umbótahreyf- ingar og á grundvelli þeirra flokkadrættir og lauslegar flokkamyndanir. Afstaða vefaranna til þeirra var sú, að þeir settu sér með hlið- sjón af þeim tvær megin- reglur: félagið skyldi vera opið öllum, hvar í flokki sem þeir stæðu og hvaða stjórn- málaskoðanir, sem þeir hefðu, og í áframhaldi af því: félagið skyldi vera hlut- laust f stjórnmálum. Sama máli gegndi um trúarskoð- anir, en flokkadrættir í trú- málum voru miklir þá, eins og jafnan. Gagnvart trúar- skoðunum skyldi félagið vera hlutlaust og ekki útiloka neinn frá félaginu vegna þeirra. Lýðræðishugsj ónin var enn í deiglunni, þegar sam- vinnufélögin voru stofnuð. Þau voru brautryðjendur í lýðræði innan sinna tak- marka. Stjórnmálaflokkar nútí'mans voru ekki mótaðir. Þeir eru yfirleitt yngri en samvinnuhreyfingin og hafa orðið að taka afstöðu til hennar jafnótt og þeir hafa verið stofnaðir. Oft hafa fastmótaðir samvinnumenn haft gagnger áhrif á flokka- myndanir og stefnur þeirra í þjóðmálum. Afstai’s« stjórn- málaflokka í lýðræðisríkjum til samvinnuhreyfingarinnar hefur oft breyzt frá cinum tíma til annars, en umbóta- sinnaðir flokkar hafa yfir- leitt litið á hana með vel- vild og veitt henni stuðning. Enginn efi er á því, að vef- ararnir í Rochdale litu á félag sitt sem áframhald- andi tilraun með nýtt þjóð- skipulag. En hugsjón þeirra var á breiðum grundvelli og náði inn í raðir ýmissa ann- arra umbótahreyfinga. Það verður ekki séð, að þeir hafi hugsað sér, að félagið yrði vi'sir að stjórnmálaflokki, og þess vegna settu þeir í regl- ur sínar ákvæðið um hlut- leysi. Hins vegar er það jafnljóst, að hreyfingin var að því leyti pólitízk, að hún snerti mjög fjármál og at- vinnumál og síðar skatta- Sökum snertingar sinnar við mikilvæg þjóðfélagsmál er samvinnuhreyfingin í eðli sínu pólitísk og hefur alltaf verið, þótt hún sé ekki flokkspólitísk og hafi að grundvall- arreglu hlutleysi gagnvart pólitískum flokk- um. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.