Samvinnan - 01.12.1986, Side 40

Samvinnan - 01.12.1986, Side 40
Doris Lessing — ástríðufullur leitnndi ÍTARLEG GREIN EFTIR HJÖRT PÁLSSON DORIS LESSING Minningar einnar sem eftir liíöi / /ábn Kápa bókarinnar Minningar einnar sem eftir liföi eftir Doris Lessing, en hún kom út hér á landi fyrir jólin í fvrra í þýðingu greinarhöfundar, Hjartar Pálssonar. Doris Lessing er lágvaxnari og grennri en maður hefði af einhverjum ástæðum getað ímyndað sér. Einnig þögulli, hlédrægari, be/ með sér einhverja þrjósku og beiskju, manneskja sem ekki býður upp á neitt kjaftæði eða innantómt kurt- eisishjal. En þegar á fund hennar er komið er hún sam- stundis reiðubúin að taka þátt í alvarlegum samræðum og þá kemur á daginn, hve hún erskörp í hugsun ogerfitt að slá hana út af laginu.“ Þannig kemst einn af starfsbræðrum hennar að orði og bætir við: „Sem listamaður og sögusmiður er Doris Lessing eng- in postulínsbrúða eða fyrirmyndarbarn. Hún hefur hvorki getað treyst á glæstan stíl né persónutöfra. Við ritstörfin hefur hún eflaust þurft að leggja á sig hart, þrotlaust og markvisst strit og líta sífellt dýpra í eigin barm af raunsæi sem á sér sterka stoð í veruleikanum. Drýgst hefur henni orðið til frásagnar það efni, sem bundið var fyrstu minningum hennar frá Rhódesíu ný- lendutímans, víðernum Afríkuhásléttunnar, óskipuleg- um borgunum, sem spruttu þar upp eins og villigróður með alla sína stéttaskiptingu og kynþáttaaðgreiningu. Margar frásagnir hennar úr því umhverfi eru með því áhrifamesta og nærgöngulasta, sem hún hefur skrifað. Þar gerist líka fyrsta saga hennar, „Grasið syngur" (The Grass Is Singing), sem fjallar um hið „forboðna" efni, ást hvítrar konu á svörtum manni. “ Sagan er nú nýkomin út í íslenskri þýðingu Birgis Sigurðssonar. • Fólk andspænis pólitík í skáldsögunni, sem gerist í Rhódesíu, beinir hún athygl- inni að sambandi tveggja einstaklinga og upplausn þess í styttra máli en oft er vandi hennar, og sú bók hefur not- ið mikillar hylli. Með handrit hennar og lítið annað í far- angrinum kom Doris Lessing til London 1949, þrítug að aldri og óþekkt með öllu, frá heimalandi sínu, Suður- Rhódesíu. Ári síðar kom sagan út og vakti svo mikla at- hygli, að hún var þýdd á margar tungur, og á næstu tíu árum var skáldkonunni skipað á bekk með þeim höfund- um brezka samveldisins, sem mestar vonir voru bundnar 40

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.