Samvinnan - 01.12.1965, Side 28
SAGAN AF FIONN OG
VÍKINGUNUM FRÁ LOOHLANN
Frændur okkar Keltar, sem eitt sinn voru voldug'asti þjóðstofn
álfunnar en byggja nú aðeins nokkur annes og' útsker í norð-
vesturhiuta hennar, hafa alia tíð verið sagnamenn miklir;
svo er enn í dag um íra og Háskota. Meðal annarra andlegra
fjársjóða frá ýmsum tímum á þetta fólk mikinn grúa þjóðsagna,
sem margar eru í ævintýrastíl, líkt og sú sem hér er birt. Hún
er talin upprunnin á Suðureyjum og efnið er frá víkingaöld-
inni. — Segir þar frá baráttu íra og Skota við víkinga, og
koma við þá sögu bæði ofurmannlegir jötnar og töfrasverð.
— Til skýringar skal þess getið, að Lochlann var heiti íra og
Skota á Norðurlöndum.
„Þetta er kjörsverð mitt, Ljós-
arfi . .
Fyrir kom, að Skotar og
írar sæktu hvorir aðra heim
með ófriði, en miklu algeng-
ara var hitt, að danskir vík-
ingar frá Lochlann herjuðu
á báðar þessar þjóðir, dræpu
fólk, brenndu hús, stælu
matvælum og létu íbúunum
eftir hungur og örbirgð.
Meðal íra var þá kappi
mikill er Cooal hét, og líkaði
honum stórilla að geta ekki
sigrað víkingana. Áður hafði
hann leitað sátta við þá með
því að kvænast dóttur
kóngsins í Lochlann, en
engu að síður héldu Danir
ránsferðum sínum áfram.
„Hvernig," spurði hann
vitring nokkurn, „eigum við
að losa írland og Skotland
við þessa fingralöngu
Dani?“ Og vitringurinn
svaraði:
„Láttu hundrað stærstu
karlmenn írlands kvænast
hundrað stærstu konunum;
stórvaxin mundu þá af-
kvæmi þeirra verða. Láttu
þau svo eigast innbyrðis og
þeirra afkvæmi munu þá
enn stærri verða. Þegar
svo þessir risar hafa náð
fullum þroska, þá skaltu
senda þá gegn óvinunum.“
Og hvílíkir risar urðu þau,
þessi barnabörn stærstu
karla og kvenna írlands! Og
þegar að því kom, að Cooal
fór með þau í stríð gegn
Dönum, urðu þeir svo
hræddir, að þeir hlupu til
skipa sinna og sigldu heim.
En Cooal ofmetnaðist af
sigrinum og ákvað að leggja
Skotland undir sig. Kóngur-
inn í Skotlandi varð mjög
hræddur, þegar hann heyrði
þetta, því að hann átti þess
enga von að sigrast á Cooal
og risum hans. Hann tók því
það ráð að vingast við erfða-
féndur sína, Danina, og
sagði við konung þeirra:
„Þessi Cooal er óvinur þinn,
og ekki er hann heldur vin-
ur minn.“
„Það var og,“ svaraði
kóngurinn í Lochlann. „Ekki
er hann vinur minn, því
ekki aðeins rak hann mig
burt frá írlandi, heldur hef-
ur því verið spáð, að sonur
hans muni sækja okkur
heim með ófriði yfir hafið,
þótt svo Cooal sé kvæntur
dóttur minni.“
Þeir urðu á einu máli um
að drepa Cooal, en það var
nú hægar sagt en gert, því
ekkert sverð beit á hann
nema hans eigið, og svo
mikill kappi var hann, að
engum þýddi að vega að
honum nema hann væri
annaðhvort drukkinn eða
sofandi. En nótt eina fann
maður að nafni Svarti Arc-
an, sem var í þjónustu kon-
unganna, Cooal sofandi og
lá sverð hans góðan spöl frá
honum. Svarti Arcan greip
sverðið og drap Cooal.
„Þá er það í lagi,“ sagði
kóngurinn í Skotlandi.
„Það er ég nú ekki viss
um,“ sagði kóngurinn í
Lochlann, „því kona Cooals,
dóttir mín, er ófrísk og ef
hún eignast son, þá kemur
hann yfir hafið að herja á
þjóð Lochlanns. Því verður
hún að farga barninu, verði
það drengur, en verði það
stúlka, má það lifa mín
vegna.“
En að hugsa sér! Kona
Cooals eignaðist tvíbura,
son og dóttur. Bæði voru þau
undrafögur, drengurinn sér-
staklega, og móðir hans gat
með engu móti fengið af sér
að bera hann út, þótt kóng-
arnir hefðu skipað henni að
gera það. Hún valdi því
drengnum fóstru.sendi hana
með hann út í óbyggðir, bað
hana ala þar önn fyrir hon-
um, en forðast að gefa hon-
um nafn. Þetta síðasttalda
tók fóstran sér nærri; hún
vildi fyrir alla muni að
sveinninn fengi nafn, þótt
hún þyrði ekki að gefa hon-
um það sjálf. Því var það að
hún fór með hann niður á
ströndina, þar sem aðrir
drengir syntu sér til
skemmtunar.
„Farðu nú og syntu með
þeim,“ sagði hún.
Biskup einn sem var nær-
staddur spurði:
„Hver er þessi fagri
sveinn?“
„Það skal vera nafn hans
héðan í frá,“ hrópaði fóstr-
an. „Hinn Fagri — Fionn.“
Fionn kom einn dag að á,
þar sem Svarti Arcan sat og
dorgaði. Áin hafði verið
fisklaus í fjörutíu ár, en því
hafði verið spáð að þegar
Cooal hefði eignast son, þá
fylltist hún af silungi.
Fionn horfði um hríð á
Svarta Arcan og sagði svo:
„Lofaðu mér að renna sem
28 SAMVINNAN