Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 52

Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 52
Doris Lessing — ástríðufullur leitandi inn opnast einu sinni enn, og sögukonan sér loks þá, sem hafði falið sig hinum megin við hann. Upp er runnin stund leyndardómsfullrar ummyndunar, og hin Eina fer nú fyrir þeim Emilíu, vini hennar og vandræðabörnun- um hans og leiðir þau á brott. • Ein atkvæðamesta skáldkona Bretlands Doris Lessing hefur býsna oft komið lesendum sínum á óvart, t. d. þegar hún skellti sér út í geimskáldskapinn fyrir áratug eða svo, því að tvær næstu bækur hennar þar á undan höfðu síður bent í þá átt en sumar eldri sögur hennar. En henni er illa við að láta marka hugsun sinni of þröngan bás. Órólegur hugur hennar stefnir sífellt að nýjum áfanga, og ímyndunarafl hennar er mikið og frjótt. Vel getur verið, að þær hugmyndir, sem hún leit- ast við að tjá í verkum sínum, séu í eðli sínu einfaldar og ekki ýkja frumlegar í þeim skilningi, að hún hafi fundið upp púðrið, en ímyndunaraflið auðveldar henni að flétta þær á sannfærandi hátt inn í frásögnina. Bækur hennar hafa sprottið af þörf fyrir að tjá og láta reyna á ólíkar hugmyndir og afstöðu þeirra til veruleikans, og þess vegna hefur hún oft markað sér breitt svið og mátt greina þróun í verkum hennar. Þau eru til marks um alvarlega viðleitni við að skilja nútímamanninn og skilgreina hlut- skipti hans og samfélag með viðburði og veruleika sam- tíðarinnar í baksýn. Oft hefur hún kafað svo djúpt, að erfitt er að fylgja henni eftir; hún er ástríðufullur leit- andi, sem vill komast að kjarnanum, hvað sem það kostar. Hervirki sögu og samtíðar og vansæld einstakl- ingsins standa í orsakasambandi, sem torvelt er að rjúfa, en hamingjudraumurinn skilur ekki við hann. Þess vegna kannar hann ný lönd og skilgreinir sífellt sambönd og samskipti upp á nýtt, meðan jörðin skríður undir ilj- um hans. Eins og nú ætti að vera orðið ljóst, er engum blöðum um það að fletta, að skáldskapur Doris Lessing og ýmis helstu viðfangsefni hennar eiga sér dj úpar rætur í hennar eigin reynslu. Kommúnismi hennar á unga aldri og frá- hvarfið frá honum knúðu hana til þess að endurskoða af- stöðu sína. Hún fann til einangrunar og útilokunar eftir uPPgjörið, sem varð henni í fyrstu dýrkeypt reynsla, sem hún hefði þó varla viljað fara á mis við, en taka verður fram, að það fráhvarf jafngilti ekki afneitun róttækrar þjóðfélagsafstöðu, heldur afneitun kreddubundins skoðanaforræðis og þröngrar túlkunar foringja, sem þóttust vera óskeikulir. Ekki skipti minna máli, að skáldkonan ólst upp í Suður-Rhódesíu og var orðin full- orðin, þegar hún kom til London. Hún var þar útlend- ingur, sem átti við aðlögunarvandamál að stríða; það var enginn hægðarleikur að ætla sér að vera frjáls kona og óháð í þjóðfélagi breskrar hefðar. Án efa er margt af því, sem gerði hana eina atkvæðamestu skáldkonu Bretlands, nátengt þeirri lífsreynslu hennar. Það hefur stuðlað að þjóðfélagslegri skarpskyggni hennar og áhuga á miðlægum, mannlegum vandamálum og orðið grundvöllur þeirrar þungvægu, persónulegu innlifunar og túlkunar, sem gætir í skáldskap hennar. Þetta er Heidelberg offset prentvélin okkar. Mjög fullkomin vél og hentug tilprentunar litaverka. En við prentum líka fleira, bæði stórt og smátt. Við erum með hönnun, setningu, filmu- og plötugerð, prentun og bókband og notum góðar vélar til þess að hjálpa okkur við að skila góðu prentverki. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.