Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 20
Snjór fyrir norðan — sigling að austan • Skyldu jólavörurnar koma? Inni á Reyðarfirði teygir snjóábreiðan sig niður að sjáv- armáli, og bæirnir og þorpið sitja eins og þústur á lands- laginu og rjúfa hinn samfellda svip. Þessi ágæta verzlun- arhöfn eins blómlegasta héraðs landsins þekkir kyrrð skammdegisins og deyfð athafnalífsins. Þar, eins og ann- ars staðar, líta menn á þessari árstíð í áætlanir strand- ferðaskipanna og reyna að gera sér í hugarlund, hvort vænta megi jólavörunnar frá Reykjavík fyrir jól að þessu sinni eða ekki. Sú megingáta verður enn ekki ráðin, því að þetta skip flytur ekki jólagóss, en þó boðar koma þess líf og starf. Hjól atvinnu- og viðskiptalífsins, sem hættir til að stöðvast í samgönguleysinu að vetrinum, tekur aft- ur að snúast. Þegar skipið leggst að bryggju, bíða margar hendur þess að hefja starf og skipa vörunni á land. Bif- reiðar bruna fram bryggjuna og fullfermdar finnsku timbri inn í þorpið. Ofan úr dölum og fjarlægum byggð- um brjótast bílar og vagnar til þess að sækja stoð og styttu í íbúðarhús eða útihús, og út fjörðinn bruna bátar á leið til næstu hafna. Þannig veldur skipskoman nauð- synlegu lífi og umróti á mörgum stöðum, sem ekki eru á leið skipsins. í hugum margra austur þar er þessi sjálf- stæða íslenzka sigling, beint frá markaðslöndum þjóðar- innar inn á austfirzku hafnirnar, eins og tjaldi væri svipt frá gluggum þeirra og útsýn birtist til umheimsins, sem hefur að þessu leyti verið lokaður heimur fyrir allan Hólmavík þorra landsmanna, síðan siglingafyrirkomulaginu til landsins var breytt í stríðsbyrjun. # Menningarlíf við íshafsrönd Frá Reyðarfirði liggur leið skipsins norður fyrir Langa- nes og vestur með landi. Á vinstri hönd er hin hættulega strönd, sem erlendir skipaeigendur hafa allt til þessa ótt- ast í eigi minni mæli en Napóleon prins um árið, að sögn forráðamanna Eimskipafélagsins. Því að fyrir liggur greinargerð frá þeim um, að erlend skipafélög hafi síðan í stríðsbyrjun verið allsendis ófáanleg til þess að hætta skipum sínum norður fyrir mildari sjóa Faxaflóans. En nú heggur þetta skip norðanbáruna undan Austur- ströndinni, og veðrið er milt, og víst gæti það verið verra sunnar á hnettinum, þótt vænta megi snöggari umskipta á þessum hjara en þar, og bezt sé að vera við öllu búinn. Næst í leiðinni er Húsavík. Einnig þar mundi skips- komunni fagnað sem bezt, og hún mundi verða til þess að flýta snúningi hins nær því staðnaða hjóls atvinnu- og viðskiptalífs. En nú segja veðurfréttir storm í uppsigl- ingu, og veðurofsinn í Vestmannaeyjum er þegar orðinn ótrúlega mikill. Hinar opinberu fréttir telja veðursins von allt til þessa afskekktasta hluta landsins, því að veðurguðirnir fara ekki í manngreinarálit, og stormur- inn getur herjað jafn illilega á eyðikot á Langanesströnd og uppljómaðan skrautglugga í Austurstræti. GLEÐILEG JÓL og farsælt komandí ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFÉLAG VESTMANNEYJA Vestmannaeyjum 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.