Samvinnan - 01.12.1986, Síða 8
Malgagn
sam vinn umanna
í áttatíu ár
Ef félagið kostar eigi kapps um að
koma svo ár sinni fyrir borð að það geti
látið alla hina fátæku og máttarlitlu vera
með, þá er sú hugsjón þess sápukúla að
kaupfélag geti komið í stað kaupmanna. Ef
kaupmaðurinn á að annast alla hina fátæku
og lítilsigldu, þá sýnast mér kaupfélögin
sneiðast sínum mesta Ijóma; þá sýnast mér
störf félaganna til þjóðþrifa meira en hálfu
minna virði en ella.“
Þetta skrifaði Sigurður Jónsson í
Ystafelli, fyrsti ritstjóri Samvinnunnar.
Og í þessari tilvitnun felst sjálfur kjarni
samvinnustefnunnar.
# Handrit yfír fjallveg
Greinin, sem ummælin eru tekin úr, birtist í
Ófeigi, fyrsta íslenska samvinnuritinu, sem
Kaupfélag Þingeyinga gaf út og Benedikt á
Auðnum handskrifaði. Nokkru síðar var
hún endurbirt í fyrsta prentaða
samvinnuritinu, Tímariti kaupfélaganna
1896, en það var undanfari Samvinnunnar.
Síst er að undra þótt Sigurður í Ystafelli
skyldi til kvaddur, þegar samþykkt hafði
verið á aðalfundi Sambandsins 1906 að hefja
útgáfu tímarits. Hann skildi
samvinnuhugsjónina rétt og gat komið
boðskap hennar til skila jafnt í ræðu sem riti.
Fyrsta hefti Samvinnunnar kom út í
byrjun ársins 1907, 202 síðna bók í
8